Erlent

Minnst átta dánir í kláf­ferju­slysi á Ítalíu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kláfferjan hrapaði með fjölda fólks innanborðs.
Kláfferjan hrapaði með fjölda fólks innanborðs. Twitter/@emergenzavvf

Minnst átta eru dánir eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore vatni á Norður-Ítalíu. Ítalskir miðlar segja að tvö börn hafi verið flutt á sjúkrahús af vettvangi. Ítalska fréttastofan Ansa greinir frá því að ellefu hafi verið um borð í ferjunni.

Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Björgunarsveitir á svæðinu segja að ferjan sem hrapaði hafi verið á leiðinni frá bænum Stresa til Mottarone fjallsins. Þyrlusveit björgunarsveitanna hefur verið send á staðinn.

Mynd sem birt var af ítalskri björgunarsveit á Twitter sýnir brakið af ferjunni á skógi vaxinni jörðinni.

Á heimasíðu fyrirtækisins sem rekur kláfferjuna segir að venjulega taki ferðin tuttugu mínútur og farið sé upp í 1.491 metra hæð, fyrir ofan sjávarmál, upp í Mottarone fjall.Staðarmiðlar gefa til kynna að reipið, sem ferjan hangir á, hafi slitnað um 300 metra frá ferjustöðinni á toppi fjallsins.

„Þetta er mjög alvarlegt slys,“ segir Walter Milan, talsmaður björgunarsveitanna, í samtali við fréttastofu RaiNews24. Hann bætir því við að ferjan hafi verið illa farin eftir „hátt fall“.

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×