Framlag Þórsara lækkaði um 69 prósent á milli leikja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 16:30 Callum Reese Lawson var frábær í leik þrjú en klikkaði á 9 af 12 skotum sínum í leik fjögur. Vísir/Bára Ekkert lið hefur spilað betur og ekkert lið hefur spilað verr í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta í ár en Þórsarar á síðustu fimm dögum. Þór frá Þorlákshöfn mistókst að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöldi og í staðinn fáum við oddaleik í Þorlákshöfn á laugardaginn kemur. Það vissu flestir að Þórsarar gætu ekki spilað annan eins fullkomin leik á móti Stjörnunni og þeir gerðu í leik þrjú en það gat enginn séð fyrir að þeir myndu bjóða upp á verstu frammistöðu liðs í úrslitakeppninni í ár. Þórsarar fóru frá því að vera með hæsta framlagið í úrslitakeppninni í ár í að vera með lægsta framlagið. Framlag liðsins fór úr 160 framlagsstigum niður í 50 milli leikja. Það lækkaði um 110 stig eða um tæplega 69 prósent sem er ótrúleg lækkun. Þór vann þriðja leikinn með 23 stigum, 115-92, þar sem liðið hitti meðal annars úr 60 prósent þriggja stiga skotanna og 88 prósent vítanna auk þess að vinna fráköstin, gefa 31 stoðsendingu og tapa bara 10 boltum. Í leiknum í Garðabænum í gær þá töpuðu Þórsarar með 20 stigum, 58-78, þar sem þeir hitti aðeins úr fimmtán prósent þriggja stiga skotanna og 71 prósent vítanna. Þeir töpuðu 13 boltum og urðu undir í frákastabaráttunni. Liðið skoraði átján körfum færra en í leiknum á undan og átti aðeins samtals sex stoðsendingar allan leikinn. Liðið fór úr því að vera með 3,1 stoðsendingu á hvern tapaðan bolta í að vera með 2,2 tapaða bolta á hverja stoðsendingu. Hæsta framlag liðs í einum leik í úrslitakepninni 2021: 1. Þór Þorl. 160 (á móti Stjörnunni 6. júní) 2. Stjarnan 143 (á móti Grindavík 28. maí) 3. Þór Þorl. 137 (á móti Þór Ak. 26. maí) - Lægsta framlag liðs í einum leik í úrslitakepninni 2021: 1. Þór Þorl. 50 (á móti Stjörnunni 9. júní) 2. Þór Ak. 51 (á móti Þór Þorl. 26. maí) 3. Tindastóll 68 (á móti Keflavík 15. maí) - Breyting á framlagi lykilleikmanna Þórs á milli leikja: Halldór Garðar Hermannsson -9 (15 í 6) Adomas Drungilas -10 (19 í 9) Larry Thomas -10 (14 í 4) Ragnar Örn Bragason -13 (13 í 0) Davíð Arnar Ágústsson -14 (14 í 0) Emil Karel Einarsson -15 (13 í -2) Styrmir Snær Þrastarson -16 (31 í 14) Callum Reese Lawson -26 (35 í 9) Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Þór frá Þorlákshöfn mistókst að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöldi og í staðinn fáum við oddaleik í Þorlákshöfn á laugardaginn kemur. Það vissu flestir að Þórsarar gætu ekki spilað annan eins fullkomin leik á móti Stjörnunni og þeir gerðu í leik þrjú en það gat enginn séð fyrir að þeir myndu bjóða upp á verstu frammistöðu liðs í úrslitakeppninni í ár. Þórsarar fóru frá því að vera með hæsta framlagið í úrslitakeppninni í ár í að vera með lægsta framlagið. Framlag liðsins fór úr 160 framlagsstigum niður í 50 milli leikja. Það lækkaði um 110 stig eða um tæplega 69 prósent sem er ótrúleg lækkun. Þór vann þriðja leikinn með 23 stigum, 115-92, þar sem liðið hitti meðal annars úr 60 prósent þriggja stiga skotanna og 88 prósent vítanna auk þess að vinna fráköstin, gefa 31 stoðsendingu og tapa bara 10 boltum. Í leiknum í Garðabænum í gær þá töpuðu Þórsarar með 20 stigum, 58-78, þar sem þeir hitti aðeins úr fimmtán prósent þriggja stiga skotanna og 71 prósent vítanna. Þeir töpuðu 13 boltum og urðu undir í frákastabaráttunni. Liðið skoraði átján körfum færra en í leiknum á undan og átti aðeins samtals sex stoðsendingar allan leikinn. Liðið fór úr því að vera með 3,1 stoðsendingu á hvern tapaðan bolta í að vera með 2,2 tapaða bolta á hverja stoðsendingu. Hæsta framlag liðs í einum leik í úrslitakepninni 2021: 1. Þór Þorl. 160 (á móti Stjörnunni 6. júní) 2. Stjarnan 143 (á móti Grindavík 28. maí) 3. Þór Þorl. 137 (á móti Þór Ak. 26. maí) - Lægsta framlag liðs í einum leik í úrslitakepninni 2021: 1. Þór Þorl. 50 (á móti Stjörnunni 9. júní) 2. Þór Ak. 51 (á móti Þór Þorl. 26. maí) 3. Tindastóll 68 (á móti Keflavík 15. maí) - Breyting á framlagi lykilleikmanna Þórs á milli leikja: Halldór Garðar Hermannsson -9 (15 í 6) Adomas Drungilas -10 (19 í 9) Larry Thomas -10 (14 í 4) Ragnar Örn Bragason -13 (13 í 0) Davíð Arnar Ágústsson -14 (14 í 0) Emil Karel Einarsson -15 (13 í -2) Styrmir Snær Þrastarson -16 (31 í 14) Callum Reese Lawson -26 (35 í 9)
Hæsta framlag liðs í einum leik í úrslitakepninni 2021: 1. Þór Þorl. 160 (á móti Stjörnunni 6. júní) 2. Stjarnan 143 (á móti Grindavík 28. maí) 3. Þór Þorl. 137 (á móti Þór Ak. 26. maí) - Lægsta framlag liðs í einum leik í úrslitakepninni 2021: 1. Þór Þorl. 50 (á móti Stjörnunni 9. júní) 2. Þór Ak. 51 (á móti Þór Þorl. 26. maí) 3. Tindastóll 68 (á móti Keflavík 15. maí) - Breyting á framlagi lykilleikmanna Þórs á milli leikja: Halldór Garðar Hermannsson -9 (15 í 6) Adomas Drungilas -10 (19 í 9) Larry Thomas -10 (14 í 4) Ragnar Örn Bragason -13 (13 í 0) Davíð Arnar Ágústsson -14 (14 í 0) Emil Karel Einarsson -15 (13 í -2) Styrmir Snær Þrastarson -16 (31 í 14) Callum Reese Lawson -26 (35 í 9)
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira