Ísland á að vera frjálst land Bryndís Haraldsdóttir skrifar 27. maí 2021 07:31 Ísland á að vera frjálst land þar sem fólki er frjálst að gera það sem það vill svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Á Íslandi ríkir málfrelsi, skoðanafrelsi og trúfrelsi. Við eigum að standa vörð um þetta frelsi. Hið opinbera þarf að stíga niður með hógværð og jafnræði að leiðarljósi. Hlutverk fjölmiðla er að vera beittir og veita bæði fyrirtækjum og stjórnvöldum aðhald. Þeir eiga að vanda sína umfjöllun og segja satt og rétt frá en til þess að fjölmiðlar virki sem skyldi þurfa þeir að vera gagnrýnir og þeir þurfa líka að vera opnir fyrir gagnrýni á störf sín. Fjölmiðlar þurfa að hafa rými frá samfélaginu til þess að sinna skyldum sínum óáreittir. Fyrirtæki þurfa að hlýta þessum sömu reglum. Öll fyrirtæki sem ætla sér að eiga bjarta framtíð þurfa að huga að samfélagslegri ábyrgð sinni. Í sinni einföldustu mynd felast (sjálfbærni) og samfélagsleg ábyrgð á því að fyrirtæki og stofnanir axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, stjórnarhætti og samfélagið. Samfélagslega ábyrg hugsun getur meðal annars orðið uppspretta nýrra viðskiptatækifæra og veitt þeim fyrirtækjum sem vinna vel mikið forskot bæði innanlands og utan. Samkeppnishæfni fyrirtækja í dag veltur á því hversu vel þau axla ábyrgð því neytendur gera sífellt meiri kröfur um ábyrga hegðun. Fyrirtækin verða að axla ábyrgð sína og leitast við að hafa uppbyggileg áhrif á umhverfið sitt en ekki skaða það. Stuðningur við íþróttafélög og menningu er gott og mikilvægt en það er ekki nóg. Fyrirtæki sem taka samfélagslega ábyrgð alvarlega, þurfa að standa sig vel í félagslegu þáttunum líka, ekki bara þeim umhverfislegu, virða lýðræðið og alls ekki beita sér gegn því. Fyrirtæki sem ekki huga að samfélagslegri ábyrgð eiga sér ekki framtíð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Samfélagsleg ábyrgð Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland á að vera frjálst land þar sem fólki er frjálst að gera það sem það vill svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Á Íslandi ríkir málfrelsi, skoðanafrelsi og trúfrelsi. Við eigum að standa vörð um þetta frelsi. Hið opinbera þarf að stíga niður með hógværð og jafnræði að leiðarljósi. Hlutverk fjölmiðla er að vera beittir og veita bæði fyrirtækjum og stjórnvöldum aðhald. Þeir eiga að vanda sína umfjöllun og segja satt og rétt frá en til þess að fjölmiðlar virki sem skyldi þurfa þeir að vera gagnrýnir og þeir þurfa líka að vera opnir fyrir gagnrýni á störf sín. Fjölmiðlar þurfa að hafa rými frá samfélaginu til þess að sinna skyldum sínum óáreittir. Fyrirtæki þurfa að hlýta þessum sömu reglum. Öll fyrirtæki sem ætla sér að eiga bjarta framtíð þurfa að huga að samfélagslegri ábyrgð sinni. Í sinni einföldustu mynd felast (sjálfbærni) og samfélagsleg ábyrgð á því að fyrirtæki og stofnanir axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, stjórnarhætti og samfélagið. Samfélagslega ábyrg hugsun getur meðal annars orðið uppspretta nýrra viðskiptatækifæra og veitt þeim fyrirtækjum sem vinna vel mikið forskot bæði innanlands og utan. Samkeppnishæfni fyrirtækja í dag veltur á því hversu vel þau axla ábyrgð því neytendur gera sífellt meiri kröfur um ábyrga hegðun. Fyrirtækin verða að axla ábyrgð sína og leitast við að hafa uppbyggileg áhrif á umhverfið sitt en ekki skaða það. Stuðningur við íþróttafélög og menningu er gott og mikilvægt en það er ekki nóg. Fyrirtæki sem taka samfélagslega ábyrgð alvarlega, þurfa að standa sig vel í félagslegu þáttunum líka, ekki bara þeim umhverfislegu, virða lýðræðið og alls ekki beita sér gegn því. Fyrirtæki sem ekki huga að samfélagslegri ábyrgð eiga sér ekki framtíð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar