Hættir á skrifstofu borgarstjóra vegna Vigdísar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júní 2021 17:29 Vigdís og Helga hafa sakað hvor aðra um einelti síðustu ár. Vísir/Vilhelm Helga Björg Ragnarsdóttir, fyrrum skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra, hefur verið færð til í starfi að eigin ósk. Hún segist hafa orðið fyrir stöðugu áreiti og ofsóknum af hálfu borgarfulltrúa Miðflokksins, Vigdísar Hauksdóttur. Hún telur að kerfið hafi brugðist sér í málinu. Helga Björg steig fram síðasta sumar og tjáði sig opinberlega um framgöngu borgarfulltrúans gegn sér. Hún sagði þá að sumarfrí hennar hefði varpað nýju ljósi á starfsumhverfið, hún gæti ekki lengur setið á sér án þess að bregðast opinberlega við ummælum Vigdísar um deilur þeirra innan vinnustaðarins. Og nú virðist fjarlægð hennar frá starfinu aftur hafa orðið til þess að fá hana til að endurhugsa stöðuna. Undanfarna mánuði hefur hún unnið að verkefni á sviði jafnlaunamála í samstarfi Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga samhliða námi í kynjafræði. „Fjarlægðin gerði mér kleift að taka erfiðar en nauðsynlegar ákvarðanir og óskaði ég fyrir nokkru síðan eftir tilfærslu í starfi, úr starfi skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara yfir í jafnlaunamálin,“ skrifar Helga á Facebook. Fallist var á þá beiðni í lok maí. Hún hefur nú hafið störf á mannauðs- og starfsumhverfissviði. Langar deilur Vigdís og Helga Björg hafa lengi sakað hvor aðra um einelti og trúnaðarbrot. Deilur þeirra hófust þegar Vigdís fór að tjá sig opinberlega um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var gert að greiða starfsmanni ráðhússins skaðabætur vegna framkomu Helgu Bjargar í hans garð. Vigdís fékk þá skammir frá þáverandi borgarritara, Stefáni Eiríkssyni, sem taldi hana hafa brotið trúnað. Deilur þeirra náðu svo hámarki í byrjun síðasta árs þegar Vigdís fór að krefjast þess að Helga sæti ekki fundi sem hún sæti sjálf. Þegar fjarfundabúnaður var síðan tekinn til notkunar vegna samkomubanns segir Helga að mótmæli Vigdísar hafi falist í munnlegum athugasemdum og bókunum „auk þess sem borgarfulltrúinn snýr í mig baki, eins og hún hefur ítrekað fjallað um sjálf opinberlega,“ eins og Helga lýsti því þegar hún tjáði sig fyrst um málið á Facebook í fyrra. Helga Björg Ragnarsdóttir hefur starfað sem skrifstofustjóri hjá skrifstofu borgarstjóra síðan árið 2012.visir Kerfið brást Helga segist síðan hafa óskað eftir skoðun á því hvort framferði Vigdísar bryti í bága við siðareglur kjörinna fulltrúa og síðan hvort framkoma hennar félli undir skilgreiningu á einelti. „Þar sem borgarfulltrúinn kom sér undan þátttöku í rannsóknum á framkomu sinni hefur ekki fengist niðurstaða í málin,“ segir hún. Hún telur kerfið skorta öll úrræði til að takast á við það þegar borgarfulltrúar fara út fyrir umboð sitt og hafa afskipti af einstaka starfsmannamálum „til dæmis með mannorðsmeiðandi og ósönnum ummælum um starfsfólk“. „Sömuleiðis hefur því mistekist að tryggja með fullnægjandi hætti öryggi starfsfólks gagnvart ofbeldisfullri framkomu borgarfulltrúa jafnvel með hótunum um líkamsmeiðingar á lokuðum fundum,“ segir hún og vonar að kjörnir fulltrúar ráðist í nauðsynlegar úrbætur til að tryggja „heilnæmt og öruggt starfsumhverfi fyrir okkur öll“. Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10 Meint einelti í Ráðhúsinu: Snörp orðaskipti þegar Vigdís og Dóra Björt tókust á í Vikulokunum Það kom til snarpra orðaskipta á milli Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í borgarstjórn, Í vikulokunum á Rás 1 í dag þegar talið barst að stöðu mála í Ráðhúsinu eftir að tilkynnt var um vinnslu máls samkvæmt bráðabirgðaverkferli vegna kvartana skrifstofustjóra í ráðhúsinu vegna meints eineltis Vigdísar í hans garð. 22. júní 2019 14:30 Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Helga Björg steig fram síðasta sumar og tjáði sig opinberlega um framgöngu borgarfulltrúans gegn sér. Hún sagði þá að sumarfrí hennar hefði varpað nýju ljósi á starfsumhverfið, hún gæti ekki lengur setið á sér án þess að bregðast opinberlega við ummælum Vigdísar um deilur þeirra innan vinnustaðarins. Og nú virðist fjarlægð hennar frá starfinu aftur hafa orðið til þess að fá hana til að endurhugsa stöðuna. Undanfarna mánuði hefur hún unnið að verkefni á sviði jafnlaunamála í samstarfi Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga samhliða námi í kynjafræði. „Fjarlægðin gerði mér kleift að taka erfiðar en nauðsynlegar ákvarðanir og óskaði ég fyrir nokkru síðan eftir tilfærslu í starfi, úr starfi skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara yfir í jafnlaunamálin,“ skrifar Helga á Facebook. Fallist var á þá beiðni í lok maí. Hún hefur nú hafið störf á mannauðs- og starfsumhverfissviði. Langar deilur Vigdís og Helga Björg hafa lengi sakað hvor aðra um einelti og trúnaðarbrot. Deilur þeirra hófust þegar Vigdís fór að tjá sig opinberlega um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var gert að greiða starfsmanni ráðhússins skaðabætur vegna framkomu Helgu Bjargar í hans garð. Vigdís fékk þá skammir frá þáverandi borgarritara, Stefáni Eiríkssyni, sem taldi hana hafa brotið trúnað. Deilur þeirra náðu svo hámarki í byrjun síðasta árs þegar Vigdís fór að krefjast þess að Helga sæti ekki fundi sem hún sæti sjálf. Þegar fjarfundabúnaður var síðan tekinn til notkunar vegna samkomubanns segir Helga að mótmæli Vigdísar hafi falist í munnlegum athugasemdum og bókunum „auk þess sem borgarfulltrúinn snýr í mig baki, eins og hún hefur ítrekað fjallað um sjálf opinberlega,“ eins og Helga lýsti því þegar hún tjáði sig fyrst um málið á Facebook í fyrra. Helga Björg Ragnarsdóttir hefur starfað sem skrifstofustjóri hjá skrifstofu borgarstjóra síðan árið 2012.visir Kerfið brást Helga segist síðan hafa óskað eftir skoðun á því hvort framferði Vigdísar bryti í bága við siðareglur kjörinna fulltrúa og síðan hvort framkoma hennar félli undir skilgreiningu á einelti. „Þar sem borgarfulltrúinn kom sér undan þátttöku í rannsóknum á framkomu sinni hefur ekki fengist niðurstaða í málin,“ segir hún. Hún telur kerfið skorta öll úrræði til að takast á við það þegar borgarfulltrúar fara út fyrir umboð sitt og hafa afskipti af einstaka starfsmannamálum „til dæmis með mannorðsmeiðandi og ósönnum ummælum um starfsfólk“. „Sömuleiðis hefur því mistekist að tryggja með fullnægjandi hætti öryggi starfsfólks gagnvart ofbeldisfullri framkomu borgarfulltrúa jafnvel með hótunum um líkamsmeiðingar á lokuðum fundum,“ segir hún og vonar að kjörnir fulltrúar ráðist í nauðsynlegar úrbætur til að tryggja „heilnæmt og öruggt starfsumhverfi fyrir okkur öll“.
Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10 Meint einelti í Ráðhúsinu: Snörp orðaskipti þegar Vigdís og Dóra Björt tókust á í Vikulokunum Það kom til snarpra orðaskipta á milli Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í borgarstjórn, Í vikulokunum á Rás 1 í dag þegar talið barst að stöðu mála í Ráðhúsinu eftir að tilkynnt var um vinnslu máls samkvæmt bráðabirgðaverkferli vegna kvartana skrifstofustjóra í ráðhúsinu vegna meints eineltis Vigdísar í hans garð. 22. júní 2019 14:30 Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Sjá meira
Skrifstofustjóri borgarstjóra: „Skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig“ Það er skaðlegt að kjörnir fulltrúar þurfi ítrekað að verjast árásum borgarfulltrúans á mig og annað starfsfólk borgarinnar í stað þess að geta einbeitt sér að því að vinna að góðum málum í þágu borgarbúa. Það er líka skaðlegt fyrir mig, fjölskyldu mína og mína heilsu,“ skrifar Helga Björg Ragnarsdóttir skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni. 14. ágúst 2020 23:10
Meint einelti í Ráðhúsinu: Snörp orðaskipti þegar Vigdís og Dóra Björt tókust á í Vikulokunum Það kom til snarpra orðaskipta á milli Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í borgarstjórn, Í vikulokunum á Rás 1 í dag þegar talið barst að stöðu mála í Ráðhúsinu eftir að tilkynnt var um vinnslu máls samkvæmt bráðabirgðaverkferli vegna kvartana skrifstofustjóra í ráðhúsinu vegna meints eineltis Vigdísar í hans garð. 22. júní 2019 14:30
Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra fær bágt fyrir í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fær starfsmaður borgarinnar skaðabætur. 12. júlí 2018 13:09