Segir stefnu Spotify vera fyrirtækinu og sænsku þjóðinni til skammar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. júní 2021 12:18 Jakob Frímann hrósaði Bríet í Bítinu í dag. ÍSLAND GOT TALENT Íslensk tónlist er aðeins 21 prósent af heildarhlutfalli tónlistarsölu hér á landi eftir tilkomu Spotify. „Við náðum hæst 80 prósent hlutfalli íslenskrar tónlistar árið 2008. Það var auðvitað fyrir Spotify væðingu og svona, þegar innflutningur og framleiðsla á íslenskri tónlist var mjög öflug,“ sagði Jakob Frímann Magnússon í Bítinu á Bylgjunni í dag. Jakob hvetur fólk til að hlusta meira á íslenska tónlist. Spotify hefur náð sterkri stöðu í heiminum og Ísland er þar engin undantekning. „Hér erum við með 130 þúsund áskriftir á Spotify og margar af þeim eru fjölskylduáskriftir. Fólk sér ekki lengur ástæðu til þess að vera að fjárfesta í geisladiskum eða vínyl nema svona í undantekningartilfellum og þá breytist allt. Þú færð alla tónlist heimsins á silfurfati fyrir þennan 1200 til 1400 á mánuði sem er auðvitað mjög absúrd.“ Mögulegt að snúa vörn í sókn Hann segir að auðvitað felist líka í þessu ákveðin lífsgæði, kostir og tækifæri sem menn eigi eftir að læra að nýta sér betur. Aðeins sé eitt hljómplötufyrirtæki eftir hér á landi, Alda, sem eigi 80 prósent af titlum í dag. „Það er eina fyrirtækið sem hefur burði til að gefa eitthvað út og þeir gefa út nokkra titla á ári en það er auðvitað áhættufjárfesting við þessar aðstæður að framleiða nýja tónlist.“ Jakob segir að aðrar þjóðir hafi byrjað að breyta vörn í sókn. Ef horft sé á jákvæðu punktana, þá sé íslenska tónlistin í kringum 0,1 prósent af framboðinu en nái samt tuttugu prósent söluhlutfalli. Hann bendir á að Kvikmyndasjóður hafi verið stofnaður til að styðja við innlenda kvikmyndagerð til að vega á móti erlendu efni. „Við þurfum að búa til varnarleik út frá þessu því að máltilfinningu fer hrakandi hérna.“ Bríet var sigursæl á Hlustendaverðlaununum á dögunum. Elíta listamanna fær meirihlutann Jakob telur að Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hljóti að sjá að það þurfi að verða til einhverjir hvatar til þess að hér verði meira framleitt íslenskt tónlistarefni sem standist samanburð. „Við höfum verið að hugsa sem svo að fimmtíu prósent hlutfall á milli íslenskrar tónlistar og erlendar væri eitthvað sem væri ásættanlegt og ég held að við munum ná því aftur með því að bretta upp ermar, blása í lófa og hefja sókn.“ Jakob segir að fyrirkomulagið hjá Spotify sé fyrirtækinu og sænsku þjóðinni til háborinnar skammar. „Þetta er versta birtingarmynd nýlendustefnu sem hefur nokkru sinni sést, að 95 prósent teknanna fara til fimm prósent elítu listamannanna. Þá þurfa hin 95 prósent listamannanna að bítast um fimm prósentin sem eftir eru.“ Hann hefur trú á Íslenskri tónlist og því sem hún getur gert og nefnir söngkonuna Bríet sem dæmi. „Fyrsta skiptið í Íslandssögunni sem að listamaður gefur út níu laga plötu og er í topp níu fyrstu sætunum á vinsældarlistunum vikum saman.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Bítið Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
„Við náðum hæst 80 prósent hlutfalli íslenskrar tónlistar árið 2008. Það var auðvitað fyrir Spotify væðingu og svona, þegar innflutningur og framleiðsla á íslenskri tónlist var mjög öflug,“ sagði Jakob Frímann Magnússon í Bítinu á Bylgjunni í dag. Jakob hvetur fólk til að hlusta meira á íslenska tónlist. Spotify hefur náð sterkri stöðu í heiminum og Ísland er þar engin undantekning. „Hér erum við með 130 þúsund áskriftir á Spotify og margar af þeim eru fjölskylduáskriftir. Fólk sér ekki lengur ástæðu til þess að vera að fjárfesta í geisladiskum eða vínyl nema svona í undantekningartilfellum og þá breytist allt. Þú færð alla tónlist heimsins á silfurfati fyrir þennan 1200 til 1400 á mánuði sem er auðvitað mjög absúrd.“ Mögulegt að snúa vörn í sókn Hann segir að auðvitað felist líka í þessu ákveðin lífsgæði, kostir og tækifæri sem menn eigi eftir að læra að nýta sér betur. Aðeins sé eitt hljómplötufyrirtæki eftir hér á landi, Alda, sem eigi 80 prósent af titlum í dag. „Það er eina fyrirtækið sem hefur burði til að gefa eitthvað út og þeir gefa út nokkra titla á ári en það er auðvitað áhættufjárfesting við þessar aðstæður að framleiða nýja tónlist.“ Jakob segir að aðrar þjóðir hafi byrjað að breyta vörn í sókn. Ef horft sé á jákvæðu punktana, þá sé íslenska tónlistin í kringum 0,1 prósent af framboðinu en nái samt tuttugu prósent söluhlutfalli. Hann bendir á að Kvikmyndasjóður hafi verið stofnaður til að styðja við innlenda kvikmyndagerð til að vega á móti erlendu efni. „Við þurfum að búa til varnarleik út frá þessu því að máltilfinningu fer hrakandi hérna.“ Bríet var sigursæl á Hlustendaverðlaununum á dögunum. Elíta listamanna fær meirihlutann Jakob telur að Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hljóti að sjá að það þurfi að verða til einhverjir hvatar til þess að hér verði meira framleitt íslenskt tónlistarefni sem standist samanburð. „Við höfum verið að hugsa sem svo að fimmtíu prósent hlutfall á milli íslenskrar tónlistar og erlendar væri eitthvað sem væri ásættanlegt og ég held að við munum ná því aftur með því að bretta upp ermar, blása í lófa og hefja sókn.“ Jakob segir að fyrirkomulagið hjá Spotify sé fyrirtækinu og sænsku þjóðinni til háborinnar skammar. „Þetta er versta birtingarmynd nýlendustefnu sem hefur nokkru sinni sést, að 95 prósent teknanna fara til fimm prósent elítu listamannanna. Þá þurfa hin 95 prósent listamannanna að bítast um fimm prósentin sem eftir eru.“ Hann hefur trú á Íslenskri tónlist og því sem hún getur gert og nefnir söngkonuna Bríet sem dæmi. „Fyrsta skiptið í Íslandssögunni sem að listamaður gefur út níu laga plötu og er í topp níu fyrstu sætunum á vinsældarlistunum vikum saman.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Bítið Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira