Telja raunhæft að flytja út vetni til Rotterdam Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2021 11:57 Frá Rotterdam-höfn, stærstu umskipunarhöfn í Evrópu. Yfirvöld þar stefni að því að hún verði aðalinnflutningshöfn fyrir vetni í álfunni. Vísir/Getty Allt að 200 til 500 megavött orku gætu verið flutt úr landi í formi fljótandi vetnis til Hollands á síðari hluta þessa áratugar. Forskoðun Landsvirkjunar og Rotterdam-hafnar leiddi í ljós að verkefni væri ábatasamt og að tæknin væri fyrir hendi. Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam hafa kannað fýsileika þessa að framleiða vetni á Íslandi og flytja það til Hollands undanfarna mánuði. Niðurstaða forskoðunarinnar er að verkefnið yrði mikilvægt framlag í baráttunni gegn hlýnun jarðar auk þess sem það væri fjárhagslega ábatavænt. Í forskoðuninni voru helstu þættir virðiskeðjunnar tilgreindir, allt frá framleiðslu á endurnýjanlegri orku og vetnisframleiðslu á Íslandi til flutninga til Rotterdam. Mismunandi tegundir flutningaskipa sem gætu flutt vetnið voru bornar saman við tilliti til orkuþéttleika, kostnaðar,eftirspurnar og fleiri þátta, að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Vetnið yrði framleitt með rafgreiningu og því síðan annað hvort breytt í vökva eða annað form og sent með flutningaskipum til Rotterdam. Þar yrði vetninu umbreytt á ný og það tekið til notkunar við höfnina eða sent á markað á meginlandinu. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði Vísi að verkefnið væri ekki komið það langt á veg að það lægi fyrir nákvæmlega í hvað það væri notað í Hollandi. Blanda af endurnýjanlegri orku gæti verið notuð til þess að framleiða vetnið hér á landi: vatnsorka, jarðhiti og vindorka. Á þeim forsendum talar Landsvirkjun um vetnið sem „grænt“ í tilkynningu sinni. Áætla Landsvirkjun og Rotterdam-höfn að íslenska vetnið gæti dregið úr kolefnislosun sem nemi um einni milljón tonna á ári til að byrja með. Síðar meir sé mögulegt að það komi í veg fyrir losun á milljónum tonna á hverju ári. Í tilkynningunni segir að Landsvirkjun og Rotterdam-höfn ætli að halda áfram samstarfi að rannsóknum og þróun á verkefninu. Ítarlegri útlistun á áætlunum sé væntanlega á seinni hluta næsta árs. Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam hafa kannað fýsileika þessa að framleiða vetni á Íslandi og flytja það til Hollands undanfarna mánuði. Niðurstaða forskoðunarinnar er að verkefnið yrði mikilvægt framlag í baráttunni gegn hlýnun jarðar auk þess sem það væri fjárhagslega ábatavænt. Í forskoðuninni voru helstu þættir virðiskeðjunnar tilgreindir, allt frá framleiðslu á endurnýjanlegri orku og vetnisframleiðslu á Íslandi til flutninga til Rotterdam. Mismunandi tegundir flutningaskipa sem gætu flutt vetnið voru bornar saman við tilliti til orkuþéttleika, kostnaðar,eftirspurnar og fleiri þátta, að því er segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Vetnið yrði framleitt með rafgreiningu og því síðan annað hvort breytt í vökva eða annað form og sent með flutningaskipum til Rotterdam. Þar yrði vetninu umbreytt á ný og það tekið til notkunar við höfnina eða sent á markað á meginlandinu. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði Vísi að verkefnið væri ekki komið það langt á veg að það lægi fyrir nákvæmlega í hvað það væri notað í Hollandi. Blanda af endurnýjanlegri orku gæti verið notuð til þess að framleiða vetnið hér á landi: vatnsorka, jarðhiti og vindorka. Á þeim forsendum talar Landsvirkjun um vetnið sem „grænt“ í tilkynningu sinni. Áætla Landsvirkjun og Rotterdam-höfn að íslenska vetnið gæti dregið úr kolefnislosun sem nemi um einni milljón tonna á ári til að byrja með. Síðar meir sé mögulegt að það komi í veg fyrir losun á milljónum tonna á hverju ári. Í tilkynningunni segir að Landsvirkjun og Rotterdam-höfn ætli að halda áfram samstarfi að rannsóknum og þróun á verkefninu. Ítarlegri útlistun á áætlunum sé væntanlega á seinni hluta næsta árs.
Landsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku. 23. maí 2021 22:44