„Það er hiti í þessu og á að vera,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson en hann lýsti leiknum á Stöð 2 Sport. Ægir Þór Steinarsson er á vítalínunni fyrir Stjörnuna þegar allt sýður upp úr í stúkunni eftir að einn stuðningsmaður Stjörnunnar virtist ætla að grípa trommukjuða hjá einum stuðningsmanni Grindavíkur.
„Bíddu menn eru farnir að slást í stúkunni! Hvað eru menn að gera þarna, hættið þessu kjánarnir ykkar,“ bætti Henry Birgir við er hann sá hvað var að eiga sér stað í stúkunni. Gæslan var þó fljót að stíga inn í og róa mannskapinn.
Myndbandið af atvikinu má sjá hér að neðan en eins og áður sagði þá vann Grindavík leikinn og tryggði oddaleik upp á sæti í undanúrslitum.

Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.