NBA dagsins: Snúningspunkturinn þegar Simmons þorði ekki að skjóta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 15:00 Ben Simmons átti í miklum vandræðum í einvíginu gegn Atlanta Hawks. getty/Tim Nwachukwu Ben Simmons var mikið til umræðu eftir að Philadelphia 76ers tapaði fyrir Atlanta Hawks, 96-103, í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Simmons tók aðeins fjögur skot í leiknum og skýrasta dæmið um hversu ragur hann var kom þegar þrjár og hálf mínúta voru eftir. Simmons átti þá greiða leið upp að körfunni en í stað þess að skjóta sjálfur gaf hann boltann á Matisse Thybulle sem var í erfiðari stöðu. Brotið var á Thybulle sem setti annað af tveimur vítaskotunum niður. Eftir þetta skoraði Atlanta fimm stig í röð og komst sex stigum yfir, 93-87. „Ef ég á að vera hreinskilinn var snúningspunkturinn þegar við, ég veit ekki hvernig ég á að segja það, vorum með opið skot, settum niður eitt víti en klúðruðum hinu og þeir fóru upp og skoruðu,“ sagði Joel Embiid, miðherji Philadelphia, eftir leikinn. Umrætt atvik má sjá á mínútu 6:13 í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: NBA dagsins 21. júní Simmons gaf vissulega þrettán stoðsendingar í leiknum og spilaði góða vörn á Trae Young sem hitti aðeins úr fimm af 23 skotum sínum. En Ástralinn átti í miklum vandræðum í sókninni í einvíginu gegn Atlanta. Í fimm af sjö leikjum reyndi hann ekki skot í 4. leikhluta og gekk bölvanlega á vítalínunni. Simmons var með 33 prósent vítanýtingu gegn Atlanta og aðeins 34,2 prósent vítanýtingu í úrslitakeppninni. Enginn leikmaður sem hefur tekið að minnsta kosti sjötíu víti hefur verið með slakari vítanýtingu en Simmons í sögu úrslitakeppninnar. Doc Rivers, þjálfari Philadelphia, kom nánast með vantrauststillögu á Simmons þegar hann spurður að því hvort liðið gæti orðið meistari með hann sem sinn aðalleikstjórnanda. „Ég veit ekki svarið við því núna,“ sagði Rivers en Philadelphia hefur aldrei komist lengra en í undanúrslit Austurdeildarinnar með Simmons og Embiid sem sína aðalmenn. Embiid skoraði 31 stig og tók ellefu fráköst. Tobias Harris skoraði 24 stig en þurfti 24 skot til þess. Hann tók einnig fjórtán fráköst. Young skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Kevin Huerter setti persónulegt met með því að skora 27 stig. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Philadelphia og Atlanta sem og leik Phoenix Suns og Los Angeles Clippers, auk viðtala við Huerter og Devin Booker og flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Sjá meira
Simmons tók aðeins fjögur skot í leiknum og skýrasta dæmið um hversu ragur hann var kom þegar þrjár og hálf mínúta voru eftir. Simmons átti þá greiða leið upp að körfunni en í stað þess að skjóta sjálfur gaf hann boltann á Matisse Thybulle sem var í erfiðari stöðu. Brotið var á Thybulle sem setti annað af tveimur vítaskotunum niður. Eftir þetta skoraði Atlanta fimm stig í röð og komst sex stigum yfir, 93-87. „Ef ég á að vera hreinskilinn var snúningspunkturinn þegar við, ég veit ekki hvernig ég á að segja það, vorum með opið skot, settum niður eitt víti en klúðruðum hinu og þeir fóru upp og skoruðu,“ sagði Joel Embiid, miðherji Philadelphia, eftir leikinn. Umrætt atvik má sjá á mínútu 6:13 í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: NBA dagsins 21. júní Simmons gaf vissulega þrettán stoðsendingar í leiknum og spilaði góða vörn á Trae Young sem hitti aðeins úr fimm af 23 skotum sínum. En Ástralinn átti í miklum vandræðum í sókninni í einvíginu gegn Atlanta. Í fimm af sjö leikjum reyndi hann ekki skot í 4. leikhluta og gekk bölvanlega á vítalínunni. Simmons var með 33 prósent vítanýtingu gegn Atlanta og aðeins 34,2 prósent vítanýtingu í úrslitakeppninni. Enginn leikmaður sem hefur tekið að minnsta kosti sjötíu víti hefur verið með slakari vítanýtingu en Simmons í sögu úrslitakeppninnar. Doc Rivers, þjálfari Philadelphia, kom nánast með vantrauststillögu á Simmons þegar hann spurður að því hvort liðið gæti orðið meistari með hann sem sinn aðalleikstjórnanda. „Ég veit ekki svarið við því núna,“ sagði Rivers en Philadelphia hefur aldrei komist lengra en í undanúrslit Austurdeildarinnar með Simmons og Embiid sem sína aðalmenn. Embiid skoraði 31 stig og tók ellefu fráköst. Tobias Harris skoraði 24 stig en þurfti 24 skot til þess. Hann tók einnig fjórtán fráköst. Young skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Kevin Huerter setti persónulegt met með því að skora 27 stig. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Philadelphia og Atlanta sem og leik Phoenix Suns og Los Angeles Clippers, auk viðtala við Huerter og Devin Booker og flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Fleiri fréttir Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti