Teitur Örlygs mætti himinlifandi á háborðið og ræddi stórfrétt kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2021 10:30 Teitur Örlygsson var mjög sáttur með fréttir gærkvöldsins eins og sjá má þegar hann mætti í Domino's Körfuboltakvöld eftir leikinn. S2 Sport Keflvíkingar komust í 1-0 á móti KR í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi en nágrannar þeirra og erkifjendur úr Njarðvík stálu svolítið sviðsljósinu með því að tilkynna um nýjan þriggja ára samning sinn við landsliðsmanninn Hauk Helga Pálsson. Teitur Örlygsson lýsti leik Keflavíkur og KR með Ríkharð Guðnasyni í gærkvöldi en eftir leikinn mætti hann á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi til að ræða málin sem nýkjörinn stjórnarmaður í Körfuknattleiksdeild UMFN. „Talandi um Teit. Hann er sestur í settið hjá okkur. Njarðvíkingur og þið eruð búnir að landa Hauki Helga,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino's Körfuboltakvölds. „Já, já. Ég fékk þessar fréttir rétt fyrir leik,“ sagði Teitur Örlygsson og fékk svolítið kómísk viðbrögð frá sérfræðingunum. „Já kom þetta ekki alveg gjörsamlega flatt upp á þig,“ skaut Hermann Hauksson á Teit sem svaraði léttur: „Ég átti bágt með mig á fyrstu mínútunum,“ sagði Teitur en hélt svo áfram. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Haukur Helgi búinn að semja við Njarðvík „Grínlaus þá eru þetta frábærar fréttir fyrir alla Njarðvíkinga. Það er mikil gleði í okkar herbúðum. Við viljum vera á þessu sviði í úrslitakeppninni sem tókst ekki núna. Að fá Hauk Helga er frábært fyrir félagið á allan hátt. Hann þekkir okkur og við þekkjum hann. Af góðu einu því hann er frábær fulltrúi íþróttaliðs eins og við þekkjum allir. Heill og góður innan og utan vallar. Fyrirmynd fyrir unga krakka. Manneskjan sem við viljum fá í félagið okkar,“ sagði Teitur. „Svo skemmir ekkert fyrir að hann er alveg ágætur í körfubolta líka,“ sagði Teitur. Sérfræðingarnir ræddu síðan það að Haukur Helgi Pálsson sé að koma heim núna þegar hann er með flott hlutverk hjá liði í sterkustu landsdeildinni í Evrópu. „Eins frábær og hann er búinn að vera þann tíma sem hann hefur verið heill þarna úti. Það er rosalega erfitt þegar þú ert að meiðast oft á þessu hæsta stigi. Þá ferðu aftast í goggunarröðina hjá þjálfurunum og ert alltaf að vinna þig frá byrjunarpunkti og upp. Það tekur eðlilega á andlega og líkamlega. Ég skil þessa ákvörðun ágætlega en ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá hann halda áfram í bestu deild í Evrópu,“ sagði Hermann Hauksson. „Fyrir okkur hérna heima, þennan þátt, þessa deild og fyrir körfuboltaðdáendur þá er þetta eina besta frétt sem ég hef fengið í langan tíma,“ sagði Hermann. Það má heyra alla umfjöllunina um Hauk Helga Pálsson og sjá heimsókn Teits Örlygssonar í myndbandinu hér fyrir ofan. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Teitur Örlygsson lýsti leik Keflavíkur og KR með Ríkharð Guðnasyni í gærkvöldi en eftir leikinn mætti hann á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi til að ræða málin sem nýkjörinn stjórnarmaður í Körfuknattleiksdeild UMFN. „Talandi um Teit. Hann er sestur í settið hjá okkur. Njarðvíkingur og þið eruð búnir að landa Hauki Helga,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino's Körfuboltakvölds. „Já, já. Ég fékk þessar fréttir rétt fyrir leik,“ sagði Teitur Örlygsson og fékk svolítið kómísk viðbrögð frá sérfræðingunum. „Já kom þetta ekki alveg gjörsamlega flatt upp á þig,“ skaut Hermann Hauksson á Teit sem svaraði léttur: „Ég átti bágt með mig á fyrstu mínútunum,“ sagði Teitur en hélt svo áfram. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Haukur Helgi búinn að semja við Njarðvík „Grínlaus þá eru þetta frábærar fréttir fyrir alla Njarðvíkinga. Það er mikil gleði í okkar herbúðum. Við viljum vera á þessu sviði í úrslitakeppninni sem tókst ekki núna. Að fá Hauk Helga er frábært fyrir félagið á allan hátt. Hann þekkir okkur og við þekkjum hann. Af góðu einu því hann er frábær fulltrúi íþróttaliðs eins og við þekkjum allir. Heill og góður innan og utan vallar. Fyrirmynd fyrir unga krakka. Manneskjan sem við viljum fá í félagið okkar,“ sagði Teitur. „Svo skemmir ekkert fyrir að hann er alveg ágætur í körfubolta líka,“ sagði Teitur. Sérfræðingarnir ræddu síðan það að Haukur Helgi Pálsson sé að koma heim núna þegar hann er með flott hlutverk hjá liði í sterkustu landsdeildinni í Evrópu. „Eins frábær og hann er búinn að vera þann tíma sem hann hefur verið heill þarna úti. Það er rosalega erfitt þegar þú ert að meiðast oft á þessu hæsta stigi. Þá ferðu aftast í goggunarröðina hjá þjálfurunum og ert alltaf að vinna þig frá byrjunarpunkti og upp. Það tekur eðlilega á andlega og líkamlega. Ég skil þessa ákvörðun ágætlega en ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá hann halda áfram í bestu deild í Evrópu,“ sagði Hermann Hauksson. „Fyrir okkur hérna heima, þennan þátt, þessa deild og fyrir körfuboltaðdáendur þá er þetta eina besta frétt sem ég hef fengið í langan tíma,“ sagði Hermann. Það má heyra alla umfjöllunina um Hauk Helga Pálsson og sjá heimsókn Teits Örlygssonar í myndbandinu hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli