„Að vera í hljómsveit er eins og að vera í mjög eldfimu ástarsambandi“ Ása Ninna Pétursdóttir og Frosti Logason skrifa 16. júní 2021 11:30 Steinar Orri Fjeldsted, betur þekktur sem Steini í Quarashi, segir frá Tónlistarskólanum Púlz í viðtali við ísland í dag. „Þetta er búið að vera tvö til þrjú ár í fæðingu. Það er ekkert svona til og mér fannst þetta 100% vanta,“ segir Steinar Orri Fjeldsted, eða Steini í Quarashi eins og hann er oft nefndur. Steini á að baki langan feril í íslensku tónlistarlífi en hljómsveitin hans Quarashi sló fyrst í gegn á Íslandi á tíunda áratugnum og starfaði svo með góðum árangri hér heima og erlendis í mörg ár á eftir. Quarashi var um langt skeið ein alvinsælasta hljómsveit landsins og komust þeir félagar á endanum á stóran plötusamning hjá Sony Music og Columbia Records í Bandaríkjunum og unnu þeir í kjölfarið með mörgum risum bandarísku tónlistarsenunnar. Sveitin fór reglulega í tónleikaferðir um allan heim og var um tíma gríðarlega vinsæl í Japan þar sem plötusala gekk sérstaklega vel og hljómsveitin átti sér eldheita aðdáendur. Steini hefur brallað ýmislegt síðan að Quarashi lagði upp laupana en mest hefur það verið tengt tónlist og nú á dögunum opnaði hann ásamt öðru góðu fólki úr tónlistarbransanum nýjan tónlistarskóla. Tók tíma að lenda Ísland í dag kíkti til Steina í tónlistarskólann Púlz og fengu hann til þess að rifja upp hvernig það var að vera í hinni heimsfrægu hljómsveit Quarashi. „Þetta var lífið í langan tíma, tíu, fimmtán ár. Maður dettur inn í loftbólu er og svolítið þar. Svo þegar maður dettur úr loftbólunni og hljómsveitin hættir þá tekur alveg svolítinn tíma að lenda.“ Maður var búinn að lifa óhefðbundnu lífi í svo mörg ár þetta tekur tvö, þrjú, fjögur jafnvel fimm ár að lenda. Maður áttar sig kannski ekki á því fyrr en maður er kominn frá þessu. Þetta tók svolítið á, mér þykir vænt um þennan tíma. Þetta var geggjaður tími og við upplifðum margt skemmtilegt. Hljómsveitin Quarashi gaf út fimm breiðskífur á tæplega tíu ára tímabili og naut sem fyrr segir mikillar velgengni víða um heim. Í Bandaríkjunum gerðu þeir meðal annars plötu með DJ Muggs úr hljómsveitinni Cypress Hill og nutu liðsinnis upptökustjórans Brendan Obrien sem hafði gert nokkrar stærstu plötur hljómsveita á borð við Red Hot Chili Peppers og Rage Against The Machine. Vöktu athygli fljótt, alveg óvart Hljómsveitin var mikið spiluð í útvarpi vestanhafs og náði nokkrum lögum inn á bandaríska Billboard listann en Steini segir ekki auðvelt að segja nákvæmlega hvað það var sem gerði það að verkum að hljómsveitin Quarashi náði eins langt og hún gerð. „Kannski af því að við vorum ekkert að reyna. Okkur var eiginlega sama um allt vorum ekki að reyna neitt. Það eina sem við vorum að gera var að búa til kick-as tónlist og númer eitt, tvö og þrjú var að hafa gaman að því. Það smitaði út frá sér. Við vorum góðir live og æfðum rosalega mikið. Þetta vakti athygli fljótt alveg óvart, við vorum ekkert að spá í því.“ Aðspurður segir Steini að tónleikalífið hafi verið það skemmtilegasta við að vera í Quarashi. Tónleikaferðirnar um allan heim og ferðalög á milli heimsálfa hafi alltaf átt mjög vel við hann og kunni Steini þá sérstaklega vel við sig í Bandaríkjunum þar sem þeir félagar störfuðu mikið um tíma. „Túralífið og að koma fram á tónleikum stóð upp úr þegar maður lítur til baka. Líka fyrstu árin að skapa tónlistina. Blanda saman skemmtilegum stílum.“ Mikilvægast að kunna að tala saman Steini segir að eftir á að hyggja hafi þeir félagar að einhverju leiti stokkið svolítið út í djúpu laugina og ekki vitað nákvæmlega hvað þeir voru að fara út í en ferlið hafi allt verið mjög lærdómsríkt og gefandi. Hann segist í dag vita margt sem hann hefði viljað að einhver með reynslu hefði getað sagt honum þá en þeir félagar hafi til dæmis brennt sig á mörgum klassískum hættum sem leynast á vegi þeirra sem slá ungir í gegn með vinsælum hljómsveitum. Númer eitt, tvö og þrjú er að fólk þarf að kunna að tala saman. Að vera í hljómsveit er eins og að vera í mjög eldfimu ástarsambandi, yfirleitt. Þegar maður er að túra um allan heim, hingað og þangað í mörg, mörg ár, allir saman 24/7 þá mun koma upp ágreiningur. Ég tala nú ekki um ef menn eru frekar hressir. „Á þessum tíma kunnum við ekki mannleg samskipti, engan veginn. Það var bara öskrað á menn. Við náðum yfirleitt að leysa málin þangað til í lokin, þá sáum við að þetta var bara hætt að vera gaman.“ Krakkar vilja byrja að skapa tónlist strax Tónlistarskólinn einblínir á nútíma tæki og tól í tónlistasköpun og sinnir kennslu fyrir þá sem vilja verða plötusnúðar, taktaframleiðendur, rapparar eða hvað það er sem við kemur gerð tónlistar, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. „Mér fannst vanta svona tónlistarskóla þar sem þú þarf ekki endilega bakgrunn til að mæta og byrja. Þú getur komið í Púlz og byrjað að skapa tónlist strax. Rappa, syngja dj-a eða hvað sem er.“ Þetta er svona okkar mótsvar við því að krakkar í dag vilja byrja að skapa tónlist á núll einni. „Þetta er fyrir allan aldur, alveg frá 6 ára. En svo er þetta alveg upp úr og eitthvað fyrir alla aldurshópa. Hvort sem þau vilja að læra að taka upp, búa til takta og við hjálpum þeim að taka skrefið lengra. Það er allt í boði.“ Háleit markmið fyrir framtíð skólans Steini og Sigrún kona hans starfrækja tónlistarvefinn Albúmm.is og segir Steini að hugmyndin sé sprottin út frá fyrirspurnum frá foreldrum, hvar geta krakkar geti byrjað. „Þetta er búið að vera tvö til þrjú ár í fæðingu. Það er ekkert svona til og mér fannst þetta 100% vanta.“ Steini segir að sjálfur hefði hann virkilega vel kunnað að meta svona skóla þegar hann var yngri. Hann hafi ekki virkað vel í hinum hefðbundna kassa menntakerfisins og það hefði örugglega verið hjálplegt ef hann hefði fengið að læra meira um það sem hann hafði sjálfur brennandi áhuga á. Tónlistarskólinn Púlz er hannaður til að koma til móts við krakka á þeirra forsendum og gefa þeim færi á að rækta áhuga sinn á öllum þeim tækjum og tólum sem nútíminn hafi upp á að bjóða en krakkar hafa að mati Steina ótrúlega aðlögunarhæfni og séu fljót að læra á allar nýjungar. Hann hefur háleit markmið fyrir framtíð skólans og sér hann fyrir sér vaxa mikið á næstu árum. Halda upp á vinskapinn og passa peningamálin „Við erum ennþá að slíta skónum, frekar nýlega byrjuð. En við erum með mikið af námskeiðum. Sumarnámskeiðin eru að detta inn á fullu. Svo í haust erum við að plana stóra námskrá þar sem krakkar geta komið og lært að búa til alhliða tónlist frá grunni,“ segir Steini og bætir því við að stefnan sé að búa til undirbúningsnám fyrir skóla erlendis. „Við erum öll með mikla reynslu og höfum verið lengi í tónlistinni og allir af vilja gerðir til að hjálpa.“ Í lokin var Steini beðinn um að koma með eitthvað gott ráð fyrir unga tónlistarmenn eða hljómsveitir sem eiga framtíðina fyrir sér og eru að stíga sín fyrstu spor í átt að velgengni og frama í tónlistinni. Passa sig á að halda í vinskapinn, númer eitt, tvö og þrjú. Ég mæli með að skipta alltaf jafnt á milli allra meðlima. Halda í vinskapinn og passa upp á peningamálin. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Tónlist Skóla - og menntamál Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira
Steini á að baki langan feril í íslensku tónlistarlífi en hljómsveitin hans Quarashi sló fyrst í gegn á Íslandi á tíunda áratugnum og starfaði svo með góðum árangri hér heima og erlendis í mörg ár á eftir. Quarashi var um langt skeið ein alvinsælasta hljómsveit landsins og komust þeir félagar á endanum á stóran plötusamning hjá Sony Music og Columbia Records í Bandaríkjunum og unnu þeir í kjölfarið með mörgum risum bandarísku tónlistarsenunnar. Sveitin fór reglulega í tónleikaferðir um allan heim og var um tíma gríðarlega vinsæl í Japan þar sem plötusala gekk sérstaklega vel og hljómsveitin átti sér eldheita aðdáendur. Steini hefur brallað ýmislegt síðan að Quarashi lagði upp laupana en mest hefur það verið tengt tónlist og nú á dögunum opnaði hann ásamt öðru góðu fólki úr tónlistarbransanum nýjan tónlistarskóla. Tók tíma að lenda Ísland í dag kíkti til Steina í tónlistarskólann Púlz og fengu hann til þess að rifja upp hvernig það var að vera í hinni heimsfrægu hljómsveit Quarashi. „Þetta var lífið í langan tíma, tíu, fimmtán ár. Maður dettur inn í loftbólu er og svolítið þar. Svo þegar maður dettur úr loftbólunni og hljómsveitin hættir þá tekur alveg svolítinn tíma að lenda.“ Maður var búinn að lifa óhefðbundnu lífi í svo mörg ár þetta tekur tvö, þrjú, fjögur jafnvel fimm ár að lenda. Maður áttar sig kannski ekki á því fyrr en maður er kominn frá þessu. Þetta tók svolítið á, mér þykir vænt um þennan tíma. Þetta var geggjaður tími og við upplifðum margt skemmtilegt. Hljómsveitin Quarashi gaf út fimm breiðskífur á tæplega tíu ára tímabili og naut sem fyrr segir mikillar velgengni víða um heim. Í Bandaríkjunum gerðu þeir meðal annars plötu með DJ Muggs úr hljómsveitinni Cypress Hill og nutu liðsinnis upptökustjórans Brendan Obrien sem hafði gert nokkrar stærstu plötur hljómsveita á borð við Red Hot Chili Peppers og Rage Against The Machine. Vöktu athygli fljótt, alveg óvart Hljómsveitin var mikið spiluð í útvarpi vestanhafs og náði nokkrum lögum inn á bandaríska Billboard listann en Steini segir ekki auðvelt að segja nákvæmlega hvað það var sem gerði það að verkum að hljómsveitin Quarashi náði eins langt og hún gerð. „Kannski af því að við vorum ekkert að reyna. Okkur var eiginlega sama um allt vorum ekki að reyna neitt. Það eina sem við vorum að gera var að búa til kick-as tónlist og númer eitt, tvö og þrjú var að hafa gaman að því. Það smitaði út frá sér. Við vorum góðir live og æfðum rosalega mikið. Þetta vakti athygli fljótt alveg óvart, við vorum ekkert að spá í því.“ Aðspurður segir Steini að tónleikalífið hafi verið það skemmtilegasta við að vera í Quarashi. Tónleikaferðirnar um allan heim og ferðalög á milli heimsálfa hafi alltaf átt mjög vel við hann og kunni Steini þá sérstaklega vel við sig í Bandaríkjunum þar sem þeir félagar störfuðu mikið um tíma. „Túralífið og að koma fram á tónleikum stóð upp úr þegar maður lítur til baka. Líka fyrstu árin að skapa tónlistina. Blanda saman skemmtilegum stílum.“ Mikilvægast að kunna að tala saman Steini segir að eftir á að hyggja hafi þeir félagar að einhverju leiti stokkið svolítið út í djúpu laugina og ekki vitað nákvæmlega hvað þeir voru að fara út í en ferlið hafi allt verið mjög lærdómsríkt og gefandi. Hann segist í dag vita margt sem hann hefði viljað að einhver með reynslu hefði getað sagt honum þá en þeir félagar hafi til dæmis brennt sig á mörgum klassískum hættum sem leynast á vegi þeirra sem slá ungir í gegn með vinsælum hljómsveitum. Númer eitt, tvö og þrjú er að fólk þarf að kunna að tala saman. Að vera í hljómsveit er eins og að vera í mjög eldfimu ástarsambandi, yfirleitt. Þegar maður er að túra um allan heim, hingað og þangað í mörg, mörg ár, allir saman 24/7 þá mun koma upp ágreiningur. Ég tala nú ekki um ef menn eru frekar hressir. „Á þessum tíma kunnum við ekki mannleg samskipti, engan veginn. Það var bara öskrað á menn. Við náðum yfirleitt að leysa málin þangað til í lokin, þá sáum við að þetta var bara hætt að vera gaman.“ Krakkar vilja byrja að skapa tónlist strax Tónlistarskólinn einblínir á nútíma tæki og tól í tónlistasköpun og sinnir kennslu fyrir þá sem vilja verða plötusnúðar, taktaframleiðendur, rapparar eða hvað það er sem við kemur gerð tónlistar, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. „Mér fannst vanta svona tónlistarskóla þar sem þú þarf ekki endilega bakgrunn til að mæta og byrja. Þú getur komið í Púlz og byrjað að skapa tónlist strax. Rappa, syngja dj-a eða hvað sem er.“ Þetta er svona okkar mótsvar við því að krakkar í dag vilja byrja að skapa tónlist á núll einni. „Þetta er fyrir allan aldur, alveg frá 6 ára. En svo er þetta alveg upp úr og eitthvað fyrir alla aldurshópa. Hvort sem þau vilja að læra að taka upp, búa til takta og við hjálpum þeim að taka skrefið lengra. Það er allt í boði.“ Háleit markmið fyrir framtíð skólans Steini og Sigrún kona hans starfrækja tónlistarvefinn Albúmm.is og segir Steini að hugmyndin sé sprottin út frá fyrirspurnum frá foreldrum, hvar geta krakkar geti byrjað. „Þetta er búið að vera tvö til þrjú ár í fæðingu. Það er ekkert svona til og mér fannst þetta 100% vanta.“ Steini segir að sjálfur hefði hann virkilega vel kunnað að meta svona skóla þegar hann var yngri. Hann hafi ekki virkað vel í hinum hefðbundna kassa menntakerfisins og það hefði örugglega verið hjálplegt ef hann hefði fengið að læra meira um það sem hann hafði sjálfur brennandi áhuga á. Tónlistarskólinn Púlz er hannaður til að koma til móts við krakka á þeirra forsendum og gefa þeim færi á að rækta áhuga sinn á öllum þeim tækjum og tólum sem nútíminn hafi upp á að bjóða en krakkar hafa að mati Steina ótrúlega aðlögunarhæfni og séu fljót að læra á allar nýjungar. Hann hefur háleit markmið fyrir framtíð skólans og sér hann fyrir sér vaxa mikið á næstu árum. Halda upp á vinskapinn og passa peningamálin „Við erum ennþá að slíta skónum, frekar nýlega byrjuð. En við erum með mikið af námskeiðum. Sumarnámskeiðin eru að detta inn á fullu. Svo í haust erum við að plana stóra námskrá þar sem krakkar geta komið og lært að búa til alhliða tónlist frá grunni,“ segir Steini og bætir því við að stefnan sé að búa til undirbúningsnám fyrir skóla erlendis. „Við erum öll með mikla reynslu og höfum verið lengi í tónlistinni og allir af vilja gerðir til að hjálpa.“ Í lokin var Steini beðinn um að koma með eitthvað gott ráð fyrir unga tónlistarmenn eða hljómsveitir sem eiga framtíðina fyrir sér og eru að stíga sín fyrstu spor í átt að velgengni og frama í tónlistinni. Passa sig á að halda í vinskapinn, númer eitt, tvö og þrjú. Ég mæli með að skipta alltaf jafnt á milli allra meðlima. Halda í vinskapinn og passa upp á peningamálin. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Tónlist Skóla - og menntamál Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Sjá meira