„Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2021 14:16 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég held að þær sóttvarnaaðgerðir sem við höfum verið með virki á öll afbrigði,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir spurður út í nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem fannst í Víetnam. Er það talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar en Þórólfur hefur ekki teljandi áhyggjur af því. „Við erum með hundruð mismunandi afbrigða og óþarfi að velta sér upp úr öllum, ekki nema að eitthvert þeirra fari að hegða sér öðruvísi, eða bólusetningin virkar ekki á það,“ segir Þórólfur en hingað til hefur það ekki gerst. Fjórir hafa greinst með indverska afbrigðið á landamærum Íslands en enginn innanlands. Á miðnætti rennur út reglugerð sem kveður á um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi fyrir fólk sem ferðast frá hááhættusvæðum. Á móti verður eftirlit með fólki í sóttkví eflt. Er það gert með svokallaðri eftirlitsnefnd sóttvarnalæknis sem hefur það hlutverk að hafa samband við fólk sem á að vera í sóttkví til að tryggja að það fari eftir öllum reglum. Þórólfur segir það mikilvægt. „Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna. Það sýnir hversu viðkvæmt þetta er," segir Þórólfur um smit sem greindist rétt fyrir helgina. Enginn greindist með veiruna innanlands í gær. Þórólfur vonar að bólusetningar hér á landi muni komi að gagni næstu vikur, enda hafa 170 þúsund manns fengið að minnsta kosti eina sprautu. Samanlagt eru um 60 prósent fullorðinna með einhverskonar vernd gegn veirunni, hvort sem það er mótefni eftir að hafa fengið veiruna eða búið að fá eina til tvær sprautur af bóluefni. Þórólfur segir að til að ná hjarðónæmi þá þýði ekki bara að miða við forgangshópa. Hjarðónæmi náist með bólusetningu allrar þjóðarinnar. „Við vitum ekki nákvæmlega hvar hjarðónæmið liggur með þessa veiru en það kemst á mikil og góð vernd hjá yngri hópum þegar eldri hópar hafa verið bólusettir.“ Í næstu viku taka svo við handahófskenndar bólusetningar. Á höfuðborgarsvæðinu verða árgangar boðaðir í bólusetningu með handahófskenndum hætti. Verða árgangarnir dregnir út, líkt og nú þegar hefur verið gert á Vestfjörðum og Norðurlandi. Á Austurlandi voru árgangar settir í pott ásamt bókstöfum og dregnir þannig út. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
„Við erum með hundruð mismunandi afbrigða og óþarfi að velta sér upp úr öllum, ekki nema að eitthvert þeirra fari að hegða sér öðruvísi, eða bólusetningin virkar ekki á það,“ segir Þórólfur en hingað til hefur það ekki gerst. Fjórir hafa greinst með indverska afbrigðið á landamærum Íslands en enginn innanlands. Á miðnætti rennur út reglugerð sem kveður á um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi fyrir fólk sem ferðast frá hááhættusvæðum. Á móti verður eftirlit með fólki í sóttkví eflt. Er það gert með svokallaðri eftirlitsnefnd sóttvarnalæknis sem hefur það hlutverk að hafa samband við fólk sem á að vera í sóttkví til að tryggja að það fari eftir öllum reglum. Þórólfur segir það mikilvægt. „Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna. Það sýnir hversu viðkvæmt þetta er," segir Þórólfur um smit sem greindist rétt fyrir helgina. Enginn greindist með veiruna innanlands í gær. Þórólfur vonar að bólusetningar hér á landi muni komi að gagni næstu vikur, enda hafa 170 þúsund manns fengið að minnsta kosti eina sprautu. Samanlagt eru um 60 prósent fullorðinna með einhverskonar vernd gegn veirunni, hvort sem það er mótefni eftir að hafa fengið veiruna eða búið að fá eina til tvær sprautur af bóluefni. Þórólfur segir að til að ná hjarðónæmi þá þýði ekki bara að miða við forgangshópa. Hjarðónæmi náist með bólusetningu allrar þjóðarinnar. „Við vitum ekki nákvæmlega hvar hjarðónæmið liggur með þessa veiru en það kemst á mikil og góð vernd hjá yngri hópum þegar eldri hópar hafa verið bólusettir.“ Í næstu viku taka svo við handahófskenndar bólusetningar. Á höfuðborgarsvæðinu verða árgangar boðaðir í bólusetningu með handahófskenndum hætti. Verða árgangarnir dregnir út, líkt og nú þegar hefur verið gert á Vestfjörðum og Norðurlandi. Á Austurlandi voru árgangar settir í pott ásamt bókstöfum og dregnir þannig út.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira