Fjögurra ára fangelsi fyrir að brjóta gegn dóttur sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júní 2021 16:30 Spænska lögreglan handtók manninn í Benissa, skammt frá Alicante, í október á síðasta ári og var hann framseldur til Danmerkur í desember síðastliðinn. Lögreglan á Spáni Íslenskur karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni og vörslu barnakláms. TV2 á Fjóni greinir frá dómnum sem kveðinn var upp í dag. Lögmaður Íslendingsins áfrýjaði niðurstöðunni um leið til Landsréttar. Brotin sem maðurinn var dæmdur fyrir áttu sér stað á árunum 2006 og 2010, annars vegar á Íslandi og hins vegar í sumarhúsi á Fjóni. Dóttirin var á aldrinum fimm til níu ára á þeim tíma. Trúði vinkonum sínum fyrir brotunum „Málið hefur verið óvenjulegt á ýmsan hátt. Annars vegar er um að ræða mjög alvarleg brot gegn eigin dóttur. Hins vegar hefur framburður vitna spilað afgerandi þátt við úrlausn málsins því svo langt er um liðið síðan brotin áttu sér stað að engin sönnunargögn eru fyrir hendi,“ segir Jacob Thaarup hjá lögreglunni á Fjóni í tilkynningu. Þar hafi ráðið miklu að stúlkan hafi trúað tveimur vinkonum sínum fyrir því sem gerðist snemma í ferlinu. Það hafi verið afgerandi þáttur í að fá málið tekið upp og að fá dóm yfir geranda. Hann segist þó hafa vonast eftir sjö til átta ára fangelsisdóm. Erfitt hafi verið að sækja málið vegna þess hve langt sé liðið síðan brotin áttu sér stað. Staðreyndirnar tali þó sínu máli, það sé óvenju alvarlegt. „Ég efaðist aldrei um frásögn dótturinnar en það þýðir ekki að dómstóllinn sé sama sinnis.“ Handtekinn á Spáni Þar hafi ráðið miklu að stúlkan hafi trúað tveimur vinkonum sínum fyrir því sem gerðist snemma í ferlinu. Það hafi verið afgerandi þáttur í að fá málið tekið upp og að fá dóm yfir geranda. Hann segist þó hafa vonast eftir sjö til átta ára fangelsisdóm. Erfitt hafi verið að sækja málið vegna þess hve langt sé liðið síðan brotin áttu sér stað. Staðreyndirnar tali þó sínu máli, það sé óvenju alvarlegt. „Ég efaðist aldrei um frásögn dótturinnar en það þýðir ekki að dómstóllinn sé sama sinnis,“ segir Jakob. Vísað frá Danmörku Brot mannsins voru tilkynnt til lögreglunnar á Fjóni af sveitarfélaginu Nyborg í desember 2018. Í júní 2020 var Íslendingurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald án þess að dvalarstaður hans lægi fyrir. Rannsókn leiddi í ljós að hann dveldi líklega á Spáni og var gefin út evrópsk handtökuskipun. Karlmaðurinn var handtekinn á Alicante í október 2020 og framseldur til Danmerkur í desember. Auk þess að hljóta fjögurra ára fangelsisdóm verður Íslendingnum meinað frá komu til Danmerkur fyrir lífstíð. Hann hefur neitað sök á öllum stigum málsins. Fréttin hefur verið uppfærð Danmörk Íslendingar erlendis Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Íslendingur á Fjóni ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni Saksóknari á Fjóni í Danmörku hefur farið fram á að minnsta kosti fjögurra ára fangelsi yfir 51 árs gömlum Íslendingi sem ákærður er fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni og vörslu barnakláms. 27. maí 2021 09:09 Íslendingur á flótta grunaður um barnaníð handtekinn á Spáni Lögreglan á Spáni hefur handtekið íslenskan karlmann búsettan í Danmörku sem grunaður er um að hafa misnotað dóttur sína kynferðislega. 27. október 2020 21:44 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
TV2 á Fjóni greinir frá dómnum sem kveðinn var upp í dag. Lögmaður Íslendingsins áfrýjaði niðurstöðunni um leið til Landsréttar. Brotin sem maðurinn var dæmdur fyrir áttu sér stað á árunum 2006 og 2010, annars vegar á Íslandi og hins vegar í sumarhúsi á Fjóni. Dóttirin var á aldrinum fimm til níu ára á þeim tíma. Trúði vinkonum sínum fyrir brotunum „Málið hefur verið óvenjulegt á ýmsan hátt. Annars vegar er um að ræða mjög alvarleg brot gegn eigin dóttur. Hins vegar hefur framburður vitna spilað afgerandi þátt við úrlausn málsins því svo langt er um liðið síðan brotin áttu sér stað að engin sönnunargögn eru fyrir hendi,“ segir Jacob Thaarup hjá lögreglunni á Fjóni í tilkynningu. Þar hafi ráðið miklu að stúlkan hafi trúað tveimur vinkonum sínum fyrir því sem gerðist snemma í ferlinu. Það hafi verið afgerandi þáttur í að fá málið tekið upp og að fá dóm yfir geranda. Hann segist þó hafa vonast eftir sjö til átta ára fangelsisdóm. Erfitt hafi verið að sækja málið vegna þess hve langt sé liðið síðan brotin áttu sér stað. Staðreyndirnar tali þó sínu máli, það sé óvenju alvarlegt. „Ég efaðist aldrei um frásögn dótturinnar en það þýðir ekki að dómstóllinn sé sama sinnis.“ Handtekinn á Spáni Þar hafi ráðið miklu að stúlkan hafi trúað tveimur vinkonum sínum fyrir því sem gerðist snemma í ferlinu. Það hafi verið afgerandi þáttur í að fá málið tekið upp og að fá dóm yfir geranda. Hann segist þó hafa vonast eftir sjö til átta ára fangelsisdóm. Erfitt hafi verið að sækja málið vegna þess hve langt sé liðið síðan brotin áttu sér stað. Staðreyndirnar tali þó sínu máli, það sé óvenju alvarlegt. „Ég efaðist aldrei um frásögn dótturinnar en það þýðir ekki að dómstóllinn sé sama sinnis,“ segir Jakob. Vísað frá Danmörku Brot mannsins voru tilkynnt til lögreglunnar á Fjóni af sveitarfélaginu Nyborg í desember 2018. Í júní 2020 var Íslendingurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald án þess að dvalarstaður hans lægi fyrir. Rannsókn leiddi í ljós að hann dveldi líklega á Spáni og var gefin út evrópsk handtökuskipun. Karlmaðurinn var handtekinn á Alicante í október 2020 og framseldur til Danmerkur í desember. Auk þess að hljóta fjögurra ára fangelsisdóm verður Íslendingnum meinað frá komu til Danmerkur fyrir lífstíð. Hann hefur neitað sök á öllum stigum málsins. Fréttin hefur verið uppfærð
Danmörk Íslendingar erlendis Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Íslendingur á Fjóni ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni Saksóknari á Fjóni í Danmörku hefur farið fram á að minnsta kosti fjögurra ára fangelsi yfir 51 árs gömlum Íslendingi sem ákærður er fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni og vörslu barnakláms. 27. maí 2021 09:09 Íslendingur á flótta grunaður um barnaníð handtekinn á Spáni Lögreglan á Spáni hefur handtekið íslenskan karlmann búsettan í Danmörku sem grunaður er um að hafa misnotað dóttur sína kynferðislega. 27. október 2020 21:44 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Íslendingur á Fjóni ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni Saksóknari á Fjóni í Danmörku hefur farið fram á að minnsta kosti fjögurra ára fangelsi yfir 51 árs gömlum Íslendingi sem ákærður er fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni og vörslu barnakláms. 27. maí 2021 09:09
Íslendingur á flótta grunaður um barnaníð handtekinn á Spáni Lögreglan á Spáni hefur handtekið íslenskan karlmann búsettan í Danmörku sem grunaður er um að hafa misnotað dóttur sína kynferðislega. 27. október 2020 21:44