Fimm hundruð dagar síðan Keflavík tapaði síðast á heimavelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 16:00 Keflvíkingar hafa unnið alla heimaleika sína síðan fyrir að kórónuveiran tók yfir heiminn. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar berjast í kvöld fyrir lífi sínu á gólfinu þar sem aðeins eitt lið hefur fagnað sigri undanfarna sextán mánuði. Deildarmeisturum Keflavíkur vantar aðeins einn sigur í viðbót til að enda sjö ára sigurgöngu KR-inga í Domino's deildinni og komast sjálfir í lokaúrslit í fyrsta sinn í meira en áratug. Þessi sigur gæti litið dagsins ljós í Blue höllinni í kvöld. Leikur Keflavíkur og KR hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.45 og Domino's Körfuboltakvöld mun síðan gera leikinn upp strax og honum lýkur. Keflavíkurliðið hefur unnið fimm fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og það er ljóst að verkefni Vesturbæinga er af erfiðari gerðinni. KR-ingar þurfa nú að vinna tvisvar í Blue höllinni í Keflavík þar sem heimamenn í Keflavíkurliðinu hafa unnið sautján leiki í röð og ekki tapað síðan 24. janúar 2020. Í kvöld eru einmitt liðnir fimm hundruð dagar síðan að Keflavík tapaði síðast á heimavelli sínum en þá komu Stjörnumenn í heimsókn og unnu sex stiga sigur, 83-77. Keflavík vann síðustu þrjá heimaleiki sína í deildarkeppninni 2019-20, vann síðan alla ellefu heimaleiki sína í deildinni í vetur og hefur unnið þrjá fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni. Keflavíkur hefur unnið ellefu af þessum sautján leikjum með tíu stigum eða meira og þá hefur liðið unnið 51 af 68 leikhlutum í þessum sautján heimasigrum í röð sem gerir 75 prósent leikhlutanna. Keflavíkurliðið er sérstaklega sterkt í seinni hálfleik þar sem liðið hefur aðeins tapað 4 af 34 leikhlutum sínum síðan í janúar í fyrra. Sautján leikja sigurganga Keflavíkur í Blue-höllinni: Naumir sigrar (5 stig eða minna): 1 leikur Sannfærandi sigrar (6 til 9 stig): 5 leikir Öruggir sigrar (10 til 19 stig): 5 leikir Stórsigrar (20 stig eða meira): 6 leikir - Gengi Keflavíkur eftir leikhlutum í síðustu sautján heimaleikjum: 1. leikhluti: Unnið 11 af 17 (3 jafnir, 3 tapaðir) Nettó: +50 2. leikhluti: Unnið 12 af 17 (5 tapaðir) Nettó: +48 3. leikhluti: Unnið 14 af 17 (3 tapaðir) Nettó: +113 4. leikhluti: Unnið 14 af 17 (2 jafnir, 1 tapaður) Nettó: +74 Samtals: Unnir leikhlutar: 51 (75%) Jafnt: 5 (7%) Tapaðir leikhlutar: 12 (18%) Sautján leikja sigurganga Keflavíkur á heimavelli 8 stiga sigur á Þór Ak. 2. febrúar 2020 (97-89) 11 stiga sigur á Haukum 1. mars 2020 (80-69) 15 stiga sigur á Þór Þorl. 13. mars 2020 (78-63) 28 stiga sigur á Þór Þorl. 14. janúar 2021 (115-87) 27 stiga sigur á Grindavík 25. janúar 2021 (94-67) 7 stiga sigur á ÍR 1. febrúar 2021 (86-79) 26 stiga sigur á Tindastól 7. febrúar 2021 (107-81) 20 stiga sigur á Hetti 1. mars 2021 (93-73) 33 stiga sigur á Þór Ak. 4. mars 2021 (102-69) 12 stiga sigur á Haukum 11. mars 2021 (86-74) 32 stiga sigur á Njarðvík 19. mars 2021 (89-57) 19 stiga sigur á Stjörnunni 23. apríl 2021 (100-81) 8 stiga sigur á KR 30. apríl 2021 (95-87) 19 stiga sigur á Val 7. maí 2021 (101-82) 8 stiga sigur á Tindastól 15. maí 2021 (79-71) 4 stiga sigur á Tindastól 12. maí 2021 (87-83) 8 stiga sigur á KR 1. júní 2021 (89-81) Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
Deildarmeisturum Keflavíkur vantar aðeins einn sigur í viðbót til að enda sjö ára sigurgöngu KR-inga í Domino's deildinni og komast sjálfir í lokaúrslit í fyrsta sinn í meira en áratug. Þessi sigur gæti litið dagsins ljós í Blue höllinni í kvöld. Leikur Keflavíkur og KR hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.45 og Domino's Körfuboltakvöld mun síðan gera leikinn upp strax og honum lýkur. Keflavíkurliðið hefur unnið fimm fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og það er ljóst að verkefni Vesturbæinga er af erfiðari gerðinni. KR-ingar þurfa nú að vinna tvisvar í Blue höllinni í Keflavík þar sem heimamenn í Keflavíkurliðinu hafa unnið sautján leiki í röð og ekki tapað síðan 24. janúar 2020. Í kvöld eru einmitt liðnir fimm hundruð dagar síðan að Keflavík tapaði síðast á heimavelli sínum en þá komu Stjörnumenn í heimsókn og unnu sex stiga sigur, 83-77. Keflavík vann síðustu þrjá heimaleiki sína í deildarkeppninni 2019-20, vann síðan alla ellefu heimaleiki sína í deildinni í vetur og hefur unnið þrjá fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni. Keflavíkur hefur unnið ellefu af þessum sautján leikjum með tíu stigum eða meira og þá hefur liðið unnið 51 af 68 leikhlutum í þessum sautján heimasigrum í röð sem gerir 75 prósent leikhlutanna. Keflavíkurliðið er sérstaklega sterkt í seinni hálfleik þar sem liðið hefur aðeins tapað 4 af 34 leikhlutum sínum síðan í janúar í fyrra. Sautján leikja sigurganga Keflavíkur í Blue-höllinni: Naumir sigrar (5 stig eða minna): 1 leikur Sannfærandi sigrar (6 til 9 stig): 5 leikir Öruggir sigrar (10 til 19 stig): 5 leikir Stórsigrar (20 stig eða meira): 6 leikir - Gengi Keflavíkur eftir leikhlutum í síðustu sautján heimaleikjum: 1. leikhluti: Unnið 11 af 17 (3 jafnir, 3 tapaðir) Nettó: +50 2. leikhluti: Unnið 12 af 17 (5 tapaðir) Nettó: +48 3. leikhluti: Unnið 14 af 17 (3 tapaðir) Nettó: +113 4. leikhluti: Unnið 14 af 17 (2 jafnir, 1 tapaður) Nettó: +74 Samtals: Unnir leikhlutar: 51 (75%) Jafnt: 5 (7%) Tapaðir leikhlutar: 12 (18%) Sautján leikja sigurganga Keflavíkur á heimavelli 8 stiga sigur á Þór Ak. 2. febrúar 2020 (97-89) 11 stiga sigur á Haukum 1. mars 2020 (80-69) 15 stiga sigur á Þór Þorl. 13. mars 2020 (78-63) 28 stiga sigur á Þór Þorl. 14. janúar 2021 (115-87) 27 stiga sigur á Grindavík 25. janúar 2021 (94-67) 7 stiga sigur á ÍR 1. febrúar 2021 (86-79) 26 stiga sigur á Tindastól 7. febrúar 2021 (107-81) 20 stiga sigur á Hetti 1. mars 2021 (93-73) 33 stiga sigur á Þór Ak. 4. mars 2021 (102-69) 12 stiga sigur á Haukum 11. mars 2021 (86-74) 32 stiga sigur á Njarðvík 19. mars 2021 (89-57) 19 stiga sigur á Stjörnunni 23. apríl 2021 (100-81) 8 stiga sigur á KR 30. apríl 2021 (95-87) 19 stiga sigur á Val 7. maí 2021 (101-82) 8 stiga sigur á Tindastól 15. maí 2021 (79-71) 4 stiga sigur á Tindastól 12. maí 2021 (87-83) 8 stiga sigur á KR 1. júní 2021 (89-81)
Sautján leikja sigurganga Keflavíkur í Blue-höllinni: Naumir sigrar (5 stig eða minna): 1 leikur Sannfærandi sigrar (6 til 9 stig): 5 leikir Öruggir sigrar (10 til 19 stig): 5 leikir Stórsigrar (20 stig eða meira): 6 leikir - Gengi Keflavíkur eftir leikhlutum í síðustu sautján heimaleikjum: 1. leikhluti: Unnið 11 af 17 (3 jafnir, 3 tapaðir) Nettó: +50 2. leikhluti: Unnið 12 af 17 (5 tapaðir) Nettó: +48 3. leikhluti: Unnið 14 af 17 (3 tapaðir) Nettó: +113 4. leikhluti: Unnið 14 af 17 (2 jafnir, 1 tapaður) Nettó: +74 Samtals: Unnir leikhlutar: 51 (75%) Jafnt: 5 (7%) Tapaðir leikhlutar: 12 (18%) Sautján leikja sigurganga Keflavíkur á heimavelli 8 stiga sigur á Þór Ak. 2. febrúar 2020 (97-89) 11 stiga sigur á Haukum 1. mars 2020 (80-69) 15 stiga sigur á Þór Þorl. 13. mars 2020 (78-63) 28 stiga sigur á Þór Þorl. 14. janúar 2021 (115-87) 27 stiga sigur á Grindavík 25. janúar 2021 (94-67) 7 stiga sigur á ÍR 1. febrúar 2021 (86-79) 26 stiga sigur á Tindastól 7. febrúar 2021 (107-81) 20 stiga sigur á Hetti 1. mars 2021 (93-73) 33 stiga sigur á Þór Ak. 4. mars 2021 (102-69) 12 stiga sigur á Haukum 11. mars 2021 (86-74) 32 stiga sigur á Njarðvík 19. mars 2021 (89-57) 19 stiga sigur á Stjörnunni 23. apríl 2021 (100-81) 8 stiga sigur á KR 30. apríl 2021 (95-87) 19 stiga sigur á Val 7. maí 2021 (101-82) 8 stiga sigur á Tindastól 15. maí 2021 (79-71) 4 stiga sigur á Tindastól 12. maí 2021 (87-83) 8 stiga sigur á KR 1. júní 2021 (89-81)
Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira