Hrósuðu Þórsurum í hástert: „Það er Eurolottó-lykt af þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 4. júní 2021 15:31 Adomas Drungilas og AJ Brodeur í baráttunni í Garðabæ í gær. vísir/Bára Adomas Drungilas og Callum Lawson voru hylltir í Dominos Körfuboltakvöldi eftir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í sigrinum gegn Stjörnunni í gær, í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Þórsarar jöfnuðu einvígið með 94-90 sigri í Garðabæ, í 1-1, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Þór tapaði boltanum aðeins fjórum sinnum í leiknum í gær en Stjörnumenn tíu sinnum, allt of klaufalega að mati sérfræðinganna í Körfuboltakvöldi: „Þetta eru svo fáránlega slappir, tapaðir boltar. Þeir eru bara að henda boltanum út af. Fólk þarf bara að vera eins og á golfvelli; horfa á kúluna til að fá hana ekki í sig. Horfa á boltann til að fá hann ekki í smettið. Þetta eru þannig tapaðir boltar, ekki skref eða eitthvað slíkt,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Já, bara sendingar út í bláinn,“ sagði Teitur Örlygsson en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Drungilas og Lawson gegn Stjörnunni „En eigum við ekki frekar að hrósa Þór?“ spurði Teitur, og Benedikt og Kjartan Atli Kjartansson voru sammála því. Það væri „algjörlega galið“ að tapa boltanum aðeins fjórum sinnum í svo hröðum leik. Minnir á Nikola Jokic „Hversu góður var Drungilas?“ spurði Kjartan svo. „Við töluðum um það fyrir leik að hann gæti orðið afburðagóður, og hann var það,“ sagði Benedikt. „Hann er með svo mikla tilfinningu fyrir leiknum, svo skemmtilegt tempó á sendingunum sínum. Hann bíður oft eina aukasekúndu og fríar þannig menn gjörsamlega,“ sagði Kjartan og Benedikt sá líkindi með með Drungilas og einum besta leikmanni NBA-deildarinnar í vetur: „Ég ætla ekki að kalla hann Nikola Jokic en hann er alla vega svona stiga-, frákasta- og sendingamaður.“ Callum Lawson var ekki upp á sitt besta í fyrsta leik einvígisins en skoraði tvær magnaðar körfur í gærkvöld. Önnur var flautuþristur frá miðju og hin þriggja stiga karfa á ögurstundu, þegar Lawson virtist varla horfa á körfuna. „Þetta eru skot sem að þú þarft að taka tuttugu sinnum til þess að eitt fari ofan í. Hann skoraði úr tveimur þannig nánast úr tveimur tilraunum. Það er Eurolottó-lykt af þessu,“ sagði Benedikt léttur en umræðuna má sjá alla hér að ofan. Næsti leikur einvígisins er í Þorlákshöfn á sunnudagskvöld kl. 20.15. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 90-94 | Ískaldir Þórsarar kláruðu leikinn á vítalínunni Stjarnan tók á móti Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Stjarnan vann fyrsta leikinn með níu stigum á útivelli en Þór jafnaði metin með fjögurra stiga sigri - einnig á útivelli - í kvöld. 3. júní 2021 22:00 Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90. 3. júní 2021 22:31 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Þórsarar jöfnuðu einvígið með 94-90 sigri í Garðabæ, í 1-1, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Þór tapaði boltanum aðeins fjórum sinnum í leiknum í gær en Stjörnumenn tíu sinnum, allt of klaufalega að mati sérfræðinganna í Körfuboltakvöldi: „Þetta eru svo fáránlega slappir, tapaðir boltar. Þeir eru bara að henda boltanum út af. Fólk þarf bara að vera eins og á golfvelli; horfa á kúluna til að fá hana ekki í sig. Horfa á boltann til að fá hann ekki í smettið. Þetta eru þannig tapaðir boltar, ekki skref eða eitthvað slíkt,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Já, bara sendingar út í bláinn,“ sagði Teitur Örlygsson en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Drungilas og Lawson gegn Stjörnunni „En eigum við ekki frekar að hrósa Þór?“ spurði Teitur, og Benedikt og Kjartan Atli Kjartansson voru sammála því. Það væri „algjörlega galið“ að tapa boltanum aðeins fjórum sinnum í svo hröðum leik. Minnir á Nikola Jokic „Hversu góður var Drungilas?“ spurði Kjartan svo. „Við töluðum um það fyrir leik að hann gæti orðið afburðagóður, og hann var það,“ sagði Benedikt. „Hann er með svo mikla tilfinningu fyrir leiknum, svo skemmtilegt tempó á sendingunum sínum. Hann bíður oft eina aukasekúndu og fríar þannig menn gjörsamlega,“ sagði Kjartan og Benedikt sá líkindi með með Drungilas og einum besta leikmanni NBA-deildarinnar í vetur: „Ég ætla ekki að kalla hann Nikola Jokic en hann er alla vega svona stiga-, frákasta- og sendingamaður.“ Callum Lawson var ekki upp á sitt besta í fyrsta leik einvígisins en skoraði tvær magnaðar körfur í gærkvöld. Önnur var flautuþristur frá miðju og hin þriggja stiga karfa á ögurstundu, þegar Lawson virtist varla horfa á körfuna. „Þetta eru skot sem að þú þarft að taka tuttugu sinnum til þess að eitt fari ofan í. Hann skoraði úr tveimur þannig nánast úr tveimur tilraunum. Það er Eurolottó-lykt af þessu,“ sagði Benedikt léttur en umræðuna má sjá alla hér að ofan. Næsti leikur einvígisins er í Þorlákshöfn á sunnudagskvöld kl. 20.15.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 90-94 | Ískaldir Þórsarar kláruðu leikinn á vítalínunni Stjarnan tók á móti Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Stjarnan vann fyrsta leikinn með níu stigum á útivelli en Þór jafnaði metin með fjögurra stiga sigri - einnig á útivelli - í kvöld. 3. júní 2021 22:00 Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90. 3. júní 2021 22:31 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 90-94 | Ískaldir Þórsarar kláruðu leikinn á vítalínunni Stjarnan tók á móti Þór Þorlákshöfn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta. Stjarnan vann fyrsta leikinn með níu stigum á útivelli en Þór jafnaði metin með fjögurra stiga sigri - einnig á útivelli - í kvöld. 3. júní 2021 22:00
Hræðist ekkert að fara í Þorlákshöfn Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki beint sáttur eftir tap sinna manna á heimavelli í kvöld þegar að Þór frá Þorlákshöfn náði aftur heimavallarréttinum með fjögurra stiga sigri, 94-90. 3. júní 2021 22:31