Grunur um leka á viðkvæmum gögnum til sakborninga um afléttingu bankaleyndar og hleranir Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 2. júní 2021 18:35 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinum. Vísir/Egill Grunur er um að gífurlega viðkvæmum gögnum, sem varða meðal annars afléttingu bankaleyndar og hleranir, hafi verið lekið til sakborninga sem grunaðir eru um að hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi. Um er að ræða á annan tug dómsúrskurða sem lögregla, bankastarfsmenn og starfsmenn héraðsdóms höfðu aðgang að. Fréttastofa hefur undir höndum 15 dómsúrskúrði héraðsdóms Reykjavíkur er varða flestir afléttingu bankaleyndar. Nokkrir varða einnig heimild lögreglu til símhlustunar, hljóðritunar, hljóðupptöku, myndupptöku og notkun eftirfararbúnaðar. Heimildir fréttastofu herma að úrskurðirnir hafi endað í höndum sakborninga í umfangsmiklu máli sem varðar skipulagða glæpastarfsemi. Fyrsti úrskurðinn er frá janúar 2020 og síðasti frá lok september sama ár en úrskurðirnir fimmtán spanna tímaramma frá upphafi rannsóknar málsins. Úrskurðirnir beinast að tveimur karlmönnum sem hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu frá janúar 2020. Talið er að þeir, ásamt hópi manna sem telur á annan tug, hafi stundað umfangsmikla framleiðslu- og sölu fíkniefna ásamt ýmsum fjármunabrotum. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í mars en í Kompás var fjallað um málið sem teygir anga sína víða. Hér má sjá fyrri hluta umfjöllunar Kompáss um skipulagða glæpastarfsemi þar sem meðal annars var fjallað um málið: „Mjög alvarlegt“ Ljóst er að yfir gögnum sem þessum hvílir algjör trúnaðar- og þagnarskylda og það litið alvarlegum augum að þau hafi komist í hendur sakborninga. Það geti spillt rannsókninni. Eins og staðan er í dag er ekki vitað hvaðan gögnunum var lekið en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til skoðunar. „Það er mjög alvarlegt ef gögn sem við fáum með þessum hætti eru þar af leiðandi gögn sem eiga að njóta verndar og þarf sérstakan úrskurð héraðsdómara til að afhenda lögreglu að upplýsingar um slíkt fari til þeirra sem rannsóknin og úrskurðurinn beinist að,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hefur þú áhyggjur af því að þessi leki hafi spillt einhverju við rannsókn málsins? „Það er ekki gott að segja hvenær upplýsingarnar fóru til viðkomandi, við höfum ekki áttað okkur á því.“ Gögnin í höndum nokkurra aðila Nokkrir aðilar höfðu úrskurðina undir höndum eftir að þeir voru kveðnir upp. „Það eru við, lögreglan, starfsmenn bankans sem fá úrskurðarorðin til að afhenda gögnin. Þessi gögn eru úr héraðsdómi líka og það eru talsmenn sem eru kallaðir til þegar slíkur úrskurður er kveðinn upp. Þeir hafa það líka.“ Töldu algjöran trúnað á gögnunum Fjármálaeftirlit Seðlabankans verður látið vita af málinu og einnig embætti héraðssaksóknara verði það tekið til rannsóknar. Grímur man ekki til þess að álíka mál hafi komið upp áður. Hvaða áhrif hefur þetta á aðrar rannsóknir innan lögreglunnar? Vekur þetta upp vantraust á aðrar rannsóknir? „Það er ekki gott að segja. Það blasir við að gögn, sem við töldum að væri algjör trúnaður um og myndi aldrei berast frá einum né neinum til þeirra sem úrskurðurinn beinist að, hafa borist til óviðkomandi.“ Kompás Lögreglan Lögreglumál Seðlabankinn Dómstólar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Fréttastofa hefur undir höndum 15 dómsúrskúrði héraðsdóms Reykjavíkur er varða flestir afléttingu bankaleyndar. Nokkrir varða einnig heimild lögreglu til símhlustunar, hljóðritunar, hljóðupptöku, myndupptöku og notkun eftirfararbúnaðar. Heimildir fréttastofu herma að úrskurðirnir hafi endað í höndum sakborninga í umfangsmiklu máli sem varðar skipulagða glæpastarfsemi. Fyrsti úrskurðinn er frá janúar 2020 og síðasti frá lok september sama ár en úrskurðirnir fimmtán spanna tímaramma frá upphafi rannsóknar málsins. Úrskurðirnir beinast að tveimur karlmönnum sem hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu frá janúar 2020. Talið er að þeir, ásamt hópi manna sem telur á annan tug, hafi stundað umfangsmikla framleiðslu- og sölu fíkniefna ásamt ýmsum fjármunabrotum. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í mars en í Kompás var fjallað um málið sem teygir anga sína víða. Hér má sjá fyrri hluta umfjöllunar Kompáss um skipulagða glæpastarfsemi þar sem meðal annars var fjallað um málið: „Mjög alvarlegt“ Ljóst er að yfir gögnum sem þessum hvílir algjör trúnaðar- og þagnarskylda og það litið alvarlegum augum að þau hafi komist í hendur sakborninga. Það geti spillt rannsókninni. Eins og staðan er í dag er ekki vitað hvaðan gögnunum var lekið en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til skoðunar. „Það er mjög alvarlegt ef gögn sem við fáum með þessum hætti eru þar af leiðandi gögn sem eiga að njóta verndar og þarf sérstakan úrskurð héraðsdómara til að afhenda lögreglu að upplýsingar um slíkt fari til þeirra sem rannsóknin og úrskurðurinn beinist að,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hefur þú áhyggjur af því að þessi leki hafi spillt einhverju við rannsókn málsins? „Það er ekki gott að segja hvenær upplýsingarnar fóru til viðkomandi, við höfum ekki áttað okkur á því.“ Gögnin í höndum nokkurra aðila Nokkrir aðilar höfðu úrskurðina undir höndum eftir að þeir voru kveðnir upp. „Það eru við, lögreglan, starfsmenn bankans sem fá úrskurðarorðin til að afhenda gögnin. Þessi gögn eru úr héraðsdómi líka og það eru talsmenn sem eru kallaðir til þegar slíkur úrskurður er kveðinn upp. Þeir hafa það líka.“ Töldu algjöran trúnað á gögnunum Fjármálaeftirlit Seðlabankans verður látið vita af málinu og einnig embætti héraðssaksóknara verði það tekið til rannsóknar. Grímur man ekki til þess að álíka mál hafi komið upp áður. Hvaða áhrif hefur þetta á aðrar rannsóknir innan lögreglunnar? Vekur þetta upp vantraust á aðrar rannsóknir? „Það er ekki gott að segja. Það blasir við að gögn, sem við töldum að væri algjör trúnaður um og myndi aldrei berast frá einum né neinum til þeirra sem úrskurðurinn beinist að, hafa borist til óviðkomandi.“
Kompás Lögreglan Lögreglumál Seðlabankinn Dómstólar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira