Umdeildur dómur hafði mikið að segja á Hlíðarenda Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 12:45 Hér veður Helena að körfunni og Hearn verður fyrir. Vísir/Skjáskot Valskonur unnu 78-74 sigur á Fjölni í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino's deild kvenna í körfubolta í gær. Valur fékk tvö vítaköst undir lok leiks, í stöðunni 74-74, sem réðu miklu um úrslitin. Rýnt var í dóminn í Domino's körfuboltakvöldi í gærkvöld. Valskonan Helena Sverrisdóttir sótti að körfunni þegar um 45 sekúndur lifðu leiks í gær og fór heldur harkalega í Ariel Hearn, leikmann Fjölnis, sem stóð kyrr undir körfunni. Annar dómara leiksins dæmdi ruðning en hinn brot og tvö vítaskot. Það var alveg á mörkunum hvort Hearn væri innan bogans undir körfunni, en stæði hún innan hans er dómurinn réttur en ef fyrir utan væri um ruðning að ræða. „Þetta er auðvitað risaatriði þegar það er jafnt, 74-74, og lítið eftir,“ sagði fyrrum landsliðskonan Berglind LáruGunnarsdóttir um atvikið og bætti við: „Það er erfitt að segja en fólk verður svolítið að meta þetta sjálft, en ég get ekki alveg sagt hvort hún er fyrir utan hringinn eða ekki.“ „Þetta er risastór dómur í jafnri stöðu þegar 44 sekúndur eru eftir, ef Fjölnir hefðu fengið boltann. Þarna var 'mómentið' með Fjölniskonum, þetta hefði breytt leiknum gríðarlega.“ sagði þáttastjórnandinn Pálína María Gunnlaugsdóttir og sérfræðingurinn Bryndís Guðmundsdóttir tók undir: „Algjörlega, þarna voru Fjölniskonur að sækja á Valskonurnar og ég er eiginlega viss um að þær hefðu unnið þennan leik ef þær hefðu fengið boltann. Meðbyrinn var með þeim á þessu augnabliki.“ sagði Bryndís. Valskonur mæta Haukum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en Haukakonur rúlluðu yfir Keflavík í gær. Einvígið hefst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og verður sýnt á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Atvikið og umræðuna um það í heild sinni má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Umdeildur dómur Valur - Fjölnir Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Valskonan Helena Sverrisdóttir sótti að körfunni þegar um 45 sekúndur lifðu leiks í gær og fór heldur harkalega í Ariel Hearn, leikmann Fjölnis, sem stóð kyrr undir körfunni. Annar dómara leiksins dæmdi ruðning en hinn brot og tvö vítaskot. Það var alveg á mörkunum hvort Hearn væri innan bogans undir körfunni, en stæði hún innan hans er dómurinn réttur en ef fyrir utan væri um ruðning að ræða. „Þetta er auðvitað risaatriði þegar það er jafnt, 74-74, og lítið eftir,“ sagði fyrrum landsliðskonan Berglind LáruGunnarsdóttir um atvikið og bætti við: „Það er erfitt að segja en fólk verður svolítið að meta þetta sjálft, en ég get ekki alveg sagt hvort hún er fyrir utan hringinn eða ekki.“ „Þetta er risastór dómur í jafnri stöðu þegar 44 sekúndur eru eftir, ef Fjölnir hefðu fengið boltann. Þarna var 'mómentið' með Fjölniskonum, þetta hefði breytt leiknum gríðarlega.“ sagði þáttastjórnandinn Pálína María Gunnlaugsdóttir og sérfræðingurinn Bryndís Guðmundsdóttir tók undir: „Algjörlega, þarna voru Fjölniskonur að sækja á Valskonurnar og ég er eiginlega viss um að þær hefðu unnið þennan leik ef þær hefðu fengið boltann. Meðbyrinn var með þeim á þessu augnabliki.“ sagði Bryndís. Valskonur mæta Haukum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en Haukakonur rúlluðu yfir Keflavík í gær. Einvígið hefst að Hlíðarenda á fimmtudagskvöld og verður sýnt á stöðvum Stöðvar 2 Sport. Atvikið og umræðuna um það í heild sinni má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Umdeildur dómur Valur - Fjölnir Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira