Níu og fjögurra ára keyrðu af stað til Kaliforníu til að synda með höfrungunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2021 22:25 Á myndinni er hvorugt barnanna sem um ræðir. Getty Tvær barnungar stúlkur í Utah í Bandaríkjunum tóku sig til og óku af stað til Kaliforníu, á bíl foreldra sinna, til þess að synda með höfrungunum. Systurnar, sem eru níu og fjögurra ára, eru auðvitað hvorugar með bílpróf og fór ekki betur en svo a þær keyrðu utan í bíl og lentu svo framan á sendiferðabíl. Hvorug þeirra meiddist við herlegheitin, enda báðar spenntar í sætisbeltin. Stúlkurnar, ákveðnar í því að komast til höfrunganna í Kaliforníu, lögðu af stað í háskaförina á miðvikudagsmorgun, gripu lyklana að Chevy Malibu bíl foreldra sinna og laumuðust út um kjallaradyrnar heima hjá sér. Eldri systirin settist í bílstjórasætið og systir hennar við hlið hennar í farþegasætið og þær keyrðu af stað. Þrátt fyrir að vera óvanir ökumenn tókst þeim að keyra 16 kílómetra burt frá heimili sínu í West Jordan til West Valley borgar, þar á meðal á hraðbrautinni. Bílstjóri sendiferðabílsins, sem stúlkurnar klesstu að lokum á, hafði tekið eftir bílnum þeirra en hann varð vitni að því þegar bíllinn skall utan í annan bíl. Bílstjórinn stóð í þeirri trú að ökumaður bifreiðarinnar væri í einhvers konar annarlegu ástandi og ákvað að elta bílinn. Það var ekki fyrr en eftir að lokaáreksturinn varð sem hann sá stúlkurnar tvær, einar, í bílnum, sér til mikillar furðu. „Þær töluðu um að þær ætluðu til Kaliforníu að synda með höfrungunum og fara á ströndina. Þær sögðu líka að þær hafi vaknað klukkan þrjú til að leggja af stað,“ sagði Scott List, rannsóknarlögreglumaður í West Jordan í samtali við fréttamenn. „Foreldrarnir voru skelfingu lostnir þegar þeir komu að tómum rúmum,“ sagði hann. Samkvæmt fréttaflutningi ABC4 höfðu foreldrarnir talað um það fyrir einhverju síðan að fara í frí til Kaliforníu, sem gæti hafa verið kveikjan að þessari bráðskemmtilegu en jafnframt hættilegu hugmynd stúlknanna. Bandaríkin Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Systurnar, sem eru níu og fjögurra ára, eru auðvitað hvorugar með bílpróf og fór ekki betur en svo a þær keyrðu utan í bíl og lentu svo framan á sendiferðabíl. Hvorug þeirra meiddist við herlegheitin, enda báðar spenntar í sætisbeltin. Stúlkurnar, ákveðnar í því að komast til höfrunganna í Kaliforníu, lögðu af stað í háskaförina á miðvikudagsmorgun, gripu lyklana að Chevy Malibu bíl foreldra sinna og laumuðust út um kjallaradyrnar heima hjá sér. Eldri systirin settist í bílstjórasætið og systir hennar við hlið hennar í farþegasætið og þær keyrðu af stað. Þrátt fyrir að vera óvanir ökumenn tókst þeim að keyra 16 kílómetra burt frá heimili sínu í West Jordan til West Valley borgar, þar á meðal á hraðbrautinni. Bílstjóri sendiferðabílsins, sem stúlkurnar klesstu að lokum á, hafði tekið eftir bílnum þeirra en hann varð vitni að því þegar bíllinn skall utan í annan bíl. Bílstjórinn stóð í þeirri trú að ökumaður bifreiðarinnar væri í einhvers konar annarlegu ástandi og ákvað að elta bílinn. Það var ekki fyrr en eftir að lokaáreksturinn varð sem hann sá stúlkurnar tvær, einar, í bílnum, sér til mikillar furðu. „Þær töluðu um að þær ætluðu til Kaliforníu að synda með höfrungunum og fara á ströndina. Þær sögðu líka að þær hafi vaknað klukkan þrjú til að leggja af stað,“ sagði Scott List, rannsóknarlögreglumaður í West Jordan í samtali við fréttamenn. „Foreldrarnir voru skelfingu lostnir þegar þeir komu að tómum rúmum,“ sagði hann. Samkvæmt fréttaflutningi ABC4 höfðu foreldrarnir talað um það fyrir einhverju síðan að fara í frí til Kaliforníu, sem gæti hafa verið kveikjan að þessari bráðskemmtilegu en jafnframt hættilegu hugmynd stúlknanna.
Bandaríkin Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira