„Þegar ég sá viðhorfið hennar vissi ég að þær myndu ekki vinna þennan leik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 14:00 Alyesha Lovett fékk gagnrýni fyrir sína frammistöðu gegn Val í Domino's Körfuboltakvöldi. vísir/bára Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds voru ekki sáttir með viðhorf Alyeshu Lovett í leik Hauka og Vals í úrslitum Domino's deildar kvenna í gær. Valskonur unnu, 65-71, og eru nú einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Lovett skoraði fimmtán stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar í leiknum í Ólafssal í gær. „Talandi um hana, það er eitt sem sést ekki á tölfræðiblaðinu sem ég er mjög ósátt við,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir eftir leikinn. „Hún tapaði boltanum tvisvar sinnum þar sem hún kvartar, fer með hendur upp í loft, labbar til baka og fær þá körfu í andlitið. Þegar ég sá hennar viðhorf vissi ég að þær myndu ekki vinna þennan leik. Ég var mjög pirruð yfir þessu. Í úrslitakeppninni, þú átt möguleika á að vinna og labbar til baka í vörn.“ Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Hauka Ólöf Helga hrósaði hins vegar Þóru Kristínu Jónsdóttur fyrir hennar frammistöðu gegn Val. „Hún er svo flottur leikmaður og heldur svo vel á boltanum. Hún er búin að læra svo mikið. Í fyrra og hitteðfyrra, ég ætti að vita það, var hún með miklu fleiri tapaða bolta,“ sagði Ólöf Helga sem þjálfaði Þóru hjá Haukum. „En þú þarft að gera þessi mistök til að læra af þeim og verða betri. Og hún er betri.“ Þriðji leikur Vals og Hauka fer fram á Hlíðarenda á miðvikudaginn. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Bjarni Magnússon: Þessi þrjú litlu atriði spila stóran þátt í þessu tapi Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var eðlilega svekktur eftir tap liðsins gegn Val í úrslitaeinvígi Domino's deildar kvenna. Hann segir að liðið hafi gert vel í 37 mínútur í kvöld, en seinustu þrjár mínúturnar hafi farið með leikinn. 30. maí 2021 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 65-71 | Risaþristar réðu úrslitum í stórskemmtilegum leik Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. 30. maí 2021 23:22 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
Lovett skoraði fimmtán stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar í leiknum í Ólafssal í gær. „Talandi um hana, það er eitt sem sést ekki á tölfræðiblaðinu sem ég er mjög ósátt við,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir eftir leikinn. „Hún tapaði boltanum tvisvar sinnum þar sem hún kvartar, fer með hendur upp í loft, labbar til baka og fær þá körfu í andlitið. Þegar ég sá hennar viðhorf vissi ég að þær myndu ekki vinna þennan leik. Ég var mjög pirruð yfir þessu. Í úrslitakeppninni, þú átt möguleika á að vinna og labbar til baka í vörn.“ Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Hauka Ólöf Helga hrósaði hins vegar Þóru Kristínu Jónsdóttur fyrir hennar frammistöðu gegn Val. „Hún er svo flottur leikmaður og heldur svo vel á boltanum. Hún er búin að læra svo mikið. Í fyrra og hitteðfyrra, ég ætti að vita það, var hún með miklu fleiri tapaða bolta,“ sagði Ólöf Helga sem þjálfaði Þóru hjá Haukum. „En þú þarft að gera þessi mistök til að læra af þeim og verða betri. Og hún er betri.“ Þriðji leikur Vals og Hauka fer fram á Hlíðarenda á miðvikudaginn. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Bjarni Magnússon: Þessi þrjú litlu atriði spila stóran þátt í þessu tapi Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var eðlilega svekktur eftir tap liðsins gegn Val í úrslitaeinvígi Domino's deildar kvenna. Hann segir að liðið hafi gert vel í 37 mínútur í kvöld, en seinustu þrjár mínúturnar hafi farið með leikinn. 30. maí 2021 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 65-71 | Risaþristar réðu úrslitum í stórskemmtilegum leik Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. 30. maí 2021 23:22 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
Bjarni Magnússon: Þessi þrjú litlu atriði spila stóran þátt í þessu tapi Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var eðlilega svekktur eftir tap liðsins gegn Val í úrslitaeinvígi Domino's deildar kvenna. Hann segir að liðið hafi gert vel í 37 mínútur í kvöld, en seinustu þrjár mínúturnar hafi farið með leikinn. 30. maí 2021 23:13
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 65-71 | Risaþristar réðu úrslitum í stórskemmtilegum leik Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. 30. maí 2021 23:22