Hámarkshraðinn í mínu hverfi Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar 1. júní 2021 07:31 Það eru liðin meira en níu ár síðan að ég sagði skilið við hið vindbarða Norðurland og settist að í hinni regnblautu höfuðborg þessa lands. Á þeim níu árum hef ég örugglega ekki enn náð að keyra um eða heimsækja allar götur borgarinnar. Því tel ég mig ekki í stakk búinn til þess að tjá mig um hæfilegan hámarkshraða í öllum hverfum. Allan minn tíma í borginni hef ég verið búsettur í Breiðholti. Hér þekki ég göturnar orðið afar vel og því hef ég á því nokkrar skoðanir hvort eða hvar þurfi að breyta hámarkshraða. Líklegt tel ég þó að mínar skoðanir á hámarkshraðanum hér uppí hæðunum megi einnig yfirfæra á önnur hverfi borgarinnar. Seljaskógar Á leiðinni til og frá vinnu keyri ég eftir götu sem ber nafnið Seljaskógar, þar er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund. Að þeirri götu liggja engar innkeyrslur, heldur er ekið af Seljaskógum inná aðrar götur, aðallega botnlanga þar sem er 30km/klst hámarkshraði. Frekar lítið er um gangandi vegfarendur meðfram eða yfir götuna og eru gangbrautir og hraðahindranir þar sem að göngustígar skarast við götuna. Flestir sem hér ferðast fótgangandi eða á einhverskonar hjólum virðast halda sig við göngustíga og gangstéttir. Á öllum þeim tíma sem að ég hef átt bíl man ég ekki eftir einu tilfelli þar sem að ég þurfti að hægja á mér vegna þess að bíllaus vegfarandi var að fara yfir götuna fjarri gangbraut. Lækkun hámarkshraðans hér myndi einungis lenga tímann sem að það tekur mann að keyra þessa stuttu vegalengd útað Breiðholtsbraut sem er sú stofnbraut sem þrjár af fjórum leiðum inn og út úr Seljahverfi tengjast við. Og einnig myndi þá lengjast sá tími þar sem nágrannarnir fengju að hlusta á mig spila Bubba á hæsta styrk og syngja með þegar ég keyri framhjá. Þar sem Seljaskógar endar tekur við gata sem heitir Hjallasel og er þar 30km/klst hámarkshraði. Innkeyrslur að raðhúsum liggja beint að þeirri götu svo að lægri hámarkshraði þar er vel verðskuldaður. Þannig er skipulagið við allar göturnar í hverfinu og eflaust allar götur í íbúðarhverfum allstaðar um allt land, meira eða minna; 50km/klst þar sem að engar innkeyrslur eru að götu. 30km/klst og jafn vel 15km/klst þar sem að innkeyrslur eru að götu. Jaðarsel Umhverfis hverfið mitt, þ.e.a.s. Selin, er einn hringur sem heitir samtals þrem nöfnum, Skógarsel, Rangársel og Jaðarsel. Af hverju menn gátu ekki bara gefið öllum hringnum sama nafnið skil ég ekki og tel ég það vera einstaklega ruglingslegt. Borgaryfirvöld mættu endilega taka það fyrir að nýta tækifærið á meðan hámarkshraði er endurskoðaður að fækka óþarfa götuheitum. Á Jaðar-Rangár-Skógarseli er einnig 50 kílómetra hámarskhraði. Aftur, engar innkeyrslur, heldur liggja frá þeirri götu lengri eða skemmri íbúðargötur og botnlangar þar sem hámarkshraði er 30km/klst. Í þau einu skipti sem fætur fólks snerta malbikið hér er þegar viðkomandi er aðeins að skjótast yfir. Og mikill fjöldi af hraðahindrunum og gangbrautum gera það afar auðvelt og skilvirkt án þess að hætta sé mikil frá bílaumferðinni. Vesturberg Vesturberg er oft nefnd sem dæmi um götu sem að mynd stórlega batna fyrir íbúana í kring ef hámarkshraði væri lækkaður. Og það ranglega. Við Vesturberg er hámarkshraðinn 50km/klst. Gatan er nánast þráðbein frá norðri til suðurs við báða enda götunnar eru þrengingar með hraðahindrun, þ.e.a.s. svona ,,hlið‘‘ þar sem umferð kemst aðeins í aðra áttina í einu. Milli þessara hliða eru svo fjórar hraðahindranir. Vegalengdin milli hliðanna tvegga er um 650 metrar. Sem þýðir að það er hraðahindrun á að meðaltali 162,5 metra fresti! Sé maður ekki keyrandi á t.d. sportbíl eða slíku hefur maður aldrei tíma til þess að auka hraðann upp í 50 eftir hraðahindrun áður en næsta hindrun tekur við og maður þarf aftur að hægja á sér. Aðeins á Vesturberginu miðju hefur maður nægilega vegalengd til þess að koma bílnum þægilega upp í um 50 og það er einmitt þar sem að helsta gönguleiðin gegnum hverfið þverar götuna. Hún liggur í gegnum undirgöng. Breiðholt fyrir alla, bíllausa og bílaeigendur Hraðahindranir eru mjög margar á götunum sem umliggja hverfin. Ég nota Jafnarsel og Vesturberg sem dæmi en þetta á einnig við um Arnarbakka, Suðurhóla og Vesturhóla. Þær hjálpa mjög við að halda umferðarhraðanum jöfnum þannig að hann fer sjaldan yfir 50km/klst og reyndar held ég að hann sé oftast minni en það. Þegar ég fyrst flutti hingað var ég bíllaus. Til hvers að eyða pening í bíl þegar maður býr í stórborg með verslunum allstaðar og strætó til þess að tengja mann við þá staði sem of langt var að labba í? Breiðholt er frábær staður fyrir bíllausan einstakling að búa í. Nærri öll mikilvæg þjónusta er í göngufæri og ef maður nennir ekki að ganga þá er strætókerfið yfirleitt mjög skilvirkt. Og svo eru göngustígar út um allt. Fullkomið til þess að skreppa út að ganga og náttúran er bara rétt handan við hornið. Hér þarf maður varla að eiga bíl. En ég á fjölskyldu út á landi og bý á landi sem verðlaunar ferðagleði með fegurð sinni svo að það að eiga bíl tel ég núna algert lykilatriði í mínu lífi. Og viti menn, eftir að ég keypti mér bílinn minn komst ég að því, mér til mikillar gleði að hverfið mitt er líka rosalega bílvænt. Ég kemst hvert sem þarf á rosalega stuttum tíma afar skilvirkt. Já Breiðholtið er frábær staður til þess að búa á. En en nú stendur sú vá fyrir dyrum að hverfið og jafn vel restin af borginni hætti að verða bílvæn. Höfundur er rithöfundur og situr í stjórn UngFramsókn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Umferðaröryggi Framsóknarflokkurinn Reykjavík Jóhann Frímann Arinbjarnarson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það eru liðin meira en níu ár síðan að ég sagði skilið við hið vindbarða Norðurland og settist að í hinni regnblautu höfuðborg þessa lands. Á þeim níu árum hef ég örugglega ekki enn náð að keyra um eða heimsækja allar götur borgarinnar. Því tel ég mig ekki í stakk búinn til þess að tjá mig um hæfilegan hámarkshraða í öllum hverfum. Allan minn tíma í borginni hef ég verið búsettur í Breiðholti. Hér þekki ég göturnar orðið afar vel og því hef ég á því nokkrar skoðanir hvort eða hvar þurfi að breyta hámarkshraða. Líklegt tel ég þó að mínar skoðanir á hámarkshraðanum hér uppí hæðunum megi einnig yfirfæra á önnur hverfi borgarinnar. Seljaskógar Á leiðinni til og frá vinnu keyri ég eftir götu sem ber nafnið Seljaskógar, þar er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund. Að þeirri götu liggja engar innkeyrslur, heldur er ekið af Seljaskógum inná aðrar götur, aðallega botnlanga þar sem er 30km/klst hámarkshraði. Frekar lítið er um gangandi vegfarendur meðfram eða yfir götuna og eru gangbrautir og hraðahindranir þar sem að göngustígar skarast við götuna. Flestir sem hér ferðast fótgangandi eða á einhverskonar hjólum virðast halda sig við göngustíga og gangstéttir. Á öllum þeim tíma sem að ég hef átt bíl man ég ekki eftir einu tilfelli þar sem að ég þurfti að hægja á mér vegna þess að bíllaus vegfarandi var að fara yfir götuna fjarri gangbraut. Lækkun hámarkshraðans hér myndi einungis lenga tímann sem að það tekur mann að keyra þessa stuttu vegalengd útað Breiðholtsbraut sem er sú stofnbraut sem þrjár af fjórum leiðum inn og út úr Seljahverfi tengjast við. Og einnig myndi þá lengjast sá tími þar sem nágrannarnir fengju að hlusta á mig spila Bubba á hæsta styrk og syngja með þegar ég keyri framhjá. Þar sem Seljaskógar endar tekur við gata sem heitir Hjallasel og er þar 30km/klst hámarkshraði. Innkeyrslur að raðhúsum liggja beint að þeirri götu svo að lægri hámarkshraði þar er vel verðskuldaður. Þannig er skipulagið við allar göturnar í hverfinu og eflaust allar götur í íbúðarhverfum allstaðar um allt land, meira eða minna; 50km/klst þar sem að engar innkeyrslur eru að götu. 30km/klst og jafn vel 15km/klst þar sem að innkeyrslur eru að götu. Jaðarsel Umhverfis hverfið mitt, þ.e.a.s. Selin, er einn hringur sem heitir samtals þrem nöfnum, Skógarsel, Rangársel og Jaðarsel. Af hverju menn gátu ekki bara gefið öllum hringnum sama nafnið skil ég ekki og tel ég það vera einstaklega ruglingslegt. Borgaryfirvöld mættu endilega taka það fyrir að nýta tækifærið á meðan hámarkshraði er endurskoðaður að fækka óþarfa götuheitum. Á Jaðar-Rangár-Skógarseli er einnig 50 kílómetra hámarskhraði. Aftur, engar innkeyrslur, heldur liggja frá þeirri götu lengri eða skemmri íbúðargötur og botnlangar þar sem hámarkshraði er 30km/klst. Í þau einu skipti sem fætur fólks snerta malbikið hér er þegar viðkomandi er aðeins að skjótast yfir. Og mikill fjöldi af hraðahindrunum og gangbrautum gera það afar auðvelt og skilvirkt án þess að hætta sé mikil frá bílaumferðinni. Vesturberg Vesturberg er oft nefnd sem dæmi um götu sem að mynd stórlega batna fyrir íbúana í kring ef hámarkshraði væri lækkaður. Og það ranglega. Við Vesturberg er hámarkshraðinn 50km/klst. Gatan er nánast þráðbein frá norðri til suðurs við báða enda götunnar eru þrengingar með hraðahindrun, þ.e.a.s. svona ,,hlið‘‘ þar sem umferð kemst aðeins í aðra áttina í einu. Milli þessara hliða eru svo fjórar hraðahindranir. Vegalengdin milli hliðanna tvegga er um 650 metrar. Sem þýðir að það er hraðahindrun á að meðaltali 162,5 metra fresti! Sé maður ekki keyrandi á t.d. sportbíl eða slíku hefur maður aldrei tíma til þess að auka hraðann upp í 50 eftir hraðahindrun áður en næsta hindrun tekur við og maður þarf aftur að hægja á sér. Aðeins á Vesturberginu miðju hefur maður nægilega vegalengd til þess að koma bílnum þægilega upp í um 50 og það er einmitt þar sem að helsta gönguleiðin gegnum hverfið þverar götuna. Hún liggur í gegnum undirgöng. Breiðholt fyrir alla, bíllausa og bílaeigendur Hraðahindranir eru mjög margar á götunum sem umliggja hverfin. Ég nota Jafnarsel og Vesturberg sem dæmi en þetta á einnig við um Arnarbakka, Suðurhóla og Vesturhóla. Þær hjálpa mjög við að halda umferðarhraðanum jöfnum þannig að hann fer sjaldan yfir 50km/klst og reyndar held ég að hann sé oftast minni en það. Þegar ég fyrst flutti hingað var ég bíllaus. Til hvers að eyða pening í bíl þegar maður býr í stórborg með verslunum allstaðar og strætó til þess að tengja mann við þá staði sem of langt var að labba í? Breiðholt er frábær staður fyrir bíllausan einstakling að búa í. Nærri öll mikilvæg þjónusta er í göngufæri og ef maður nennir ekki að ganga þá er strætókerfið yfirleitt mjög skilvirkt. Og svo eru göngustígar út um allt. Fullkomið til þess að skreppa út að ganga og náttúran er bara rétt handan við hornið. Hér þarf maður varla að eiga bíl. En ég á fjölskyldu út á landi og bý á landi sem verðlaunar ferðagleði með fegurð sinni svo að það að eiga bíl tel ég núna algert lykilatriði í mínu lífi. Og viti menn, eftir að ég keypti mér bílinn minn komst ég að því, mér til mikillar gleði að hverfið mitt er líka rosalega bílvænt. Ég kemst hvert sem þarf á rosalega stuttum tíma afar skilvirkt. Já Breiðholtið er frábær staður til þess að búa á. En en nú stendur sú vá fyrir dyrum að hverfið og jafn vel restin af borginni hætti að verða bílvæn. Höfundur er rithöfundur og situr í stjórn UngFramsókn í Reykjavík.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun