Fyrsti NFL-leikmaðurinn sem kemur út úr skápnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2021 07:30 Carl Nassib hefur leikið með Las Vegas Raiders síðan í fyrra. getty/Ethan Miller Carl Nassib, leikmaður Las Vegas Raiders, kom út úr skápnum í gær. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar sem kemur út úr skápnum meðan hann er enn að spila. Nassib, sem er 28 ára, greindi frá þessu á Instagram í gær. „Ég vildi bara segja að ég er hommi. Ég hef ætlað að gera þetta í nokkurn tíma en er loksins tilbúinn að koma þessu frá mér. Ég á frábært líf, bestu fjölskylduna, vinina og vinnu sem nokkur maður getur óskað sér,“ sagði Nassib. View this post on Instagram A post shared by Carl Nassib (@carlnassib) „Ég er ekki mikið fyrir að bera einkalíf mitt á torg svo ég vona að þið vitið að ég er ekki að gera þetta fyrir athyglina. Ég held bara að sýnileiki sé mjög mikilvægur. Vonandi verða myndbönd eins og þetta og allt ferlið að koma út úr skápnum ekki nauðsynlegt en þangað til vil ég leggja mitt af mörkum til að skapa nýja og breytta menningu.“ Roger Goddell, forseti NFL, hrósaði Nassib fyrir yfirlýsinguna. „NFL-fjölskyldan er stolt af Carl fyrir hugrekki hans í að deila þessu. Svona lagað skiptir máli en einn daginn verða tilkynningar sem þessar vonandi ekki nauðsynlegar á leið okkar að fullu jafnrétti fyrir hinsegin fólk. Við óskum Carl alls hins besta fyrir komandi tímabil.“ Sem fyrr sagði er Nassib fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL sem kemur út úr skápnum meðan hann er enn að spila. Nokkrir leikmenn hafa hins vegar gert það eftir að þeir hættu. Cleveland Browns valdi Nassib í nýliðavali NFL 2016. Hann lék í eitt tímabil með liðinu áður en hann fór til Tampa Bay Buccaneers. Hann gekk svo í raðir Raiders 2020 og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Nassib, sem er 28 ára, greindi frá þessu á Instagram í gær. „Ég vildi bara segja að ég er hommi. Ég hef ætlað að gera þetta í nokkurn tíma en er loksins tilbúinn að koma þessu frá mér. Ég á frábært líf, bestu fjölskylduna, vinina og vinnu sem nokkur maður getur óskað sér,“ sagði Nassib. View this post on Instagram A post shared by Carl Nassib (@carlnassib) „Ég er ekki mikið fyrir að bera einkalíf mitt á torg svo ég vona að þið vitið að ég er ekki að gera þetta fyrir athyglina. Ég held bara að sýnileiki sé mjög mikilvægur. Vonandi verða myndbönd eins og þetta og allt ferlið að koma út úr skápnum ekki nauðsynlegt en þangað til vil ég leggja mitt af mörkum til að skapa nýja og breytta menningu.“ Roger Goddell, forseti NFL, hrósaði Nassib fyrir yfirlýsinguna. „NFL-fjölskyldan er stolt af Carl fyrir hugrekki hans í að deila þessu. Svona lagað skiptir máli en einn daginn verða tilkynningar sem þessar vonandi ekki nauðsynlegar á leið okkar að fullu jafnrétti fyrir hinsegin fólk. Við óskum Carl alls hins besta fyrir komandi tímabil.“ Sem fyrr sagði er Nassib fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL sem kemur út úr skápnum meðan hann er enn að spila. Nokkrir leikmenn hafa hins vegar gert það eftir að þeir hættu. Cleveland Browns valdi Nassib í nýliðavali NFL 2016. Hann lék í eitt tímabil með liðinu áður en hann fór til Tampa Bay Buccaneers. Hann gekk svo í raðir Raiders 2020 og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti