Keflvíkingar risu fyrstir upp frá dauðum en ekkert lið náð því í úrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2021 15:30 Dominykas Milka og félagar í Keflavík eiga ekki fleiri líf í þessari úrslitakeppni. Vísir/Bára Keflavík er 2-0 undir í úrslitaeinvígi sínu á móti Þórsurum. Staðan er einföld. Eitt tap í viðbót og yfirburðarlið deildarkeppninnar missir Íslandsmeistaratitilinn til Þorlákshafnar. Þriðji leikur lokaúrslita Domino's deildar karla í körfubolta er í Keflavík í kvöld og Keflvíkingar verða þar í sömu stöðu og þeir voru í 11. apríl 2008. Keflavík mætti þá einnig 2-0 undir í þriðja leik á heimavelli sínum á Sunnubrautinni. ÍR hafði komið öllum á óvörum með því að vinna deildarmeistarana tvívegis þar af með sautján stigum í leik tvö. Tímabilið var því undir hjá Keflavík í leik þrjú. Keflavíkurliðið vann þann leik 106-73 og skrifaði síðan söguna í úrslitakeppninni með því að vinna hina tvo leikina líka og slá út ÍR-liðið 3-2. Keflavík tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Snæfelli í úrslitaeinvíginu. Þetta Keflavíkurliðið varð það fyrsta í sögu úrslitakeppninni til að koma til baka í einvígi þar sem það lendir 2-0 undir. Síðan þá hafa þrjú lið bæst í hópinn. Keflvíkingar misstu sjálfir niður 2-0 forystu á móti Haukum í átta liða úrslitunum 2015. Keflavík vann tvo fyrstu leikina en Haukarnir svöruðu með þremur sigurleikjum í röð. Í síðustu úrslitakeppni, vorið 2019, þá komust tvö lið til baka í átta liða úrslitunum eftir að hafa lent 2-0 undir. Það voru lið ÍR og lið Þórs frá Þorlákshöfn. Þau urðu um leið einu liðin sem hafa komið til baka í slíkri stöðu með aðeins einn heimaleik af þessum þremur leikjum sem þau þurftu að vinna í röð. Þessi dæmi eru í undanúrslitum og átta liða úrslitunum. Þegar kemur að sjálfu úrslitaeinvíginu þá hefur ekkert lið náð að rísa upp frá dauðum. Ellefu lið hafa lent 2-0 undir í lokaúrslitunum og aðeins eitt þeirra hefur komið einvíginu í oddaleik. Það voru Grindvíkingar vorið 2017. Grindavíkurliðið tapaði hins vegar oddaleiknum með 39 stiga mun gegn KR. Leikurinn á milli Keflavíkur og Þórs í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphtiun Domino's Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður hann gerður upp á sömu rás, Stöð 2 Sport. 49 lið hafa komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 28 hefur verið sópað í sumarfrí (57%) 21 hafa komist í fjórða leik (43%) 7 hafa komist í oddaleik (14%) 4 hafa unnið einvígið (8%) -- Í lokaúrslitunum hafa 11 lið komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 7 hefur verið sópað í sumarfrí (64%) 4 hafa komist í fjórða leik (36%) 1 hefur komist í oddaleik (9%) 0 hafa unnið einvígið (0%) Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Þriðji leikur lokaúrslita Domino's deildar karla í körfubolta er í Keflavík í kvöld og Keflvíkingar verða þar í sömu stöðu og þeir voru í 11. apríl 2008. Keflavík mætti þá einnig 2-0 undir í þriðja leik á heimavelli sínum á Sunnubrautinni. ÍR hafði komið öllum á óvörum með því að vinna deildarmeistarana tvívegis þar af með sautján stigum í leik tvö. Tímabilið var því undir hjá Keflavík í leik þrjú. Keflavíkurliðið vann þann leik 106-73 og skrifaði síðan söguna í úrslitakeppninni með því að vinna hina tvo leikina líka og slá út ÍR-liðið 3-2. Keflavík tryggði sér síðan Íslandsmeistaratitilinn með 3-0 sigri á Snæfelli í úrslitaeinvíginu. Þetta Keflavíkurliðið varð það fyrsta í sögu úrslitakeppninni til að koma til baka í einvígi þar sem það lendir 2-0 undir. Síðan þá hafa þrjú lið bæst í hópinn. Keflvíkingar misstu sjálfir niður 2-0 forystu á móti Haukum í átta liða úrslitunum 2015. Keflavík vann tvo fyrstu leikina en Haukarnir svöruðu með þremur sigurleikjum í röð. Í síðustu úrslitakeppni, vorið 2019, þá komust tvö lið til baka í átta liða úrslitunum eftir að hafa lent 2-0 undir. Það voru lið ÍR og lið Þórs frá Þorlákshöfn. Þau urðu um leið einu liðin sem hafa komið til baka í slíkri stöðu með aðeins einn heimaleik af þessum þremur leikjum sem þau þurftu að vinna í röð. Þessi dæmi eru í undanúrslitum og átta liða úrslitunum. Þegar kemur að sjálfu úrslitaeinvíginu þá hefur ekkert lið náð að rísa upp frá dauðum. Ellefu lið hafa lent 2-0 undir í lokaúrslitunum og aðeins eitt þeirra hefur komið einvíginu í oddaleik. Það voru Grindvíkingar vorið 2017. Grindavíkurliðið tapaði hins vegar oddaleiknum með 39 stiga mun gegn KR. Leikurinn á milli Keflavíkur og Þórs í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphtiun Domino's Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður hann gerður upp á sömu rás, Stöð 2 Sport. 49 lið hafa komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 28 hefur verið sópað í sumarfrí (57%) 21 hafa komist í fjórða leik (43%) 7 hafa komist í oddaleik (14%) 4 hafa unnið einvígið (8%) -- Í lokaúrslitunum hafa 11 lið komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 7 hefur verið sópað í sumarfrí (64%) 4 hafa komist í fjórða leik (36%) 1 hefur komist í oddaleik (9%) 0 hafa unnið einvígið (0%)
49 lið hafa komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 28 hefur verið sópað í sumarfrí (57%) 21 hafa komist í fjórða leik (43%) 7 hafa komist í oddaleik (14%) 4 hafa unnið einvígið (8%) -- Í lokaúrslitunum hafa 11 lið komist í 2-0 í sögu úrslitakeppninnar: (Þar sem þarf að vinna þrjá leiki) 7 hefur verið sópað í sumarfrí (64%) 4 hafa komist í fjórða leik (36%) 1 hefur komist í oddaleik (9%) 0 hafa unnið einvígið (0%)
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum