Pútín espir Bandaríkjamenn upp fyrir leiðtogafund með Biden Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2021 12:51 Pútín ræddi við viðskiptaforkólfa á ráðstefnu í Pétursborg og nýtti tækifærið til að kynda undir fyrir fund sinn við Biden í þarnæstu viku. AP/Dmitrí Lovetskí Vladímir Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að reyna að espa upp Bandaríkjamenn fyrir leiðtogafund hans og Joe Biden Bandaríkjaforseta í þessum mánuði. Lagði Pútín að jöfnu saksóknir á hendur stuðningsmanna Donalds Trump sem réðust á bandaríska þinghúsið í janúar og kúgun á stjórnarandstæðingum í Hvíta-Rússlandi. Andað hefur köldu á milli stjórnvalda í Kreml annars vegar og í Washington-borg hins vegar undanfarin ár. Innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014, afskipti af bandarískum kosningum, tölvuárásir og tilræði gegn við rússneska fyrrverandi njósnara á enskri grundu árið 2018 hefur orðið Bandaríkjunum og bandalagsríkjum þeirra tilefni til að leggja refsiaðgerðir á Rússa. Nú ætla Pútín og Biden að funda í Genf í Sviss 16. júní til að freista þess að draga úr spennunni í samskiptum ríkjanna. Uppreisnarmennirnir ekki bara ræningar og óeirðarseggir Það fer þó ekki vel af stað því Pútín virtist vísvitandi reyna að espa upp Bandaríkjastjórn með ummælum sem hann lét falla um árásina á bandaríska þinghúsið á ráðstefnu í Pétursborg í gær. Þar hélt hann því fram að það væri tvískinnungur af hálfu Bandaríkjastjórnar að gagnrýna herferð hvítrússneskra stjórnvalda gegn stjórnarandstæðingum þar í landi í ljósi þess að bandarísk yfirvöld sæktu nú til saka stuðningsmenn Trump. „Þetta var ekki bara hópur ræningja og óeirðarseggja. Þetta fólk hafði uppi pólitískar kröfur,“ sagði Pútín um stuðningsmenn Trump sem réðust á þinghúsið, börðust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í húsið til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu úrslit forsetakosninganna í nóvember að áeggjan Trump. Nokkrir lögreglumenn særðust alvarlega í átökunum við árásarfólkið og einn þeirra lést eftir að hann hneig niður í darraðardansinum. Tveir lögreglumenn sviptu sig lífi dagana á eftir árásina. Hvítrússneskir lögreglumenn leiða burt mótmælanda í Minsk í janúar. Lúkasjenka hefur tekið hart á mótmælum eftir forsetakosningar í ágúst sem stjórnarandstaðan segir að hafi verið sviksamlegar.Vísir/EPA Um fimm hundruð uppreisnarmannanna hafa verið handteknir fyrir aðild að árásinni og margir þeirra hafa verið ákærðir. Lagði Pútín þannig að jöfnu saksókn fólksins sem réðst á þinghúsið við aðgerðir ríkisstjórnar Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, til að berja niður andóf gegn sér í kjölfar forsetakosninga í fyrra þar sem kosningasvik eru talin hafa grasserað. Hundruð hvítrússneskra stjórnarandstæðinga hafa verið handtekin og beitt ofbeldi á undanförnum mánuðum. Margir stjórnarandstæðingar hafa flúið land en það hefur ekki forðað þeim öllum undan löngum armi Lúkasjenka. Hvítrússnesk yfirvöld þvinguðu þannig farþegaþotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið ungan blaða- og andófsmann sem var um borð. Hann hefur síðan verið knúinn til að játa glæpi í yfirlýsingum sem yfirvöld hafa birt. Rússneskir óeirðarlögreglumenn loka götu fyrir mótmælendum sem styðja Alexei Navalní í apríl.Vísir/EPA Vísaði gagnrýni vestrænna ríkja á bug Stjórn Pútín sjálfs stendur sjálf í ströngu þessa dagana við að þrengja að veikburða stjórnarandstöðunni í Rússlandi í aðdraganda þingkosninga í haust. Þau fangelsuðu Alexei Navalní, einn helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar fyrr á þessu ári, og freista þess nú að lýsa þau ólögleg öfgasamtök. Fjöldi bandamanna Navalní hefur jafnframt verið handtekinn og sætt húsleit í kjölfarið. Mótmæli til stuðnings Navalní hafa ítrekað verið lýst ólögleg og þúsundir stuðningsmanna hans hafa verið handteknir, í sumum tilfellum dregnir burt og barðir af óeirðarlögreglumönnum. Pútín vísaði gagnrýni vesturlanda á þessar aðfarir á bug á ráðstefnunni í gær og hélt því fram að Evrópuríki tækju enn harðar á mótmælendum. Vísaði hann óljóst og háðuglega til þess að mótmælendur hefðu verið skotnir í augað með „lýðræðislegum gúmmíkúlum“. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mögulega hafi Pútín vísað til þess að franskir lögreglumenn hafi skotið gúmmíkúlum á þátttakendur í mótmælum sem voru kennd við gul vesti árið 2018. Rússneski forsetinn hefur lengi freistað þess selja löndum sínum þá hugmynd að grasið í vestrænum lýðræðisríkjum sé engu grænna en í ríki hans þar sem stjórnvöld umbera takmarkað andóf og stjórnarandstæðingar og blaðamenn eiga á hættu að vera fangelsaðir eða drepnir. Æstur múgur stuðningsmanna Trump braust í gegnum línu lögreglumanna með ofbeldi og inn í bandaríska þinghúsið 6. janúar.Getty/Brent Stirton Rússland Bandaríkin Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Rússar ætla að senda „óþægileg merki“ fyrir fund Pútín og Biden Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands segir að stjórnvöld í Kreml ætli sér að senda Bandaríkjastjórn „óþægileg merki“ í aðdraganda fundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, í næsta mánuði. Rússar ætla að styrkja herlið sitt á vesturlandamærum sínum. 31. maí 2021 12:41 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Andað hefur köldu á milli stjórnvalda í Kreml annars vegar og í Washington-borg hins vegar undanfarin ár. Innlimun Rússa á Krímskaga árið 2014, afskipti af bandarískum kosningum, tölvuárásir og tilræði gegn við rússneska fyrrverandi njósnara á enskri grundu árið 2018 hefur orðið Bandaríkjunum og bandalagsríkjum þeirra tilefni til að leggja refsiaðgerðir á Rússa. Nú ætla Pútín og Biden að funda í Genf í Sviss 16. júní til að freista þess að draga úr spennunni í samskiptum ríkjanna. Uppreisnarmennirnir ekki bara ræningar og óeirðarseggir Það fer þó ekki vel af stað því Pútín virtist vísvitandi reyna að espa upp Bandaríkjastjórn með ummælum sem hann lét falla um árásina á bandaríska þinghúsið á ráðstefnu í Pétursborg í gær. Þar hélt hann því fram að það væri tvískinnungur af hálfu Bandaríkjastjórnar að gagnrýna herferð hvítrússneskra stjórnvalda gegn stjórnarandstæðingum þar í landi í ljósi þess að bandarísk yfirvöld sæktu nú til saka stuðningsmenn Trump. „Þetta var ekki bara hópur ræningja og óeirðarseggja. Þetta fólk hafði uppi pólitískar kröfur,“ sagði Pútín um stuðningsmenn Trump sem réðust á þinghúsið, börðust við lögreglumenn og brutu sér leið inn í húsið til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu úrslit forsetakosninganna í nóvember að áeggjan Trump. Nokkrir lögreglumenn særðust alvarlega í átökunum við árásarfólkið og einn þeirra lést eftir að hann hneig niður í darraðardansinum. Tveir lögreglumenn sviptu sig lífi dagana á eftir árásina. Hvítrússneskir lögreglumenn leiða burt mótmælanda í Minsk í janúar. Lúkasjenka hefur tekið hart á mótmælum eftir forsetakosningar í ágúst sem stjórnarandstaðan segir að hafi verið sviksamlegar.Vísir/EPA Um fimm hundruð uppreisnarmannanna hafa verið handteknir fyrir aðild að árásinni og margir þeirra hafa verið ákærðir. Lagði Pútín þannig að jöfnu saksókn fólksins sem réðst á þinghúsið við aðgerðir ríkisstjórnar Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, til að berja niður andóf gegn sér í kjölfar forsetakosninga í fyrra þar sem kosningasvik eru talin hafa grasserað. Hundruð hvítrússneskra stjórnarandstæðinga hafa verið handtekin og beitt ofbeldi á undanförnum mánuðum. Margir stjórnarandstæðingar hafa flúið land en það hefur ekki forðað þeim öllum undan löngum armi Lúkasjenka. Hvítrússnesk yfirvöld þvinguðu þannig farþegaþotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið ungan blaða- og andófsmann sem var um borð. Hann hefur síðan verið knúinn til að játa glæpi í yfirlýsingum sem yfirvöld hafa birt. Rússneskir óeirðarlögreglumenn loka götu fyrir mótmælendum sem styðja Alexei Navalní í apríl.Vísir/EPA Vísaði gagnrýni vestrænna ríkja á bug Stjórn Pútín sjálfs stendur sjálf í ströngu þessa dagana við að þrengja að veikburða stjórnarandstöðunni í Rússlandi í aðdraganda þingkosninga í haust. Þau fangelsuðu Alexei Navalní, einn helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar fyrr á þessu ári, og freista þess nú að lýsa þau ólögleg öfgasamtök. Fjöldi bandamanna Navalní hefur jafnframt verið handtekinn og sætt húsleit í kjölfarið. Mótmæli til stuðnings Navalní hafa ítrekað verið lýst ólögleg og þúsundir stuðningsmanna hans hafa verið handteknir, í sumum tilfellum dregnir burt og barðir af óeirðarlögreglumönnum. Pútín vísaði gagnrýni vesturlanda á þessar aðfarir á bug á ráðstefnunni í gær og hélt því fram að Evrópuríki tækju enn harðar á mótmælendum. Vísaði hann óljóst og háðuglega til þess að mótmælendur hefðu verið skotnir í augað með „lýðræðislegum gúmmíkúlum“. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mögulega hafi Pútín vísað til þess að franskir lögreglumenn hafi skotið gúmmíkúlum á þátttakendur í mótmælum sem voru kennd við gul vesti árið 2018. Rússneski forsetinn hefur lengi freistað þess selja löndum sínum þá hugmynd að grasið í vestrænum lýðræðisríkjum sé engu grænna en í ríki hans þar sem stjórnvöld umbera takmarkað andóf og stjórnarandstæðingar og blaðamenn eiga á hættu að vera fangelsaðir eða drepnir. Æstur múgur stuðningsmanna Trump braust í gegnum línu lögreglumanna með ofbeldi og inn í bandaríska þinghúsið 6. janúar.Getty/Brent Stirton
Rússland Bandaríkin Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Rússar ætla að senda „óþægileg merki“ fyrir fund Pútín og Biden Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands segir að stjórnvöld í Kreml ætli sér að senda Bandaríkjastjórn „óþægileg merki“ í aðdraganda fundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, í næsta mánuði. Rússar ætla að styrkja herlið sitt á vesturlandamærum sínum. 31. maí 2021 12:41 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Rússar ætla að senda „óþægileg merki“ fyrir fund Pútín og Biden Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands segir að stjórnvöld í Kreml ætli sér að senda Bandaríkjastjórn „óþægileg merki“ í aðdraganda fundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, í næsta mánuði. Rússar ætla að styrkja herlið sitt á vesturlandamærum sínum. 31. maí 2021 12:41