Langþreyttir flugmenn Landhelgisgæslunnar Jakob Ólafsson skrifar 2. júní 2021 12:01 Flugmenn Landhelgisgæslu Íslands hafa verið samningslausir í nærri eitt og hálft ár, eða frá árslokum 2019. Samninganefnd Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur gengið illa að fá fundi með samninganefnd ríkisins og er kjarasamningurinn nú kominn á borð ríkissáttasemjara. Einungis hafa fjórir fundir verið haldnir með ríkissáttasemjara frá 10. febrúar, 2021 og stefnan hjá fjármálaráðuneytinu virðist vera að fara með flugmenn Landhelgisgæslunar sömu leið og gerðadómur fór með flugvirkja LHG. Ásteytingarsteinninn er starfsaldurslistar flugmanna sem samninganefnd ríkisins telur ekki samræmast lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996, og tengir það gerðardómi sem felldi slíkan úrskurð í tilfelli flugvirkja LHG. Samninganefnd FÍA telur að þarna sé um grundvallarmisskilning að ræða því starfsaldurslistar flugmanna byggja á öðrum forsendum en starfsaldurslistar annarra stétta. Starfsaldurslistar flugmanna byggja á forsendum flugöryggis og með afnámi þeirra er flugöryggi beinlínis stefnt í hættu þar sem flugmenn LHG þurfa oft að taka erfiðar ákvarðarnir á erfiðum tímum, starfsaldurslisti heldur utan um flugmanninn við erfiðar ákvarðarnir. Starfsaldurslistar flugmanna = Flugöryggi Flug er öruggasti ferðamáti sem um getur en sá árangur byggir á þrotlausri öryggisvinnu. Stórt skref var tekið hér á Íslandi þegar sanngirnismenning (e. just culture) var innleidd inn í lög um loftferðir en starfsaldurslistar eru einn af burðarsúlum hennar. Starfsaldurslistar tryggja að... Flugmenn geti aflýst flugi ef þeir telja aðstæður ógna öryggi farþega eða áhafnar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að verða reknir eða verða refsað. Til að mynda í vályndum veðrum eða ef eldsneytisbirgðir eru ónægar. Flugmenn geti afboðað sig til vinnu séu þeir veikir eða of þreyttir án ótta við að verða reknir eða refsað. Flugmenn geti óhræddir tilkynnt um slys eða atvik svo hægt sé að bregðast við með breyttum verkferlum eða öðrum viðeigandi aðgerðum (sbr. sanngirnismenning). Flugmenn flytjist ekki i flugstjórastöður nema þeir hafi öðlast tilhlíðlega hæfni, reynslu og færni. Þannig má koma í veg fyrir frændhygli og spillingu. Reynslutap og spekileki Hagur flugrekstraraðila er einnig tryggður með þessu fyrirkomulagi því langtímasjónarmið eru ávallt farsælli í rekstri en áhættusamur skammtímagróði. Flugfélög sem ekki hafa starfsaldurslista hafa einnig miklu meiri flugmannaveltu með tilheyrandi reynslutapi og spekileka. Því eru starfsaldurslistar flugmanna í notkun hjá velflestum flugrekstraraðilum heims og ljóst er að flugfélög sem hafa öryggismenningu ekki í hávegi lenda í mun fleiri og alvarlegri tilvikum og slysum en önnur. Starfsaldurslistar flugmanna eru því mikilvægt öryggisatriði, og jafnvel enn mikilvægara í tilfelli flugmanna Landhelgisgæslunnar sem starfa oft undir gríðarlegu álagi, standa í framlínu í björgunaraðgerðum þar sem mannslíf eru oft í húfi og fljúga loftförum við afar krefjandi aðstæður með veikt og slasað fólk. Höfundur er flugstjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landhelgisgæslan Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flugmenn Landhelgisgæslu Íslands hafa verið samningslausir í nærri eitt og hálft ár, eða frá árslokum 2019. Samninganefnd Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur gengið illa að fá fundi með samninganefnd ríkisins og er kjarasamningurinn nú kominn á borð ríkissáttasemjara. Einungis hafa fjórir fundir verið haldnir með ríkissáttasemjara frá 10. febrúar, 2021 og stefnan hjá fjármálaráðuneytinu virðist vera að fara með flugmenn Landhelgisgæslunar sömu leið og gerðadómur fór með flugvirkja LHG. Ásteytingarsteinninn er starfsaldurslistar flugmanna sem samninganefnd ríkisins telur ekki samræmast lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996, og tengir það gerðardómi sem felldi slíkan úrskurð í tilfelli flugvirkja LHG. Samninganefnd FÍA telur að þarna sé um grundvallarmisskilning að ræða því starfsaldurslistar flugmanna byggja á öðrum forsendum en starfsaldurslistar annarra stétta. Starfsaldurslistar flugmanna byggja á forsendum flugöryggis og með afnámi þeirra er flugöryggi beinlínis stefnt í hættu þar sem flugmenn LHG þurfa oft að taka erfiðar ákvarðarnir á erfiðum tímum, starfsaldurslisti heldur utan um flugmanninn við erfiðar ákvarðarnir. Starfsaldurslistar flugmanna = Flugöryggi Flug er öruggasti ferðamáti sem um getur en sá árangur byggir á þrotlausri öryggisvinnu. Stórt skref var tekið hér á Íslandi þegar sanngirnismenning (e. just culture) var innleidd inn í lög um loftferðir en starfsaldurslistar eru einn af burðarsúlum hennar. Starfsaldurslistar tryggja að... Flugmenn geti aflýst flugi ef þeir telja aðstæður ógna öryggi farþega eða áhafnar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að verða reknir eða verða refsað. Til að mynda í vályndum veðrum eða ef eldsneytisbirgðir eru ónægar. Flugmenn geti afboðað sig til vinnu séu þeir veikir eða of þreyttir án ótta við að verða reknir eða refsað. Flugmenn geti óhræddir tilkynnt um slys eða atvik svo hægt sé að bregðast við með breyttum verkferlum eða öðrum viðeigandi aðgerðum (sbr. sanngirnismenning). Flugmenn flytjist ekki i flugstjórastöður nema þeir hafi öðlast tilhlíðlega hæfni, reynslu og færni. Þannig má koma í veg fyrir frændhygli og spillingu. Reynslutap og spekileki Hagur flugrekstraraðila er einnig tryggður með þessu fyrirkomulagi því langtímasjónarmið eru ávallt farsælli í rekstri en áhættusamur skammtímagróði. Flugfélög sem ekki hafa starfsaldurslista hafa einnig miklu meiri flugmannaveltu með tilheyrandi reynslutapi og spekileka. Því eru starfsaldurslistar flugmanna í notkun hjá velflestum flugrekstraraðilum heims og ljóst er að flugfélög sem hafa öryggismenningu ekki í hávegi lenda í mun fleiri og alvarlegri tilvikum og slysum en önnur. Starfsaldurslistar flugmanna eru því mikilvægt öryggisatriði, og jafnvel enn mikilvægara í tilfelli flugmanna Landhelgisgæslunnar sem starfa oft undir gríðarlegu álagi, standa í framlínu í björgunaraðgerðum þar sem mannslíf eru oft í húfi og fljúga loftförum við afar krefjandi aðstæður með veikt og slasað fólk. Höfundur er flugstjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun