Sprautar fólk og spilar í höllinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2021 18:00 Victor var hinn hressasti þegar fréttastofa ræddi við hann. Vísir/Sigurjón Um níu þúsund manns voru bólusettir gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag. Á meðan heilbrigðisstarfsmenn voru í óðaönn við að bólusetja mannskapinn stóð einn starfsmanna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins uppi í stúku og þeytti skífum. Um er að ræða lækninn og tónlistarmanninn Victor Guðmundsson, sem er betur þekktur sem Doctor Victor. Hann var í miklum gír þegar fréttastofa náði tali af honum í höllinni fyrr í dag. „Ég var að bólusetja hérna um daginn, því ég er að vinna á heilsugæslunni. Þau báðu mig um að koma og bólusetja og yfirhjúkkan spurði „Værir þú ekki til í að koma og spila hérna,“ og ég sagði bara, hvers vegna ekki?“ Hann segir daginn hafa verið góðan, enda hafi hann nú fengið reynslu af því að spila fyrir nýbólusetta auk þess að bólusetja sjálfur. Hann segir erfitt að svara því hvort sé skemmtilegra, að spila eða sprauta. Byrjar á bráðamóttökunni í dag „Ég er að byrja á bráðamóttökunni í dag, þannig að það má segja að dagurinn sé svolítið blandaður. Ég er að spila hérna fyrri partinn og svo er ég að fara á bráðamóttökuna á eftir.“ Hann segir magnað að fylgjast með gangi bólusetninga í höllinni. „Þetta er eins og smurð vél. Röð fyrir röð og ótrúlega gott skipulag. Svo er svo gaman að hafa svona tónlist. Það gefur svo mikið og er bara stemning,“ segir læknirinn, sem leiddist út í tónlistina í miðju læknanámi. Telja verður líklegt að þetta sé í fyrsta sinn sem hann sameinar þessa tvo þætti í lífi sínu með jafn áhrifaríkum hætti. „Þetta er kjörið tækifæri. Báðir heimar að mætast, bólusetning og tónlist.“ Tónlist Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
Um er að ræða lækninn og tónlistarmanninn Victor Guðmundsson, sem er betur þekktur sem Doctor Victor. Hann var í miklum gír þegar fréttastofa náði tali af honum í höllinni fyrr í dag. „Ég var að bólusetja hérna um daginn, því ég er að vinna á heilsugæslunni. Þau báðu mig um að koma og bólusetja og yfirhjúkkan spurði „Værir þú ekki til í að koma og spila hérna,“ og ég sagði bara, hvers vegna ekki?“ Hann segir daginn hafa verið góðan, enda hafi hann nú fengið reynslu af því að spila fyrir nýbólusetta auk þess að bólusetja sjálfur. Hann segir erfitt að svara því hvort sé skemmtilegra, að spila eða sprauta. Byrjar á bráðamóttökunni í dag „Ég er að byrja á bráðamóttökunni í dag, þannig að það má segja að dagurinn sé svolítið blandaður. Ég er að spila hérna fyrri partinn og svo er ég að fara á bráðamóttökuna á eftir.“ Hann segir magnað að fylgjast með gangi bólusetninga í höllinni. „Þetta er eins og smurð vél. Röð fyrir röð og ótrúlega gott skipulag. Svo er svo gaman að hafa svona tónlist. Það gefur svo mikið og er bara stemning,“ segir læknirinn, sem leiddist út í tónlistina í miðju læknanámi. Telja verður líklegt að þetta sé í fyrsta sinn sem hann sameinar þessa tvo þætti í lífi sínu með jafn áhrifaríkum hætti. „Þetta er kjörið tækifæri. Báðir heimar að mætast, bólusetning og tónlist.“
Tónlist Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira