„Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2021 14:16 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég held að þær sóttvarnaaðgerðir sem við höfum verið með virki á öll afbrigði,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir spurður út í nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem fannst í Víetnam. Er það talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar en Þórólfur hefur ekki teljandi áhyggjur af því. „Við erum með hundruð mismunandi afbrigða og óþarfi að velta sér upp úr öllum, ekki nema að eitthvert þeirra fari að hegða sér öðruvísi, eða bólusetningin virkar ekki á það,“ segir Þórólfur en hingað til hefur það ekki gerst. Fjórir hafa greinst með indverska afbrigðið á landamærum Íslands en enginn innanlands. Á miðnætti rennur út reglugerð sem kveður á um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi fyrir fólk sem ferðast frá hááhættusvæðum. Á móti verður eftirlit með fólki í sóttkví eflt. Er það gert með svokallaðri eftirlitsnefnd sóttvarnalæknis sem hefur það hlutverk að hafa samband við fólk sem á að vera í sóttkví til að tryggja að það fari eftir öllum reglum. Þórólfur segir það mikilvægt. „Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna. Það sýnir hversu viðkvæmt þetta er," segir Þórólfur um smit sem greindist rétt fyrir helgina. Enginn greindist með veiruna innanlands í gær. Þórólfur vonar að bólusetningar hér á landi muni komi að gagni næstu vikur, enda hafa 170 þúsund manns fengið að minnsta kosti eina sprautu. Samanlagt eru um 60 prósent fullorðinna með einhverskonar vernd gegn veirunni, hvort sem það er mótefni eftir að hafa fengið veiruna eða búið að fá eina til tvær sprautur af bóluefni. Þórólfur segir að til að ná hjarðónæmi þá þýði ekki bara að miða við forgangshópa. Hjarðónæmi náist með bólusetningu allrar þjóðarinnar. „Við vitum ekki nákvæmlega hvar hjarðónæmið liggur með þessa veiru en það kemst á mikil og góð vernd hjá yngri hópum þegar eldri hópar hafa verið bólusettir.“ Í næstu viku taka svo við handahófskenndar bólusetningar. Á höfuðborgarsvæðinu verða árgangar boðaðir í bólusetningu með handahófskenndum hætti. Verða árgangarnir dregnir út, líkt og nú þegar hefur verið gert á Vestfjörðum og Norðurlandi. Á Austurlandi voru árgangar settir í pott ásamt bókstöfum og dregnir þannig út. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Við erum með hundruð mismunandi afbrigða og óþarfi að velta sér upp úr öllum, ekki nema að eitthvert þeirra fari að hegða sér öðruvísi, eða bólusetningin virkar ekki á það,“ segir Þórólfur en hingað til hefur það ekki gerst. Fjórir hafa greinst með indverska afbrigðið á landamærum Íslands en enginn innanlands. Á miðnætti rennur út reglugerð sem kveður á um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi fyrir fólk sem ferðast frá hááhættusvæðum. Á móti verður eftirlit með fólki í sóttkví eflt. Er það gert með svokallaðri eftirlitsnefnd sóttvarnalæknis sem hefur það hlutverk að hafa samband við fólk sem á að vera í sóttkví til að tryggja að það fari eftir öllum reglum. Þórólfur segir það mikilvægt. „Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna. Það sýnir hversu viðkvæmt þetta er," segir Þórólfur um smit sem greindist rétt fyrir helgina. Enginn greindist með veiruna innanlands í gær. Þórólfur vonar að bólusetningar hér á landi muni komi að gagni næstu vikur, enda hafa 170 þúsund manns fengið að minnsta kosti eina sprautu. Samanlagt eru um 60 prósent fullorðinna með einhverskonar vernd gegn veirunni, hvort sem það er mótefni eftir að hafa fengið veiruna eða búið að fá eina til tvær sprautur af bóluefni. Þórólfur segir að til að ná hjarðónæmi þá þýði ekki bara að miða við forgangshópa. Hjarðónæmi náist með bólusetningu allrar þjóðarinnar. „Við vitum ekki nákvæmlega hvar hjarðónæmið liggur með þessa veiru en það kemst á mikil og góð vernd hjá yngri hópum þegar eldri hópar hafa verið bólusettir.“ Í næstu viku taka svo við handahófskenndar bólusetningar. Á höfuðborgarsvæðinu verða árgangar boðaðir í bólusetningu með handahófskenndum hætti. Verða árgangarnir dregnir út, líkt og nú þegar hefur verið gert á Vestfjörðum og Norðurlandi. Á Austurlandi voru árgangar settir í pott ásamt bókstöfum og dregnir þannig út.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira