Réttindi kvenna og kynfæri þeirra Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 24. júní 2021 10:31 Íslenskar konur eiga mun betra skilið á nú þegar konur sitja í æðstu embættum landsins sem lúta að heilbrigðismálum. Hálfu ári frá því að Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hætti er ekki hægt að segja annað en að flutningur á skimun fyrir leghálskrabbameini til Heilsugæslunnar sé eitt allsherjarklúður. Mikið hefur verið rætt um þetta mál opinberlega en ekki sér enn þá til úrbóta í þessum efnum og enginn axlar ábyrgð. Á meðan bíða konur í óvissu og við læknar sem sinnum þessari þjónustu einnig. Fyrst er til að nefna að sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalæknar tóku um helming sýna á meðan Leitarstöðin starfaði og gekk það samstarf vel. Nú þegar ég persónulega fæ boðun um að mæta í skoðun er ekkert minnst á að ég geti áfram fengið þá þjónustu hjá mínum lækni heldur er vísað á heilsugæslustöð til sýnatöku. En þið konur megið vita að þið eruð velkomnar til kvensjúkdómalækna og við tökum gjarnan sýni um leið og við sinnum öðrum læknisverkum. En spurning til yfirvalda er sú; stenst það jafnræðisreglu að niðurgreiða slíka þjónustu á einum stað en ekki öðrum? Sýnin fara svo í flug erlendis en þurfa samt ekki að sýna fram á bólusetningarvottorð. En við þá flutninga þarf að breyta kennitölum og sú tilfærsla öll bíður upp á mistök og rugling. Tæki eru til hér á landi til að mæla HPV veiruna og þekking á að skoða frumustrok hér heima má ekki glatast. Landspítalinn hefur sagst geta tekið þetta að sér og það er bara þriggja mánaðar uppsagnarfrestur við Dani sem sinna þessu núna. Við Íslendingar höfum í áratugi sinnt læknisverkum með góðum árangri þó fá séum og höfum talið það kost að halda kunnáttu og færni i landinu. Hvenær svör berast er svo annar óvissuþáttur og ekki allir sýnatökuaðilar sem sitja við sama borð þar. Við læknar fáum svörin á Excel skjali sem við getum bara skoðað einu sinni og þá látið okkar skjólstæðinga vita um hver næstu skref eru. Konur eiga svo að seint um síðir að sjá niðurstöður sínar inn á island.is. Samhæfingarmiðstöð heilsugæslunnar sem á að sjá um þessa starfsemi hefur nú undanfarið tekið þá ákvörðun að henda sumum sýnum sem við læknar höfum tekið því að þeirra mati eru þau óþörf. Þarna er ekki bara verið að vanvirða konur sem koma til lækna með kvartanir og þess vegna eru tekin sýni frá leghálsi heldur er verið að gera lítið úr læknisfræðilegu mati kvensjúkdómalækna og þeim sent skammarbréf. Fádæma framkoma sem við læknar hljótum að mótmæla kröftuglega. Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur opinberlega beðist afsökunar á þessum töfum á svörum og viðurkennt illa undirbúinn flutning verkefnisins til heilsugæslunnar. En það er bara ekki nóg. Íslenskar konur eiga betra skilið en að karllæg kerfissjónarmið séu látin ganga fyrir heilsu kvenna. Það þarf ekki að byrja að þarfagreina verkefnið löngu eftir að það er byrjað. Við viljum að sýnin séu skoðuð hérlendis og samningnum við Dani sagt upp. Við viljum að konum landins sé sagt satt um það hvert þær geti mætt í skoðun og kostnaðurinn fyrir þær sé sá sami. Við viljum að svörin berist hratt og skilvirkt til kvenna. Við viljum að leitarsaga kvenna sé skýr og aðgengileg. Við viljum að þeir sem sinni þessari þjónustu og hafa eftirlit með henni séu ekki beggja vegna borðsins. Við viljum að þeir sem bera ábyrgð á þessu klúðri axli ábyrgð. Það er ekkert mál að leysa þetta mál sem fyrst og ætti að vera á forgangslista hjá þeim konum sem gegna starfi landlæknis, heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra. En þá þurfa ráðandi konur að þora. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Skimun fyrir krabbameini Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslenskar konur eiga mun betra skilið á nú þegar konur sitja í æðstu embættum landsins sem lúta að heilbrigðismálum. Hálfu ári frá því að Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hætti er ekki hægt að segja annað en að flutningur á skimun fyrir leghálskrabbameini til Heilsugæslunnar sé eitt allsherjarklúður. Mikið hefur verið rætt um þetta mál opinberlega en ekki sér enn þá til úrbóta í þessum efnum og enginn axlar ábyrgð. Á meðan bíða konur í óvissu og við læknar sem sinnum þessari þjónustu einnig. Fyrst er til að nefna að sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalæknar tóku um helming sýna á meðan Leitarstöðin starfaði og gekk það samstarf vel. Nú þegar ég persónulega fæ boðun um að mæta í skoðun er ekkert minnst á að ég geti áfram fengið þá þjónustu hjá mínum lækni heldur er vísað á heilsugæslustöð til sýnatöku. En þið konur megið vita að þið eruð velkomnar til kvensjúkdómalækna og við tökum gjarnan sýni um leið og við sinnum öðrum læknisverkum. En spurning til yfirvalda er sú; stenst það jafnræðisreglu að niðurgreiða slíka þjónustu á einum stað en ekki öðrum? Sýnin fara svo í flug erlendis en þurfa samt ekki að sýna fram á bólusetningarvottorð. En við þá flutninga þarf að breyta kennitölum og sú tilfærsla öll bíður upp á mistök og rugling. Tæki eru til hér á landi til að mæla HPV veiruna og þekking á að skoða frumustrok hér heima má ekki glatast. Landspítalinn hefur sagst geta tekið þetta að sér og það er bara þriggja mánaðar uppsagnarfrestur við Dani sem sinna þessu núna. Við Íslendingar höfum í áratugi sinnt læknisverkum með góðum árangri þó fá séum og höfum talið það kost að halda kunnáttu og færni i landinu. Hvenær svör berast er svo annar óvissuþáttur og ekki allir sýnatökuaðilar sem sitja við sama borð þar. Við læknar fáum svörin á Excel skjali sem við getum bara skoðað einu sinni og þá látið okkar skjólstæðinga vita um hver næstu skref eru. Konur eiga svo að seint um síðir að sjá niðurstöður sínar inn á island.is. Samhæfingarmiðstöð heilsugæslunnar sem á að sjá um þessa starfsemi hefur nú undanfarið tekið þá ákvörðun að henda sumum sýnum sem við læknar höfum tekið því að þeirra mati eru þau óþörf. Þarna er ekki bara verið að vanvirða konur sem koma til lækna með kvartanir og þess vegna eru tekin sýni frá leghálsi heldur er verið að gera lítið úr læknisfræðilegu mati kvensjúkdómalækna og þeim sent skammarbréf. Fádæma framkoma sem við læknar hljótum að mótmæla kröftuglega. Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur opinberlega beðist afsökunar á þessum töfum á svörum og viðurkennt illa undirbúinn flutning verkefnisins til heilsugæslunnar. En það er bara ekki nóg. Íslenskar konur eiga betra skilið en að karllæg kerfissjónarmið séu látin ganga fyrir heilsu kvenna. Það þarf ekki að byrja að þarfagreina verkefnið löngu eftir að það er byrjað. Við viljum að sýnin séu skoðuð hérlendis og samningnum við Dani sagt upp. Við viljum að konum landins sé sagt satt um það hvert þær geti mætt í skoðun og kostnaðurinn fyrir þær sé sá sami. Við viljum að svörin berist hratt og skilvirkt til kvenna. Við viljum að leitarsaga kvenna sé skýr og aðgengileg. Við viljum að þeir sem sinni þessari þjónustu og hafa eftirlit með henni séu ekki beggja vegna borðsins. Við viljum að þeir sem bera ábyrgð á þessu klúðri axli ábyrgð. Það er ekkert mál að leysa þetta mál sem fyrst og ætti að vera á forgangslista hjá þeim konum sem gegna starfi landlæknis, heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra. En þá þurfa ráðandi konur að þora. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun