Teitur Örlygs mætti himinlifandi á háborðið og ræddi stórfrétt kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2021 10:30 Teitur Örlygsson var mjög sáttur með fréttir gærkvöldsins eins og sjá má þegar hann mætti í Domino's Körfuboltakvöld eftir leikinn. S2 Sport Keflvíkingar komust í 1-0 á móti KR í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi en nágrannar þeirra og erkifjendur úr Njarðvík stálu svolítið sviðsljósinu með því að tilkynna um nýjan þriggja ára samning sinn við landsliðsmanninn Hauk Helga Pálsson. Teitur Örlygsson lýsti leik Keflavíkur og KR með Ríkharð Guðnasyni í gærkvöldi en eftir leikinn mætti hann á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi til að ræða málin sem nýkjörinn stjórnarmaður í Körfuknattleiksdeild UMFN. „Talandi um Teit. Hann er sestur í settið hjá okkur. Njarðvíkingur og þið eruð búnir að landa Hauki Helga,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino's Körfuboltakvölds. „Já, já. Ég fékk þessar fréttir rétt fyrir leik,“ sagði Teitur Örlygsson og fékk svolítið kómísk viðbrögð frá sérfræðingunum. „Já kom þetta ekki alveg gjörsamlega flatt upp á þig,“ skaut Hermann Hauksson á Teit sem svaraði léttur: „Ég átti bágt með mig á fyrstu mínútunum,“ sagði Teitur en hélt svo áfram. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Haukur Helgi búinn að semja við Njarðvík „Grínlaus þá eru þetta frábærar fréttir fyrir alla Njarðvíkinga. Það er mikil gleði í okkar herbúðum. Við viljum vera á þessu sviði í úrslitakeppninni sem tókst ekki núna. Að fá Hauk Helga er frábært fyrir félagið á allan hátt. Hann þekkir okkur og við þekkjum hann. Af góðu einu því hann er frábær fulltrúi íþróttaliðs eins og við þekkjum allir. Heill og góður innan og utan vallar. Fyrirmynd fyrir unga krakka. Manneskjan sem við viljum fá í félagið okkar,“ sagði Teitur. „Svo skemmir ekkert fyrir að hann er alveg ágætur í körfubolta líka,“ sagði Teitur. Sérfræðingarnir ræddu síðan það að Haukur Helgi Pálsson sé að koma heim núna þegar hann er með flott hlutverk hjá liði í sterkustu landsdeildinni í Evrópu. „Eins frábær og hann er búinn að vera þann tíma sem hann hefur verið heill þarna úti. Það er rosalega erfitt þegar þú ert að meiðast oft á þessu hæsta stigi. Þá ferðu aftast í goggunarröðina hjá þjálfurunum og ert alltaf að vinna þig frá byrjunarpunkti og upp. Það tekur eðlilega á andlega og líkamlega. Ég skil þessa ákvörðun ágætlega en ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá hann halda áfram í bestu deild í Evrópu,“ sagði Hermann Hauksson. „Fyrir okkur hérna heima, þennan þátt, þessa deild og fyrir körfuboltaðdáendur þá er þetta eina besta frétt sem ég hef fengið í langan tíma,“ sagði Hermann. Það má heyra alla umfjöllunina um Hauk Helga Pálsson og sjá heimsókn Teits Örlygssonar í myndbandinu hér fyrir ofan. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Teitur Örlygsson lýsti leik Keflavíkur og KR með Ríkharð Guðnasyni í gærkvöldi en eftir leikinn mætti hann á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi til að ræða málin sem nýkjörinn stjórnarmaður í Körfuknattleiksdeild UMFN. „Talandi um Teit. Hann er sestur í settið hjá okkur. Njarðvíkingur og þið eruð búnir að landa Hauki Helga,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino's Körfuboltakvölds. „Já, já. Ég fékk þessar fréttir rétt fyrir leik,“ sagði Teitur Örlygsson og fékk svolítið kómísk viðbrögð frá sérfræðingunum. „Já kom þetta ekki alveg gjörsamlega flatt upp á þig,“ skaut Hermann Hauksson á Teit sem svaraði léttur: „Ég átti bágt með mig á fyrstu mínútunum,“ sagði Teitur en hélt svo áfram. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Haukur Helgi búinn að semja við Njarðvík „Grínlaus þá eru þetta frábærar fréttir fyrir alla Njarðvíkinga. Það er mikil gleði í okkar herbúðum. Við viljum vera á þessu sviði í úrslitakeppninni sem tókst ekki núna. Að fá Hauk Helga er frábært fyrir félagið á allan hátt. Hann þekkir okkur og við þekkjum hann. Af góðu einu því hann er frábær fulltrúi íþróttaliðs eins og við þekkjum allir. Heill og góður innan og utan vallar. Fyrirmynd fyrir unga krakka. Manneskjan sem við viljum fá í félagið okkar,“ sagði Teitur. „Svo skemmir ekkert fyrir að hann er alveg ágætur í körfubolta líka,“ sagði Teitur. Sérfræðingarnir ræddu síðan það að Haukur Helgi Pálsson sé að koma heim núna þegar hann er með flott hlutverk hjá liði í sterkustu landsdeildinni í Evrópu. „Eins frábær og hann er búinn að vera þann tíma sem hann hefur verið heill þarna úti. Það er rosalega erfitt þegar þú ert að meiðast oft á þessu hæsta stigi. Þá ferðu aftast í goggunarröðina hjá þjálfurunum og ert alltaf að vinna þig frá byrjunarpunkti og upp. Það tekur eðlilega á andlega og líkamlega. Ég skil þessa ákvörðun ágætlega en ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá hann halda áfram í bestu deild í Evrópu,“ sagði Hermann Hauksson. „Fyrir okkur hérna heima, þennan þátt, þessa deild og fyrir körfuboltaðdáendur þá er þetta eina besta frétt sem ég hef fengið í langan tíma,“ sagði Hermann. Það má heyra alla umfjöllunina um Hauk Helga Pálsson og sjá heimsókn Teits Örlygssonar í myndbandinu hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira