Hvers eiga veikir að gjalda? Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 4. júní 2021 16:31 Fréttir af ákvörðun stjórnenda Domus Medica um lokun ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvernig betur má stjórna heilbrigðismálum hér á landi. Stutt er síðan fréttir bárust af því að tugur lækna á bráðamóttökunni ákvað að flytja sig annað og í stefnir að bráðamóttakan verði með undir lágmarksmönnun í allt sumar, sem er orðinn árlegur vandi. Þeir sem þekkja til nefna oft í þessu samhengi kaldhæðnina í því að í eina skiptið sem mönnun hefur verið fullnægjandi á bráðamóttökunni var í læknaverkfallinu. Þá var fyrst nægjanleg pressa sett á stjórnvöld að tryggja að öryggi sjúklinga og gæði þjónustunar myndu ekki líða fyrir launaviðræðurnar. Maður spyr sig, hversu slæmt þarf ástandið að verða áður en ráðamenn gangast við því að kannski sé ríkið ekki alltaf best til að stýra eða sinna öllu eitt síns liðs? Það merkilega við þetta allt saman er að þrátt fyrir að það sé ein helsta grunnregla þjónustufyrirtækja að starfsmenn á gólfi séu alltaf verðmætari fyrir árangur þjónustuveitingarinnar en starfsmaður á skrifstofu, hefur mesta fjölgun starfsmanna á Landspítalanum ekki verið hjá heilbrigðisstarfsfólki á gólfinu heldur í hópi millistjórnenda. Nú þegar ríflega hálfrar aldar starfsemi leggst af vegna tregðu í kerfinu munu biðlistarnir svo sannarlega ekki styttast, og þá skiptir engu máli hversu góðan þjónustuferil eða sniðugar sparnaðarleiðir viðkomandi deild á spítalanum er með. Heilbrigðiskerfið er hringrásarkerfi; vandi á einum stað leiðir af sér vandamál á öðrum stað. Skortur á þjónustu utan spítalans setur meira álag á spítalann og ef ekki er nægjanlegur fjöldi starfsfólks eða rúma er ekki hægt að tryggja öryggi né árangur þjónustunnar - sem þá veldur auknu álagi á heilsugæslurnar og auknum kostnaði fyrir tryggingastofnun. Ég þreytist ekki á að benda á að það hefur einungis einum heilbrigðisráðherra tekist að leysa úr svona flöskuhálsum í heilbrigðiskerfinu síðastliðna áratugi. Það tók Guðlaug Þór einungis 2 ár í heilbrigðisráðuneytinu frá 2007 til 2009 að tæma öldrunarbiðlistana á LSH, höggva á biðlista í aðgerðir og lækka lyfjakostnað. Það gerði hann ekki með því að láta ríkið gera allt heldur með því að fara í útboð og úthýsa þjónustunni til einkaaðila og létta þannig álaginu af LSH. Með því að tryggja að viðeigandi þjónustuúrræði væru til staðar utan LSH fyrir þá sjúklinga sem voru fastir inni á LSH þrátt fyrir að vera komnir með vistunarmat, eða útskrifaðir og veita þeim allra veikustu forgang á hjúkrunarheimilin. Seinast en ekki síst lækkaði hann lyfjakostnað með samstarfi við Svía sem tryggði að lyf sem fengu markaðsleyfi þar í landi fengu líka markaðsleyfi hérlendis, sem kom á virkri samkeppni á íslenskum lyfjamarkaði. Það er þetta sem virkar. Guðlaugur Þór lagði áherslu á aukana fjölbreytni í heilbrigðisþjónustu og var óþreytandi að benda á ný tækifæri í málaflokknum. Hann lagði mikið upp úr að rekstrarformið væri ekki höfuðatriði heldur sú þjónusta sem borgurunum væri veitt. Hún yrði að standast gæðakröfur og vera boðin á hagstæðu verði. Í reynd gæti íslensk heilbrigðisþjónusta verið útflutningsvara, slíkur væri mannauðurinn og kunnáttan hér á landi. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk er nefnilega mjög eftirsótt á alþjóðavettvangi. Á þeim tíma kvað við allt annan tón í heilbrigðisráðuneytinu. Guðlaugi Þór var til að mynda umhugað um starfsánægju fólks í heilbrigðiskerfinu og hvernig fleiri tækifæri gætu laðað íslenska lækna aftur heim. Við sjálfstæðismenn eigum að gera kröfu um heilbrigðisráðuneytið eftir næstu kosningar og fylgja þar þeirri stefnu sem Guðlaugur Þór markaði sem heilbrigðisráðherra. Við þurfum sanna sjálfstæðismenn til forystu, fólk eins og Guðlaug Þór, sem leggur höfuðáherslu á frjálst framtak, að virkja kraft einstaklinganna. Þau grundvallarsjónarmið eiga jafn vel við í heilbrigðismálum og öðrum málaflokkum. Höfundur er varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fréttir af ákvörðun stjórnenda Domus Medica um lokun ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvernig betur má stjórna heilbrigðismálum hér á landi. Stutt er síðan fréttir bárust af því að tugur lækna á bráðamóttökunni ákvað að flytja sig annað og í stefnir að bráðamóttakan verði með undir lágmarksmönnun í allt sumar, sem er orðinn árlegur vandi. Þeir sem þekkja til nefna oft í þessu samhengi kaldhæðnina í því að í eina skiptið sem mönnun hefur verið fullnægjandi á bráðamóttökunni var í læknaverkfallinu. Þá var fyrst nægjanleg pressa sett á stjórnvöld að tryggja að öryggi sjúklinga og gæði þjónustunar myndu ekki líða fyrir launaviðræðurnar. Maður spyr sig, hversu slæmt þarf ástandið að verða áður en ráðamenn gangast við því að kannski sé ríkið ekki alltaf best til að stýra eða sinna öllu eitt síns liðs? Það merkilega við þetta allt saman er að þrátt fyrir að það sé ein helsta grunnregla þjónustufyrirtækja að starfsmenn á gólfi séu alltaf verðmætari fyrir árangur þjónustuveitingarinnar en starfsmaður á skrifstofu, hefur mesta fjölgun starfsmanna á Landspítalanum ekki verið hjá heilbrigðisstarfsfólki á gólfinu heldur í hópi millistjórnenda. Nú þegar ríflega hálfrar aldar starfsemi leggst af vegna tregðu í kerfinu munu biðlistarnir svo sannarlega ekki styttast, og þá skiptir engu máli hversu góðan þjónustuferil eða sniðugar sparnaðarleiðir viðkomandi deild á spítalanum er með. Heilbrigðiskerfið er hringrásarkerfi; vandi á einum stað leiðir af sér vandamál á öðrum stað. Skortur á þjónustu utan spítalans setur meira álag á spítalann og ef ekki er nægjanlegur fjöldi starfsfólks eða rúma er ekki hægt að tryggja öryggi né árangur þjónustunnar - sem þá veldur auknu álagi á heilsugæslurnar og auknum kostnaði fyrir tryggingastofnun. Ég þreytist ekki á að benda á að það hefur einungis einum heilbrigðisráðherra tekist að leysa úr svona flöskuhálsum í heilbrigðiskerfinu síðastliðna áratugi. Það tók Guðlaug Þór einungis 2 ár í heilbrigðisráðuneytinu frá 2007 til 2009 að tæma öldrunarbiðlistana á LSH, höggva á biðlista í aðgerðir og lækka lyfjakostnað. Það gerði hann ekki með því að láta ríkið gera allt heldur með því að fara í útboð og úthýsa þjónustunni til einkaaðila og létta þannig álaginu af LSH. Með því að tryggja að viðeigandi þjónustuúrræði væru til staðar utan LSH fyrir þá sjúklinga sem voru fastir inni á LSH þrátt fyrir að vera komnir með vistunarmat, eða útskrifaðir og veita þeim allra veikustu forgang á hjúkrunarheimilin. Seinast en ekki síst lækkaði hann lyfjakostnað með samstarfi við Svía sem tryggði að lyf sem fengu markaðsleyfi þar í landi fengu líka markaðsleyfi hérlendis, sem kom á virkri samkeppni á íslenskum lyfjamarkaði. Það er þetta sem virkar. Guðlaugur Þór lagði áherslu á aukana fjölbreytni í heilbrigðisþjónustu og var óþreytandi að benda á ný tækifæri í málaflokknum. Hann lagði mikið upp úr að rekstrarformið væri ekki höfuðatriði heldur sú þjónusta sem borgurunum væri veitt. Hún yrði að standast gæðakröfur og vera boðin á hagstæðu verði. Í reynd gæti íslensk heilbrigðisþjónusta verið útflutningsvara, slíkur væri mannauðurinn og kunnáttan hér á landi. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk er nefnilega mjög eftirsótt á alþjóðavettvangi. Á þeim tíma kvað við allt annan tón í heilbrigðisráðuneytinu. Guðlaugi Þór var til að mynda umhugað um starfsánægju fólks í heilbrigðiskerfinu og hvernig fleiri tækifæri gætu laðað íslenska lækna aftur heim. Við sjálfstæðismenn eigum að gera kröfu um heilbrigðisráðuneytið eftir næstu kosningar og fylgja þar þeirri stefnu sem Guðlaugur Þór markaði sem heilbrigðisráðherra. Við þurfum sanna sjálfstæðismenn til forystu, fólk eins og Guðlaug Þór, sem leggur höfuðáherslu á frjálst framtak, að virkja kraft einstaklinganna. Þau grundvallarsjónarmið eiga jafn vel við í heilbrigðismálum og öðrum málaflokkum. Höfundur er varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun