Verði úr þessum áætlunum er það enn ein ógnin sem stafar að fílum á svæðinu. Hundruð fíla féllu á síðasta ári af dularfullum orsökum en vísindamenn telja að eitraðir þörungar – sem vaxa vegna hlýnunar á svæðinu – hafi smitast yfir í vatnsbirgðir fílanna.
Aðeins 450 þúsund fílar eru eftir í Afríku og 130 þúsund þeirra halda til á svæðinu sem á að bora fyrir olíu á. ReconAfrica, sem er kanadískt olíu- og gasfyrirtæki, hefur tekið meira en 34 þúsund ferkílómetra land á leigu í Namibíu og Botnsvana, sem kallast Kavango Basin.
ReconAfrica telur að allt að grafið gæti verið fyrir á milli 60 og 120 milljón olíutunnum á svæðinu.