„Minnti á KR-liðið sem vann alla þessa titla“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 10:00 Þórsarar lentu í vandræðum gegn vörn Keflavíkur og urðu að sætta sig við tap. vísir/Hulda Margrét Rætt var um magnaðan varnarleik Keflvíkinga og Þórslið sem var mjög ólíkt sjálfu sér í Dominos Körfuboltakvöldi, eftir að Keflavík minnkaði muninn í 2-1 í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík vann þriðja leik liðanna af öryggi, 97-83, en þau mætast í fjórða leik í Þorlákshöfn annað kvöld. „Þetta Þórslið var mjög ólíkt sjálfu sér. Mikið af skrýtnum, töpuðum boltum og mikið af skrýtnum sóknum sem við sáum frá þeim,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson við þá Hermann Hauksson og Benedikt Guðmundsson, sérfræðinga sína. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þórsarar ólíkir sjálfum sér „Þetta var ofboðslega þungur sóknarleikur hjá þeim,“ sagði Hermann um Þórsara. „Þeir voru að reyna að spinna sig í gegnum leikmenn Keflavíkur, eins og gekk vel hjá þeim í fyrstu tveimur leikjunum, en Keflvíkingarnir voru mikið fastari fyrir. Þórsarar misstu boltann ofboðslega illa, köstuðu boltanum jafnvel í hendurnar á Keflvíkingum, og voru bara að ströggla alls staðar í sóknarleiknum. Hvort sem það var í þriggja stiga skotum, inni í teig, eða hvort þeir voru að reyna að snúa sig frá andstæðingnum, þá gekk bara ekkert,“ sagði Hermann. Ekki sama gredda í Þórsurum Kjartan Atli sagði varnarleik Keflvíkinga hafa minnt á lið KR sem rakað hefur inn Íslandsmeistaratitlum síðustu ár en horfir nú á eftir titlinum til Þórs eða Keflavíkur: „Vörn Keflvíkinga var algjörlega mögnuð og minnti mann auðvitað á Keflavíkurliðið í vetur. Þetta minnti líka á KR-liðið sem vann alla þessa titla í röð. Stundum bara stigu KR-ingar „ofar“ á mann. Það er ekkert taktískt við það. Þeir voru bara einbeittari, harðari og fljótari, og vörnin varð bara betri án þess að það væri einhver taktíkt á bakvið það. Mér fannst þetta vera þannig hjá Keflavík núna,“ sagði Kjartan og Benedikt tók undir: „Algjörlega. Keflvíkingar voru virkilega grimmir. Tímabilið var undir hjá þeim á meðan að Þórsararnir voru svona… Maður veit hvernig þetta er. Að koma 2-0 yfir í leik þrjú – það er ekki sama greddan í gangi. Það er erfitt að keyra sig upp í leik þrjú, 2-0 yfir. Þetta er því blanda af báðu en þetta var ógeðslega flott vörn hjá Keflavík, sérstaklega á hálfum velli. Einu skiptin sem þeir lentu í vandræðum var eftir tapaða bolta, þegar Þórsararnir komu á ferðinni á þá. Að öðru leyti voru þeir með algjört „lockdown“,“ sagði Benedikt. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Keflavík vann þriðja leik liðanna af öryggi, 97-83, en þau mætast í fjórða leik í Þorlákshöfn annað kvöld. „Þetta Þórslið var mjög ólíkt sjálfu sér. Mikið af skrýtnum, töpuðum boltum og mikið af skrýtnum sóknum sem við sáum frá þeim,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson við þá Hermann Hauksson og Benedikt Guðmundsson, sérfræðinga sína. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þórsarar ólíkir sjálfum sér „Þetta var ofboðslega þungur sóknarleikur hjá þeim,“ sagði Hermann um Þórsara. „Þeir voru að reyna að spinna sig í gegnum leikmenn Keflavíkur, eins og gekk vel hjá þeim í fyrstu tveimur leikjunum, en Keflvíkingarnir voru mikið fastari fyrir. Þórsarar misstu boltann ofboðslega illa, köstuðu boltanum jafnvel í hendurnar á Keflvíkingum, og voru bara að ströggla alls staðar í sóknarleiknum. Hvort sem það var í þriggja stiga skotum, inni í teig, eða hvort þeir voru að reyna að snúa sig frá andstæðingnum, þá gekk bara ekkert,“ sagði Hermann. Ekki sama gredda í Þórsurum Kjartan Atli sagði varnarleik Keflvíkinga hafa minnt á lið KR sem rakað hefur inn Íslandsmeistaratitlum síðustu ár en horfir nú á eftir titlinum til Þórs eða Keflavíkur: „Vörn Keflvíkinga var algjörlega mögnuð og minnti mann auðvitað á Keflavíkurliðið í vetur. Þetta minnti líka á KR-liðið sem vann alla þessa titla í röð. Stundum bara stigu KR-ingar „ofar“ á mann. Það er ekkert taktískt við það. Þeir voru bara einbeittari, harðari og fljótari, og vörnin varð bara betri án þess að það væri einhver taktíkt á bakvið það. Mér fannst þetta vera þannig hjá Keflavík núna,“ sagði Kjartan og Benedikt tók undir: „Algjörlega. Keflvíkingar voru virkilega grimmir. Tímabilið var undir hjá þeim á meðan að Þórsararnir voru svona… Maður veit hvernig þetta er. Að koma 2-0 yfir í leik þrjú – það er ekki sama greddan í gangi. Það er erfitt að keyra sig upp í leik þrjú, 2-0 yfir. Þetta er því blanda af báðu en þetta var ógeðslega flott vörn hjá Keflavík, sérstaklega á hálfum velli. Einu skiptin sem þeir lentu í vandræðum var eftir tapaða bolta, þegar Þórsararnir komu á ferðinni á þá. Að öðru leyti voru þeir með algjört „lockdown“,“ sagði Benedikt. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira