Sérfræðingar hafa áhyggjur af vanþekkingu Breta á píkunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júní 2021 07:42 „Það er hræðilegt að fólk viti svona lítið um píkuna og kvenlíkamann.“ Meirihluti Breta veit ekki hvað allir hlutar píkunnar heita og þá vita nærri 40 prósent ekki hvar snípurinn er. Þetta eru niðurstöður könnunar sem gerð var meðal einstaklinga á biðstofum heilbrigðisstofnana. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar vekja áhyggjur af því að konur þekki líkama sinn ekki nægilega vel til að bera kennsl á þá kvilla sem þær kunna að þjást af né til að geta sannarlega veitt upplýst samþykki fyrir læknsifræðilegum inngripum. Um 170 konur tóku þátt í könnuninni og 20 karlar. Þátttakendurnir voru spurðir að því hversu mörg „göt“ konur hefðu sunnan naflans og voru beðnir um að nefna þau. Aðeins 46 prósent vissu að götin væru þrjú; þvagrásaropið, leggöngin og endaþarmsopið. „Við sjáum að það eru konur sem virðast ekki vita að þær eru með þvagrásarop, leggöng og endaþarmsop. Þær virðast halda að þvagrásaropið og leggöngin séu það sama,“ segir Fiona Reid, sérfræðingur í þvag- og kvensjúkdómalækningum við St. Mary's Hospital í Manchester. Þátttakendur fengu einnig mynd af píkunni og voru beðnir um að merkja inn eins marga hluta hennar og þeir gátu. Næstum helmingur valdi að sleppa þessum hluta könnunarinnar en aðeins 9 prósent gátu nefnt alla hluta píkunnar. Flestir gátu merkt inn leggöngin og endaþarmsopið en aðeins 49 prósent merktu inn skapabarmana og 18 prósent spöngina. Þá ruglaðist fólk á snípnum og þvagrásaropinu. „Það er hræðilegt að fólk viti svona lítið um píkuna og kvenlíkamann,“ segir Lynn Enright, höfundur bókarinnar Vagina: A Re-education. „Það kemur hins vegar ekki á óvart.“ Enright segist telja algengara að fólk kannist við innri æxlunarfæri kvenna en píkuna sjálfa. Könnunin leiddi einnig í ljós að fólk þekkti sjúkdóma sem herja á öll kyn mun betur en sjúkdóma tengda kvenlíffærunum. Þannig könnuðust flestir við sykursýki og heilablóðfall en aðeins um helmingur vissi hvað grindarbotnssig var og þá könnuðust aðeins 23 prósent við vöðvahnúta í legi. Báðir „sjúkdómar“ hrjá um þriðjung kvenna einhvern tímann á lífsleiðinni. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Jafnréttismál Heilbrigðismál Bretland Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Sérfræðingar segja niðurstöðurnar vekja áhyggjur af því að konur þekki líkama sinn ekki nægilega vel til að bera kennsl á þá kvilla sem þær kunna að þjást af né til að geta sannarlega veitt upplýst samþykki fyrir læknsifræðilegum inngripum. Um 170 konur tóku þátt í könnuninni og 20 karlar. Þátttakendurnir voru spurðir að því hversu mörg „göt“ konur hefðu sunnan naflans og voru beðnir um að nefna þau. Aðeins 46 prósent vissu að götin væru þrjú; þvagrásaropið, leggöngin og endaþarmsopið. „Við sjáum að það eru konur sem virðast ekki vita að þær eru með þvagrásarop, leggöng og endaþarmsop. Þær virðast halda að þvagrásaropið og leggöngin séu það sama,“ segir Fiona Reid, sérfræðingur í þvag- og kvensjúkdómalækningum við St. Mary's Hospital í Manchester. Þátttakendur fengu einnig mynd af píkunni og voru beðnir um að merkja inn eins marga hluta hennar og þeir gátu. Næstum helmingur valdi að sleppa þessum hluta könnunarinnar en aðeins 9 prósent gátu nefnt alla hluta píkunnar. Flestir gátu merkt inn leggöngin og endaþarmsopið en aðeins 49 prósent merktu inn skapabarmana og 18 prósent spöngina. Þá ruglaðist fólk á snípnum og þvagrásaropinu. „Það er hræðilegt að fólk viti svona lítið um píkuna og kvenlíkamann,“ segir Lynn Enright, höfundur bókarinnar Vagina: A Re-education. „Það kemur hins vegar ekki á óvart.“ Enright segist telja algengara að fólk kannist við innri æxlunarfæri kvenna en píkuna sjálfa. Könnunin leiddi einnig í ljós að fólk þekkti sjúkdóma sem herja á öll kyn mun betur en sjúkdóma tengda kvenlíffærunum. Þannig könnuðust flestir við sykursýki og heilablóðfall en aðeins um helmingur vissi hvað grindarbotnssig var og þá könnuðust aðeins 23 prósent við vöðvahnúta í legi. Báðir „sjúkdómar“ hrjá um þriðjung kvenna einhvern tímann á lífsleiðinni. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Jafnréttismál Heilbrigðismál Bretland Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira