„Ég þarf að halda haus og á ekki að vera ögra dómaranum svona“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2021 12:30 Styrmir Snær Þrastarson er ekki búinn að halda upp á tvítugsafmælið sitt en var með 20 stig og 11 fráköst á erfiðum útivelli í gær. S2 Sport Styrmir Snær Þrastarson mætti á háborðið til þeirra Kjartan Atla Kjartanssonar, Teits Örlygssonar og Benedikts Guðmundssonar eftir sigur Þórs í öðrum leik undanúrslitaeinvígisins á móti Stjörnunni. Styrmir Snær var frábær í leiknum, skoraði 20 stig, var með 11 fráköst og tók af skarið á mikilvægum tímapunktum. Hann skoraði meðal annars fimm fyrstu stig Þórs í leiknum eftir að ekkert gekk að skora í byrjun og setti síðan niður risastór víti á lokasekúndunum. „Ég var að segja við hann Styrmi þegar við vorum í auglýsingahléinu að þegar lið eru með bakið upp við vegg þá mæta A-landsliðsmenn og eru stiga- og frákastahæstir í sínum liðum,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og beindi orðum sínum til Teits Örlygssonar. S2 Sport „Þetta er allt nýtt fyrir Styrmi því þetta er fyrsta úrslitakeppnin hans. Hann var frábær,“ sagði Teitur en hvernig var dagurinn hjá þessum unga leikmanni. „Ég vaknaði og fór í vinnuna. Ég kom heim í hádeginu og lagði mig. Svo fór ég að gera teygjuæfingar og alls konar æfingar til að hita mig upp. Svo borða ég klukkutíma fyrir leik og fer svo upp í hús til að spila körfubolta með strákunum,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson um það hvernig leikdagurinn er hjá honum. „Okkur finnst við vera með betra lið. Það er kannski meiri pressa á okkur heldur en þeim. Við elskum að fá pressu á bakið af því að við spilum best undir pressu,“ sagði Styrmir Snær. Hann fékk oft tíma og pláss til að skjóta á körfuna í gær og nýtt það með því að setja niður þrjú þriggja stiga skot. „Ég er búinn að vera æfa skotin eftir Keflavíkurleikinn í seinni umferðinni. Þeir voru fyrstir til að gefa mér skotið. Þetta er eitthvað sem ég þarf að þróa í mínum leik. Það gengur svona ágætlega,“ sagði Styrmir Snær. Styrmir Snær var líka spurður út í það þegar Ísak Ernir Kristinsson gaf honum tæknivillur í seinni hálfleik. Flestir voru á því að Styrmir hafi þá átt að fá villu en dómararnir dæmdu ekkert. Styrmir sló í gólfið og fékk tæknivillu. „Mér fannst ég eiga skilið villuna. Ég þarf að halda haus og á ekki að vera ögra dómaranum svona,“ sagði Styrmir Snær en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Styrmir settist á háborðið eftir leik Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Sjá meira
Styrmir Snær var frábær í leiknum, skoraði 20 stig, var með 11 fráköst og tók af skarið á mikilvægum tímapunktum. Hann skoraði meðal annars fimm fyrstu stig Þórs í leiknum eftir að ekkert gekk að skora í byrjun og setti síðan niður risastór víti á lokasekúndunum. „Ég var að segja við hann Styrmi þegar við vorum í auglýsingahléinu að þegar lið eru með bakið upp við vegg þá mæta A-landsliðsmenn og eru stiga- og frákastahæstir í sínum liðum,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og beindi orðum sínum til Teits Örlygssonar. S2 Sport „Þetta er allt nýtt fyrir Styrmi því þetta er fyrsta úrslitakeppnin hans. Hann var frábær,“ sagði Teitur en hvernig var dagurinn hjá þessum unga leikmanni. „Ég vaknaði og fór í vinnuna. Ég kom heim í hádeginu og lagði mig. Svo fór ég að gera teygjuæfingar og alls konar æfingar til að hita mig upp. Svo borða ég klukkutíma fyrir leik og fer svo upp í hús til að spila körfubolta með strákunum,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson um það hvernig leikdagurinn er hjá honum. „Okkur finnst við vera með betra lið. Það er kannski meiri pressa á okkur heldur en þeim. Við elskum að fá pressu á bakið af því að við spilum best undir pressu,“ sagði Styrmir Snær. Hann fékk oft tíma og pláss til að skjóta á körfuna í gær og nýtt það með því að setja niður þrjú þriggja stiga skot. „Ég er búinn að vera æfa skotin eftir Keflavíkurleikinn í seinni umferðinni. Þeir voru fyrstir til að gefa mér skotið. Þetta er eitthvað sem ég þarf að þróa í mínum leik. Það gengur svona ágætlega,“ sagði Styrmir Snær. Styrmir Snær var líka spurður út í það þegar Ísak Ernir Kristinsson gaf honum tæknivillur í seinni hálfleik. Flestir voru á því að Styrmir hafi þá átt að fá villu en dómararnir dæmdu ekkert. Styrmir sló í gólfið og fékk tæknivillu. „Mér fannst ég eiga skilið villuna. Ég þarf að halda haus og á ekki að vera ögra dómaranum svona,“ sagði Styrmir Snær en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Styrmir settist á háborðið eftir leik
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Sjá meira