„Make JL-húsið Great Again“ Snorri Másson skrifar 12. júní 2021 07:30 Árni Kristjánsson, Bragi Ægisson og Haukur Már Gestsson, þrír eigenda Skor í JL-húsinu. Aðsend mynd Rekstur er hafinn á enn einum pílustaðnum á höfuðborgarsvæðinu, sem út af fyrir sig væri ekki í frásögur færandi enda spretta þeir upp eins og gorkúlur nú um mundir. Pílubarinn Skor er hins vegar boðberi nýrra tíma að því leyti að eigendur hans ákváðu að koma honum á kopp í JL-húsinu við Hringbraut, á gríðarstórri jarðhæð sem staðið hefur auð í nokkur ár. „Ég held að þetta JL-hús sé bara mjög vanmetið. Ég held að það hafi kannski verið einhver neikvæðni í garð hússins en hún á ekki rétt á sér,“ segir Bragi Ægisson, framkvæmdastjóri 0101 ehf., sem rekur Skor. Það eru allir í pílu.Aðsend mynd „Nú er bara að Make JL-húsið Great Again,“ segir Bragi, sem býður einnig upp á karókí í rýminu. Áður var Skor í tímabundnu húsnæði á Hafnartorgi. Á árum áður var verslun Nóatúns lengi í húsnæðinu, alveg þar til hótelið Oddsson tók við og var með móttöku og veitingastað í rýminu. Frá dögum Oddsson eru enn innréttingar fyrir karókí, sem eru færðar í nyt í nýrri starfsemi. Hótelið hætti starfsemi á staðnum 2018. „Pílan er náttúrulega búin að vera vinsæl. Að mörgu leyti er það vegna sjónvarpsins. En hérna er þetta ekki endilega bara pílan. Þetta er bara stemning sem hentar vel fyrir hópa,“ segir Bragi. Cariokeí-málið Hóparnir finna sig einmitt einnig í karókí, eða „cariokeí“, eins og stendur utan á staðnum. Sá ritháttur hefur farið öfugt ofan í suma. Bragi: „Er þetta ekki skrifað svona? Þetta var okkar besta gisk, alla vega.“ „Við erum að tala um cariokeí,“ sagði maðurinn. Bragi útskýrir að enginn viti hvernig eigi að skrifa karókí en á það má benda að íslensk orðabók talar um „karókí“. En eigi óhefðbundinn rithátturinn að vekja athygli í þessu tilviki, hefur það ætlunarverk tekist. Staðurinn opnaði í síðustu viku og var fullur alla helgi eins og mátti búast við af Íslendingum í afléttingarfasa eftir fimbulvetur. Bragi og félagar vilja hreiðra almennilega um sig í JL-húsinu og ætla að stækka staðinn hægt og rólega, enda nægt svigrúm innan rýmisins til slíks. HVERS KONAR GLÆPUR ER ÞETTA? CARIOKEÍ? Ég er traumatized. pic.twitter.com/5ZrqOZQJS0— Sandra Ósk Jóhannsdóttir (@sandra_johanns) June 6, 2021 Reykjavík Pílukast Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið hjá Oddsson í JL-húsinu og Þjóðverjar mæta á svæðið Eigandinn þögull sem gröfinn um hvað til stendur. 14. september 2018 11:45 XO á Hringbraut kveður Forsvarsmenn XO hafa lokað veitingastað sínum við Hringbraut í JL-húsinu í vesturbænum í Reykjavík. Ástæðan er sögð breytingar á rekstri í húsnæðinu. 1. júlí 2019 16:34 Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Pílubarinn Skor er hins vegar boðberi nýrra tíma að því leyti að eigendur hans ákváðu að koma honum á kopp í JL-húsinu við Hringbraut, á gríðarstórri jarðhæð sem staðið hefur auð í nokkur ár. „Ég held að þetta JL-hús sé bara mjög vanmetið. Ég held að það hafi kannski verið einhver neikvæðni í garð hússins en hún á ekki rétt á sér,“ segir Bragi Ægisson, framkvæmdastjóri 0101 ehf., sem rekur Skor. Það eru allir í pílu.Aðsend mynd „Nú er bara að Make JL-húsið Great Again,“ segir Bragi, sem býður einnig upp á karókí í rýminu. Áður var Skor í tímabundnu húsnæði á Hafnartorgi. Á árum áður var verslun Nóatúns lengi í húsnæðinu, alveg þar til hótelið Oddsson tók við og var með móttöku og veitingastað í rýminu. Frá dögum Oddsson eru enn innréttingar fyrir karókí, sem eru færðar í nyt í nýrri starfsemi. Hótelið hætti starfsemi á staðnum 2018. „Pílan er náttúrulega búin að vera vinsæl. Að mörgu leyti er það vegna sjónvarpsins. En hérna er þetta ekki endilega bara pílan. Þetta er bara stemning sem hentar vel fyrir hópa,“ segir Bragi. Cariokeí-málið Hóparnir finna sig einmitt einnig í karókí, eða „cariokeí“, eins og stendur utan á staðnum. Sá ritháttur hefur farið öfugt ofan í suma. Bragi: „Er þetta ekki skrifað svona? Þetta var okkar besta gisk, alla vega.“ „Við erum að tala um cariokeí,“ sagði maðurinn. Bragi útskýrir að enginn viti hvernig eigi að skrifa karókí en á það má benda að íslensk orðabók talar um „karókí“. En eigi óhefðbundinn rithátturinn að vekja athygli í þessu tilviki, hefur það ætlunarverk tekist. Staðurinn opnaði í síðustu viku og var fullur alla helgi eins og mátti búast við af Íslendingum í afléttingarfasa eftir fimbulvetur. Bragi og félagar vilja hreiðra almennilega um sig í JL-húsinu og ætla að stækka staðinn hægt og rólega, enda nægt svigrúm innan rýmisins til slíks. HVERS KONAR GLÆPUR ER ÞETTA? CARIOKEÍ? Ég er traumatized. pic.twitter.com/5ZrqOZQJS0— Sandra Ósk Jóhannsdóttir (@sandra_johanns) June 6, 2021
Reykjavík Pílukast Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið hjá Oddsson í JL-húsinu og Þjóðverjar mæta á svæðið Eigandinn þögull sem gröfinn um hvað til stendur. 14. september 2018 11:45 XO á Hringbraut kveður Forsvarsmenn XO hafa lokað veitingastað sínum við Hringbraut í JL-húsinu í vesturbænum í Reykjavík. Ástæðan er sögð breytingar á rekstri í húsnæðinu. 1. júlí 2019 16:34 Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Ballið búið hjá Oddsson í JL-húsinu og Þjóðverjar mæta á svæðið Eigandinn þögull sem gröfinn um hvað til stendur. 14. september 2018 11:45
XO á Hringbraut kveður Forsvarsmenn XO hafa lokað veitingastað sínum við Hringbraut í JL-húsinu í vesturbænum í Reykjavík. Ástæðan er sögð breytingar á rekstri í húsnæðinu. 1. júlí 2019 16:34
Bakarí Jóa Fel gjaldþrota Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 24. september 2020 13:16