West og Shayk hafa þekkst í meira en tíu ár og hafa oft unnið saman. Shayk hefur tekið þátt í tískusýningum á hönnun West og svo lék hún í tónlistarmyndbandi hans við lagið Power árið 2010. People heldur því fram að West og Shayk séu að hittast og hafi mikinn áhuga á hvort öðru.
Kim Kardashian sótti um skilnað frá rapparanum í febrúar á þessu ári eftir sjö ára hjónaband. Þau eiga saman fjögur börn sem eru búsett í Los Angeles með móður sinni í augnablikinu. Shayk var með leikaranum Bradley Cooper en þau hættu saman árið 2019 eftir fjögurra ára samband. Þau eiga saman eina dóttur.
Daily Mail birti myndir af West og Shayk í gönguferð í Frakklandi og í fréttinni kemur fram að þau hafi bæði gist þrjár nætur á Villa La Coste lúksushótelinu. West og Shayk lentu svo í New York í gær og voru mynduð fyrir utan einkaþotu á flugvellinum.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Power þar sem Shayk kemur fyrir.