Deane Williams var sex mánaða þegar Keflavík sendi KR síðast í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2021 13:01 Deane Williams hefur verið frábær með Keflavíkurliðinu á þessu tímabili. Vísir/Vilhelm Deildarmeistarar Keflavíkur mæta aftur til leiks í úrslitakeppnina í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld eftir tíu daga frí þegar KR-inga koma í heimsókn í Blue höllina á Sunnubrautinni. KR-liðið fékk bara fjögurra daga frí eftir einvígi sitt á móti Val og hefur spilað þrjá leiki síðan að Keflvíkingar tryggðu sig inn í undanúrslitin 22. maí. KR-ingar hafa hins vegar verið með ágæt tök á Keflvíkingum í úrslitakeppninni undanfarin ár enda slegið lið Keflavíkur út í síðustu fjórum viðureignum félaganna. Keflvíkingar hafa ekki slegið KR-inga úr úr úrslitakeppninni síðan á síðustu öld eða síðan í undanúrslitaeinvíginu 1997. Það var fyrsta úrslitakeppni Sigurðar Ingimundarsonar með Keflavíkurliðið og þá Keflvíkingurinn Hrannar Hólm þjálfari KR-liðsins. Það eru því liðin 24 ár og rúmir níu mánuðir síðan að Keflavík tókst síðast að senda KR-inga í sumarfrí. Þá var Deane Williams, leikmaður Keflavíkurliðsins, aðeins sex mánaða gamall sem dæmi. Flestir leikmenn Keflavíkurliðsins voru líka á leikskólaaldri 23. mars 1997 þegar Keflavík innsiglaði þennan umrædda 3-1 sigur á KR í undanúrslitunum. Fyrirliðinn Hörður Axel var samt kominn í skóla og Reggie Dupree var búinn að halda upp á níu ára afmælið sitt. KR hefur slegið Keflavík út samanlagt 6-1 í tveimur einvígum liðanna undanfarinn áratug en einvígi liðanna vorið 2011 fór alla leið í oddaleik eftir að Keflavík vann upp 2-0 forskot KR-inga. KR vann einvígi liðanna árið 2009 í þremur leikjum en lokaleikurinn var fjórframlengdur. Leikur Keflavíkur og KR í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.45 á sömu rás. Einvígi Keflavíkur og KR í úrslitakeppni karla í körfubolta: Lokaúrslit 1989: Keflavík vann 2-1 Lokaúrslit 1990: KR vann 3-0 Undanúrslit 1991: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1992: Keflavík vann 2-1 Átta liða úrslit 1996: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1997: Keflavík vann 3-1 Undanúrslit 2009: KR vann 3-0 Undanúrslit 2011: KR vann 3-2 Undanúrslit 2017: KR vann 3-1 Átta liða úrslit 2019: KR vann 3-0 KR hefur unnið 5 einvígi og 20 leiki Keflavík hefur unnið 5 einvígi og 14 leiki 1989-1997: Keflavík vann 5 af 6 einvígum og 11 af 19 leikjum 1998-2019: KR vann öll 4 einvígin og 12 af 15 leikjum - Aldur nokkurra leikmanna Keflavíkurliðsins þegar Keflavík sló síðast KR út úr úrslitakeppninni: Arnór Sveinsson - ófæddur Deane Williams - 6 mánaða Calvin Burks Jr. - 1 árs og 3 mánaða Valur Orri Valsson - 2 ára og 9 mánaða Ágúst Orrason - 3 ára og 6 mánaða Dominykas Milka - 4 ára og 7 mánaða Þröstur Leó Jóhannsson - 8 ára og 2 mánaða Hörður Axel Vilhjálmsson - 8 ára og 3 mánaða Reggie Dupree - 9 ára og 3 mánaða Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
KR-liðið fékk bara fjögurra daga frí eftir einvígi sitt á móti Val og hefur spilað þrjá leiki síðan að Keflvíkingar tryggðu sig inn í undanúrslitin 22. maí. KR-ingar hafa hins vegar verið með ágæt tök á Keflvíkingum í úrslitakeppninni undanfarin ár enda slegið lið Keflavíkur út í síðustu fjórum viðureignum félaganna. Keflvíkingar hafa ekki slegið KR-inga úr úr úrslitakeppninni síðan á síðustu öld eða síðan í undanúrslitaeinvíginu 1997. Það var fyrsta úrslitakeppni Sigurðar Ingimundarsonar með Keflavíkurliðið og þá Keflvíkingurinn Hrannar Hólm þjálfari KR-liðsins. Það eru því liðin 24 ár og rúmir níu mánuðir síðan að Keflavík tókst síðast að senda KR-inga í sumarfrí. Þá var Deane Williams, leikmaður Keflavíkurliðsins, aðeins sex mánaða gamall sem dæmi. Flestir leikmenn Keflavíkurliðsins voru líka á leikskólaaldri 23. mars 1997 þegar Keflavík innsiglaði þennan umrædda 3-1 sigur á KR í undanúrslitunum. Fyrirliðinn Hörður Axel var samt kominn í skóla og Reggie Dupree var búinn að halda upp á níu ára afmælið sitt. KR hefur slegið Keflavík út samanlagt 6-1 í tveimur einvígum liðanna undanfarinn áratug en einvígi liðanna vorið 2011 fór alla leið í oddaleik eftir að Keflavík vann upp 2-0 forskot KR-inga. KR vann einvígi liðanna árið 2009 í þremur leikjum en lokaleikurinn var fjórframlengdur. Leikur Keflavíkur og KR í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.45 á sömu rás. Einvígi Keflavíkur og KR í úrslitakeppni karla í körfubolta: Lokaúrslit 1989: Keflavík vann 2-1 Lokaúrslit 1990: KR vann 3-0 Undanúrslit 1991: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1992: Keflavík vann 2-1 Átta liða úrslit 1996: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1997: Keflavík vann 3-1 Undanúrslit 2009: KR vann 3-0 Undanúrslit 2011: KR vann 3-2 Undanúrslit 2017: KR vann 3-1 Átta liða úrslit 2019: KR vann 3-0 KR hefur unnið 5 einvígi og 20 leiki Keflavík hefur unnið 5 einvígi og 14 leiki 1989-1997: Keflavík vann 5 af 6 einvígum og 11 af 19 leikjum 1998-2019: KR vann öll 4 einvígin og 12 af 15 leikjum - Aldur nokkurra leikmanna Keflavíkurliðsins þegar Keflavík sló síðast KR út úr úrslitakeppninni: Arnór Sveinsson - ófæddur Deane Williams - 6 mánaða Calvin Burks Jr. - 1 árs og 3 mánaða Valur Orri Valsson - 2 ára og 9 mánaða Ágúst Orrason - 3 ára og 6 mánaða Dominykas Milka - 4 ára og 7 mánaða Þröstur Leó Jóhannsson - 8 ára og 2 mánaða Hörður Axel Vilhjálmsson - 8 ára og 3 mánaða Reggie Dupree - 9 ára og 3 mánaða
Einvígi Keflavíkur og KR í úrslitakeppni karla í körfubolta: Lokaúrslit 1989: Keflavík vann 2-1 Lokaúrslit 1990: KR vann 3-0 Undanúrslit 1991: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1992: Keflavík vann 2-1 Átta liða úrslit 1996: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1997: Keflavík vann 3-1 Undanúrslit 2009: KR vann 3-0 Undanúrslit 2011: KR vann 3-2 Undanúrslit 2017: KR vann 3-1 Átta liða úrslit 2019: KR vann 3-0 KR hefur unnið 5 einvígi og 20 leiki Keflavík hefur unnið 5 einvígi og 14 leiki 1989-1997: Keflavík vann 5 af 6 einvígum og 11 af 19 leikjum 1998-2019: KR vann öll 4 einvígin og 12 af 15 leikjum - Aldur nokkurra leikmanna Keflavíkurliðsins þegar Keflavík sló síðast KR út úr úrslitakeppninni: Arnór Sveinsson - ófæddur Deane Williams - 6 mánaða Calvin Burks Jr. - 1 árs og 3 mánaða Valur Orri Valsson - 2 ára og 9 mánaða Ágúst Orrason - 3 ára og 6 mánaða Dominykas Milka - 4 ára og 7 mánaða Þröstur Leó Jóhannsson - 8 ára og 2 mánaða Hörður Axel Vilhjálmsson - 8 ára og 3 mánaða Reggie Dupree - 9 ára og 3 mánaða
Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira