Áratugur síðan Keflavík vann síðast leik í úrslitakeppni í Vesturbænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2021 16:00 Hörður Axel Vilhjálmsson er sá eini í Keflavíkurliðinu sem tók þátt í síðasta sigurleik liðsins í Frostaskjóli í úrslitakeppni. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar heimsækja KR-inga i DHL-höllina í kvöld og geta þar komist í 2-0 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino's deild. Keflavík vann fyrsta leikinn með átta stiga mun og sigur í kvöld þýddi að liðið yrði aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu í fyrsta sinn í ellefu ár. KR-ingar hafa unnið síðustu sex Íslandsmeistaratitla en eru með pressuna á sér í kvöld því það væri nánast dauðadómur að lenda 2-0 undir á móti deildarmeisturum Keflavíkur. Keflavíkurliðið hefur aftur á móti ekki slegið KR út úr úrslitakeppni síðan 1997 og Keflvíkingar hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni í Vesturbænum síðan 2011. Síðasti sigur Keflavíkur í úrslitakeppni í Frostaskjóli kom 1. apríl 2011 þegar Keflvíkingar unnu eftir framlengdan leik. Frá þeim leik hafa Keflvíkingar mætt fjórum sinnum í Vesturbæinn í úrslitakeppni og tapað í öll fjögur skiptin. Þessi síðasti sigurleikur Keflavíkur í Vesturbænum var mjög skrautlegur og spennandi leikur. Framlengingin var sérstaklega söguleg því liðin skoruðu 62 stig á fimm mínútum í henni en 27 þessara stiga komu reyndar á vítalínunni, úr 39 vítaskotum. Það eru leikmenn í liðunum í dag sem voru í aðalhlutverki í þessum leik fyrir rúmum tíu árum síðan en Brynjar Þór Björnsson var með 25 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 14 stig og 9 stoðsendingar í leiknum. Matthías Orri Sigurðarson var þarna kornungur aukaleikari en fékk að spila í 17 sekúndur. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Upphitun hefst klukkan 19.45 og strax á eftir verður farið yfir leikinn í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport 4. Hér fyrir neðan má sjá síðustu heimsóknir Keflvíkingar í Vesturbæ Reykjavíkur í úrslitakeppni. Síðustu leikir KR og Keflavíkur í úrslitakeppni í Vesturbænum: Átta liða úrslit 2019: Leikur 2: KR vann með 9 stigum (86-77) Undanúrslit 2017 Leikur 3: KR vann með 3 stigum (91-88) Leikur 1: KR vann með 19 stigum (90-71) Undanúrslit 2011 Leikur 5: KR vann með 16 stigum (105-89) Leikur 3: Keflavík vann með 4 stigum í framlengingu (139-135) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Sjá meira
Keflavík vann fyrsta leikinn með átta stiga mun og sigur í kvöld þýddi að liðið yrði aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu í fyrsta sinn í ellefu ár. KR-ingar hafa unnið síðustu sex Íslandsmeistaratitla en eru með pressuna á sér í kvöld því það væri nánast dauðadómur að lenda 2-0 undir á móti deildarmeisturum Keflavíkur. Keflavíkurliðið hefur aftur á móti ekki slegið KR út úr úrslitakeppni síðan 1997 og Keflvíkingar hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni í Vesturbænum síðan 2011. Síðasti sigur Keflavíkur í úrslitakeppni í Frostaskjóli kom 1. apríl 2011 þegar Keflvíkingar unnu eftir framlengdan leik. Frá þeim leik hafa Keflvíkingar mætt fjórum sinnum í Vesturbæinn í úrslitakeppni og tapað í öll fjögur skiptin. Þessi síðasti sigurleikur Keflavíkur í Vesturbænum var mjög skrautlegur og spennandi leikur. Framlengingin var sérstaklega söguleg því liðin skoruðu 62 stig á fimm mínútum í henni en 27 þessara stiga komu reyndar á vítalínunni, úr 39 vítaskotum. Það eru leikmenn í liðunum í dag sem voru í aðalhlutverki í þessum leik fyrir rúmum tíu árum síðan en Brynjar Þór Björnsson var með 25 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 14 stig og 9 stoðsendingar í leiknum. Matthías Orri Sigurðarson var þarna kornungur aukaleikari en fékk að spila í 17 sekúndur. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Upphitun hefst klukkan 19.45 og strax á eftir verður farið yfir leikinn í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport 4. Hér fyrir neðan má sjá síðustu heimsóknir Keflvíkingar í Vesturbæ Reykjavíkur í úrslitakeppni. Síðustu leikir KR og Keflavíkur í úrslitakeppni í Vesturbænum: Átta liða úrslit 2019: Leikur 2: KR vann með 9 stigum (86-77) Undanúrslit 2017 Leikur 3: KR vann með 3 stigum (91-88) Leikur 1: KR vann með 19 stigum (90-71) Undanúrslit 2011 Leikur 5: KR vann með 16 stigum (105-89) Leikur 3: Keflavík vann með 4 stigum í framlengingu (139-135) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Síðustu leikir KR og Keflavíkur í úrslitakeppni í Vesturbænum: Átta liða úrslit 2019: Leikur 2: KR vann með 9 stigum (86-77) Undanúrslit 2017 Leikur 3: KR vann með 3 stigum (91-88) Leikur 1: KR vann með 19 stigum (90-71) Undanúrslit 2011 Leikur 5: KR vann með 16 stigum (105-89) Leikur 3: Keflavík vann með 4 stigum í framlengingu (139-135)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Sjá meira