Áslaug Arna leitar að nýjum upplýsingafulltrúa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2021 18:39 Hafliði segir óvíst hvað tekur við hjá sér, en dómsmálaráðuneytið leitar nú eftirmanns hans í starf upplýsingafulltrúa. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Samsett Dómsmálaráðuneytið auglýsir nú eftir upplýsingafulltrúa. Umsóknarfrestur vegna starfsins rennur út í lok dags. Hafliði Helgason hefur gegnt starfinu frá því í ágúst 2018. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Hafliði ekkert ákveðið um framhaldið hjá sér, en þrjú ár séu ágætur tími í ráðuneytinu og hann vilji prófa ýmislegt annað. „Ég er með leiðsögumannspróf og meirapróf og er m.a. til í að nýta það áður en það verður of gamalt. Annars opinn fyrir öllu sem er skemmtilegt og spennandi. Starfsævin styttist í annan endann og maður á enn eftir að prófa margt,“ segir Hafliði. Reynsla af blaðamennsku og háskólapróf Í auglýsingu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að upplýsingafulltrúi beri ábyrgð á fjölmiðlatengslum ráðuneytisins og ritstýri vefjum þess. „Viðkomandi fylgist með fréttaflutningi sem tengist starfsemi ráðuneytisins og ráðherra og veitir fjölmiðlum og almenningi upplýsingar. Leitað er að einstaklingi með áhuga á að móta starfið með starfsmönnum ráðuneytisins. Um fullt starf er að ræða.“ Meðal hæfniskrafna eru háskólanám sem nýtist í starfinu, og er meistaragráða sögð æskileg. Þá er reynsla af blaða/fréttamennsku talin vera kostur í starfinu, sem og þekking á málefnasviðum ráðuneytisins. Auglýstu starfið tvisvar Áður en Haflið var ráðinn í starfið sumarið 2018 hafði ráðuneytið auglýst eftir umsækjendum í mars sama ár. Hópur umsækjenda sótti þá um starfið, sem var auglýst aftur í apríl, þá með útvíkkuðum hæfnisskilyrðum. Þá var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Þá bar ráðuneytið því við að það teldi rétt að víkka út skilyrðin og gera ítarlega grein fyrir því hvað felst í starfinu og freista þess þannig að hafa úr stærri hóp að velja. Í upphafi sóttu 25 um starfið en svo var starfið auglýst aftur. Tveir drógu umsókn sína til baka og stóðu því eftir 23 umsækjendur. 23 bættust við hópinn eftir síðari auglýsingu og voru því umsækjendur um starfið 46. Hafliði var á meðal þeirra sem sóttu um starfið eftir seinni auglýsinguna. Vinnumarkaður Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Hafliði Helgason hefur gegnt starfinu frá því í ágúst 2018. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Hafliði ekkert ákveðið um framhaldið hjá sér, en þrjú ár séu ágætur tími í ráðuneytinu og hann vilji prófa ýmislegt annað. „Ég er með leiðsögumannspróf og meirapróf og er m.a. til í að nýta það áður en það verður of gamalt. Annars opinn fyrir öllu sem er skemmtilegt og spennandi. Starfsævin styttist í annan endann og maður á enn eftir að prófa margt,“ segir Hafliði. Reynsla af blaðamennsku og háskólapróf Í auglýsingu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að upplýsingafulltrúi beri ábyrgð á fjölmiðlatengslum ráðuneytisins og ritstýri vefjum þess. „Viðkomandi fylgist með fréttaflutningi sem tengist starfsemi ráðuneytisins og ráðherra og veitir fjölmiðlum og almenningi upplýsingar. Leitað er að einstaklingi með áhuga á að móta starfið með starfsmönnum ráðuneytisins. Um fullt starf er að ræða.“ Meðal hæfniskrafna eru háskólanám sem nýtist í starfinu, og er meistaragráða sögð æskileg. Þá er reynsla af blaða/fréttamennsku talin vera kostur í starfinu, sem og þekking á málefnasviðum ráðuneytisins. Auglýstu starfið tvisvar Áður en Haflið var ráðinn í starfið sumarið 2018 hafði ráðuneytið auglýst eftir umsækjendum í mars sama ár. Hópur umsækjenda sótti þá um starfið, sem var auglýst aftur í apríl, þá með útvíkkuðum hæfnisskilyrðum. Þá var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Þá bar ráðuneytið því við að það teldi rétt að víkka út skilyrðin og gera ítarlega grein fyrir því hvað felst í starfinu og freista þess þannig að hafa úr stærri hóp að velja. Í upphafi sóttu 25 um starfið en svo var starfið auglýst aftur. Tveir drógu umsókn sína til baka og stóðu því eftir 23 umsækjendur. 23 bættust við hópinn eftir síðari auglýsingu og voru því umsækjendur um starfið 46. Hafliði var á meðal þeirra sem sóttu um starfið eftir seinni auglýsinguna.
Vinnumarkaður Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira