Opna 45 kílómetra gönguleið milli Knarrarós- og Selvogsvita Atli Ísleifsson skrifar 8. júní 2021 13:34 Nafngiftin kemur vegna vitanna, Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar, að auki er þriðji vitinn á leiðinni Hafnarnesviti í Þorlákshöfn. Markaðsstofa Suðurlands Vitaleiðin, ný göngu- og hjólaleið við suðurströndina, verður formlega opnuð á laugardaginn. Leiðin er um 45 kílómetrar að lengd og liggur milli Knarrarósvita, austur af Stokkseyri, og Selvogsvita, vestur af Þorlákshöfn. Opnunarhátíðin verður næsta laugardag klukkan 13 við Stað á Eyrarbakka. Verða þar flutt ávörp og tónlistaratriði, auk þess að bæjarstjórar Árborgar og Ölfuss munu klippa á borða og þannig formlega opna leiðina. Knarrarósviti.Wikipedia Commons Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Markaðsstofu Suðurlands, segir nafnið, Vitaleiðin, einmitt koma til vegna Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar, auk þriðji vitans sem er á leiðinnim Hafnarnesvita í Þorlákshöfn. „Það er skemmtilegt að tengja þetta við vitana, þeir hafa um áraraðir vísað sjófarendum leiðina að landi. Nú erum við að vísa ferðamönnum á milli vitanna. Þetta er staður sem þú getur náð tengingu við náttúruna og undið ofan af daglegu lífi. Ert að anda að þér sjávarloftinu og ert í tengslum við náttúruna. Ég mæli til dæmis með að dýfa tánum í Atlantshafinu og ganga. Það er æðislegt,“ segir Laufey. Markaðsstofa Suðurlands Ekki stikuð leið Laufey segir að ekki sé um sérstaklega stikaða leið að ræða en á helstu stöðum séu skilti. Annars sé bara málið að ganga eða hjóla meðfram ströndinni. Selvogsviti.Visit South Iceland „Frá Knarrarósvita og að Stokkseyri er slóði og svo geturðu alltaf fært þig að fjörunni. Þú gengur meðfram strandlengjunum og svo þegar þú ert komin í þorpin – Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn – þá getur þú gengið inni í þorpinu. Á Eyrarbakka er til dæmis tilvalið að ganga á sjóvarnagarðinum, hann er alveg nógu breiður til þess og skemmtilegt að horfa til beggja átta, inn í þorp og til sjávar. Frá Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn er svo gamall slóði út í Selvog og Selvogsvita.“ Hún segir að Vitaleiðin sé tilvalin fyrir þá sem vilja ferðast hægar yfir, njóta og vinda ofan sér með aðstoð kyrrðarinnar í náttúrunni en um leið soga í sig orkuna frá Atlantshafinu. „Gönguleiðin er mátulega löng og vel hægt að skipta henni upp í tvær eða þrjár dagleiðir. Þarna er líka að finna fjölbreytta afþreyingu, mat og gistingu á leiðinni, fyrir utan náttúruupplifunina að sjálfsögðu.“ Ferðamennska á Íslandi Ölfus Árborg Ferðalög Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Opnunarhátíðin verður næsta laugardag klukkan 13 við Stað á Eyrarbakka. Verða þar flutt ávörp og tónlistaratriði, auk þess að bæjarstjórar Árborgar og Ölfuss munu klippa á borða og þannig formlega opna leiðina. Knarrarósviti.Wikipedia Commons Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Markaðsstofu Suðurlands, segir nafnið, Vitaleiðin, einmitt koma til vegna Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar, auk þriðji vitans sem er á leiðinnim Hafnarnesvita í Þorlákshöfn. „Það er skemmtilegt að tengja þetta við vitana, þeir hafa um áraraðir vísað sjófarendum leiðina að landi. Nú erum við að vísa ferðamönnum á milli vitanna. Þetta er staður sem þú getur náð tengingu við náttúruna og undið ofan af daglegu lífi. Ert að anda að þér sjávarloftinu og ert í tengslum við náttúruna. Ég mæli til dæmis með að dýfa tánum í Atlantshafinu og ganga. Það er æðislegt,“ segir Laufey. Markaðsstofa Suðurlands Ekki stikuð leið Laufey segir að ekki sé um sérstaklega stikaða leið að ræða en á helstu stöðum séu skilti. Annars sé bara málið að ganga eða hjóla meðfram ströndinni. Selvogsviti.Visit South Iceland „Frá Knarrarósvita og að Stokkseyri er slóði og svo geturðu alltaf fært þig að fjörunni. Þú gengur meðfram strandlengjunum og svo þegar þú ert komin í þorpin – Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn – þá getur þú gengið inni í þorpinu. Á Eyrarbakka er til dæmis tilvalið að ganga á sjóvarnagarðinum, hann er alveg nógu breiður til þess og skemmtilegt að horfa til beggja átta, inn í þorp og til sjávar. Frá Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn er svo gamall slóði út í Selvog og Selvogsvita.“ Hún segir að Vitaleiðin sé tilvalin fyrir þá sem vilja ferðast hægar yfir, njóta og vinda ofan sér með aðstoð kyrrðarinnar í náttúrunni en um leið soga í sig orkuna frá Atlantshafinu. „Gönguleiðin er mátulega löng og vel hægt að skipta henni upp í tvær eða þrjár dagleiðir. Þarna er líka að finna fjölbreytta afþreyingu, mat og gistingu á leiðinni, fyrir utan náttúruupplifunina að sjálfsögðu.“
Ferðamennska á Íslandi Ölfus Árborg Ferðalög Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira