Ríkið gefur ríkum karli hús Gunnar Smári Egilsson skrifar 14. júní 2021 10:20 Hvernig getur fólk reiknað það út að það sé hagkvæmara fyrir almenning að leigja húsnæði af einkafyrirtæki undir Ríkisskattstjóra en að ríkið kaupi, eigi og reki sjálft húsnæðið? Svarið er: Það er ekki hægt. Í öllum tilfellum er það hagkvæmara fyrir ríkið að eiga sínar eigin húseignir. Það segir sig sjálft. Ríkiseignir hafna nú, fyrir hönd fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar og svo Íþaka fasteignir hafa undirritað samning um leigu á skrifstofuhúsnæði í Katrínartúni 6 á Höfðatorgi. Um er að ræða samning til þrjátíu ára með framlengingarákvæði en húsnæðið er rúmlega 11.700 fermetrar. Þessi húsakynni er ætlað að hýsa Skattinn og Fjársýslu ríkisins. Íþaka sem leigir skattinum reiknar það út að leigutekjur standi undir öllum framkvæmda- og rekstrarkostnaði við húsið á þessum árum og gott betur; félagið mun fá góðar tekjur af Ríkisskattstjóra á leigutímanum og eiga svo þetta hús skuldlaust við lok þessa samnings. Þá mun Ríkisskattstjóri annað hvort leigja áfram og gefa Íþöku stórar upphæðir mánaðarlega, fé sem stofnunin þyrfti engum að greiða ef hún hefði byggt sitt eigið hús, eða fara til næsta gæðings stjórnmálanna og gefa þeim nýtt hús með jafn vitlausum samningi. Eigandi Íþöku er Pétur Guðmundsson í Eykt sem rekur fasteignafélög sem hafa skilað 1,5 til 2,5 milljörðum í hagnað á undanförnum árum. Pétur hagnaðist gríðarlega þegar Reykjavíkurborg ákvað að leigja af honum í Borgartúni í stað þess að byggja sjálf yfir skrifstofur sínar, sem er alltaf og ætíð skynsamlegra af opinberum aðilum sem eru að leita að framtíðarhúsnæði fyrir stofnanir sínar. Á móti þessari alkunnu skynsemi stillir stjórnmálafólk öfgatrú sinni um að hlutverk stjórnmálanna sé fyrst og síðast að flytja fé úr almannasjóðum til hinna fáu ríku. Þetta stjórnmálafólk þykist trúa því að þar eigi féð heima; að almenningur sé dauðinn og allar eignir, auðlindir og sjóðir skemmist undir honum en lifni hins vegar við og blómstri ef hinum ríku sé fært þetta á silfurfati. Þetta er auðvitað klikkað. En klikkaðasta af öllu er að þið látið þetta yfir ykkur ganga. Enginn frétt í fjölmiðlunum segir í dag: Með leigusamningi sínum fyrir skattinn gefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur einhverjum Pétri Guðmundssyni heilt hús að gjöf frá almenningi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Fasteignamarkaður Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Hvernig getur fólk reiknað það út að það sé hagkvæmara fyrir almenning að leigja húsnæði af einkafyrirtæki undir Ríkisskattstjóra en að ríkið kaupi, eigi og reki sjálft húsnæðið? Svarið er: Það er ekki hægt. Í öllum tilfellum er það hagkvæmara fyrir ríkið að eiga sínar eigin húseignir. Það segir sig sjálft. Ríkiseignir hafna nú, fyrir hönd fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar og svo Íþaka fasteignir hafa undirritað samning um leigu á skrifstofuhúsnæði í Katrínartúni 6 á Höfðatorgi. Um er að ræða samning til þrjátíu ára með framlengingarákvæði en húsnæðið er rúmlega 11.700 fermetrar. Þessi húsakynni er ætlað að hýsa Skattinn og Fjársýslu ríkisins. Íþaka sem leigir skattinum reiknar það út að leigutekjur standi undir öllum framkvæmda- og rekstrarkostnaði við húsið á þessum árum og gott betur; félagið mun fá góðar tekjur af Ríkisskattstjóra á leigutímanum og eiga svo þetta hús skuldlaust við lok þessa samnings. Þá mun Ríkisskattstjóri annað hvort leigja áfram og gefa Íþöku stórar upphæðir mánaðarlega, fé sem stofnunin þyrfti engum að greiða ef hún hefði byggt sitt eigið hús, eða fara til næsta gæðings stjórnmálanna og gefa þeim nýtt hús með jafn vitlausum samningi. Eigandi Íþöku er Pétur Guðmundsson í Eykt sem rekur fasteignafélög sem hafa skilað 1,5 til 2,5 milljörðum í hagnað á undanförnum árum. Pétur hagnaðist gríðarlega þegar Reykjavíkurborg ákvað að leigja af honum í Borgartúni í stað þess að byggja sjálf yfir skrifstofur sínar, sem er alltaf og ætíð skynsamlegra af opinberum aðilum sem eru að leita að framtíðarhúsnæði fyrir stofnanir sínar. Á móti þessari alkunnu skynsemi stillir stjórnmálafólk öfgatrú sinni um að hlutverk stjórnmálanna sé fyrst og síðast að flytja fé úr almannasjóðum til hinna fáu ríku. Þetta stjórnmálafólk þykist trúa því að þar eigi féð heima; að almenningur sé dauðinn og allar eignir, auðlindir og sjóðir skemmist undir honum en lifni hins vegar við og blómstri ef hinum ríku sé fært þetta á silfurfati. Þetta er auðvitað klikkað. En klikkaðasta af öllu er að þið látið þetta yfir ykkur ganga. Enginn frétt í fjölmiðlunum segir í dag: Með leigusamningi sínum fyrir skattinn gefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur einhverjum Pétri Guðmundssyni heilt hús að gjöf frá almenningi. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar