Miðakerfið hrundi á þriðja leik Keflavíkur og Þórs en Þórsarar eiga enn inni 52 miða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 15:57 Þórsarar vilja fjölmenna og sjá sína menn vinna Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Bára Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna sölu miða á þriðja úrslitaleik Keflavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn sem fer fram annað kvöld. Þórsarar eru 2-0 yfir í einvíginu og vantar bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Þriðji leikurinn fer fram í Blue höll þeirra Keflvíkinga annað kvöld en það gekk ekki nógu vel að selja miða á leikinn því miðakerfið hrundi þegar opnað var fyrir miðasölu á hluta Keflvíkinga. Ýmsar samsæriskenningar fóru þá af stað á spjallborðum samfélagsmiðla eftir að miðsölukerfið hrundi og því ákváðu Keflvíkingar að leiðrétta allan misskilning sem var í gangi. Keflavík var ekki að reyna að stela miðum af Þórsurum heldur ætla Keflvíkingar að standa við 70/30 skiptingu miða eins og reglur KKÍ kveða á um. „Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga. Þórsarar fengu tengil á miðasöluna inn á Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi og það liðu síðan níutíu mínútur þar til að opnað var fyrir miðasölu til Keflvíkinga. Þegar Keflvíkingar ætluðu að kaupa sér miða var áhuginn og álagið greinilega of mikið fyrir miðsölukerfið sem hrundi. Þá voru enn 52 Þórsmiðar óseldir. „Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga. Tilkynning frá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur: Vegna umræðu um miðasölu Vegna umræðu sem nú fer fram á Dominos spjallinu Hörð orð í okkar garð hafa verið sett fram á Domins spjallinu vegna miðsölu fyrir leik 3 í úrslitaeinvígi Keflavíkur og Þórs. Við viljum benda á staðreyndir hér. Í gær var sendur sér linkur á formann Þórs, linkur sem leiðir kaupanda inn á vefverslun Keflavíkur. Sá linkur var settur inn á opinbera Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi. Fjöldi miða inn á þeim link var 30% af þeim miðum sem í boði eru á þennan leik. Vefverslunin hinsvegar réð ekki við álagið þegar miðar ætlaðir Keflvíkingum voru setti í loftið sem var um 90 mín eftir að Þórslinkur var settur í loftið. Á þeim tíma voru 52 miðar eftir sem hugsaðir eru fyrir gestaliðið. Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það. Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur. Sjöunda grein “Gestalið í deildarkeppni og úrslitakeppni meistaraflokka skal ávalt eiga rétt á að kaupa 30% af seldum aðgöngumiðum á hvern leik. Þann rétt þarf að nýta í síðasta lagi 24 klst. fyrir auglýstan leiktíma.“ Virðingarfyllst Stjórn KKDK Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Þórsarar eru 2-0 yfir í einvíginu og vantar bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Þriðji leikurinn fer fram í Blue höll þeirra Keflvíkinga annað kvöld en það gekk ekki nógu vel að selja miða á leikinn því miðakerfið hrundi þegar opnað var fyrir miðasölu á hluta Keflvíkinga. Ýmsar samsæriskenningar fóru þá af stað á spjallborðum samfélagsmiðla eftir að miðsölukerfið hrundi og því ákváðu Keflvíkingar að leiðrétta allan misskilning sem var í gangi. Keflavík var ekki að reyna að stela miðum af Þórsurum heldur ætla Keflvíkingar að standa við 70/30 skiptingu miða eins og reglur KKÍ kveða á um. „Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga. Þórsarar fengu tengil á miðasöluna inn á Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi og það liðu síðan níutíu mínútur þar til að opnað var fyrir miðasölu til Keflvíkinga. Þegar Keflvíkingar ætluðu að kaupa sér miða var áhuginn og álagið greinilega of mikið fyrir miðsölukerfið sem hrundi. Þá voru enn 52 Þórsmiðar óseldir. „Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga. Tilkynning frá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur: Vegna umræðu um miðasölu Vegna umræðu sem nú fer fram á Dominos spjallinu Hörð orð í okkar garð hafa verið sett fram á Domins spjallinu vegna miðsölu fyrir leik 3 í úrslitaeinvígi Keflavíkur og Þórs. Við viljum benda á staðreyndir hér. Í gær var sendur sér linkur á formann Þórs, linkur sem leiðir kaupanda inn á vefverslun Keflavíkur. Sá linkur var settur inn á opinbera Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi. Fjöldi miða inn á þeim link var 30% af þeim miðum sem í boði eru á þennan leik. Vefverslunin hinsvegar réð ekki við álagið þegar miðar ætlaðir Keflvíkingum voru setti í loftið sem var um 90 mín eftir að Þórslinkur var settur í loftið. Á þeim tíma voru 52 miðar eftir sem hugsaðir eru fyrir gestaliðið. Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það. Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur. Sjöunda grein “Gestalið í deildarkeppni og úrslitakeppni meistaraflokka skal ávalt eiga rétt á að kaupa 30% af seldum aðgöngumiðum á hvern leik. Þann rétt þarf að nýta í síðasta lagi 24 klst. fyrir auglýstan leiktíma.“ Virðingarfyllst Stjórn KKDK
Tilkynning frá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur: Vegna umræðu um miðasölu Vegna umræðu sem nú fer fram á Dominos spjallinu Hörð orð í okkar garð hafa verið sett fram á Domins spjallinu vegna miðsölu fyrir leik 3 í úrslitaeinvígi Keflavíkur og Þórs. Við viljum benda á staðreyndir hér. Í gær var sendur sér linkur á formann Þórs, linkur sem leiðir kaupanda inn á vefverslun Keflavíkur. Sá linkur var settur inn á opinbera Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi. Fjöldi miða inn á þeim link var 30% af þeim miðum sem í boði eru á þennan leik. Vefverslunin hinsvegar réð ekki við álagið þegar miðar ætlaðir Keflvíkingum voru setti í loftið sem var um 90 mín eftir að Þórslinkur var settur í loftið. Á þeim tíma voru 52 miðar eftir sem hugsaðir eru fyrir gestaliðið. Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það. Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur. Sjöunda grein “Gestalið í deildarkeppni og úrslitakeppni meistaraflokka skal ávalt eiga rétt á að kaupa 30% af seldum aðgöngumiðum á hvern leik. Þann rétt þarf að nýta í síðasta lagi 24 klst. fyrir auglýstan leiktíma.“ Virðingarfyllst Stjórn KKDK
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira