Fangaverðir Epstein munu ekki sitja inni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2021 08:32 Tova Noel (fyrir miðju í gulri blússu) og Michael Thomas hafa verið ákærð fyrir að hafa falsað skýrslur um dauða Epsteins. Getty/Kena Betancur Fangaverðirnir tveir, sem áttu að vakta Jeffrey Epstein nóttina sem hann fyrirfór sér í fangaklefa í New York, hafa viðurkennd að þeir hafi falsað gögn um dauða hans. Þeir hafa komist að samkomulagi við alríkissaksóknara og munu því ekki afplána refsingu á bak við lás og slá. Fangaverðirnir tveir Tova Noel og Michael Thomas, eru sakaðir um að hafa lagt sig og hangið á netinu í stað þess að fylgjast með Epstein nóttina sem hann fyrirfór sér í ágúst 2019. Þeir hafa verið ákærðir fyrir að hafa logið til um staðreyndir málsins í fangelsisgögnum. Það hafi þeir gert í von um að svo myndi virðast að þeir hafi reglulega hugað að Epstein áður en hann fannst látinn í klefa sínum. Réttarmeinafræðingur í New York mat það svo að Epstein hafi tekið eigið líf. Í samkomulagi við saksóknara, sem tilkynnt var um í gær, segir að mennirnir muni ekki afplána fangelsisvist. Þeir muni hins vegar vera skilorðsbundnir og haft verður eftirlit með þeim en þeir þurfa að klára minnst 100 klukkustundir í samfélagsþjónustu. Þá þurfa mennirnir að vera samvinnuþýðir við rannsakendur hjá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn þeirra á málinu. Dómari á enn eftir að samþykkja samkomulagið og gæti það gerst í næstu viku. Samkomulagið hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af öldungadeildarþingmanninum Ben Sasse, sem er nefndarmaður í dómsmálanefnd þingsins. Hann hefur verið mjög gagnrýninn á rannsókn dómsmálaráðuneytisins á dauða Epstei. „Hundrað klukkustundir í samfélagsþjónustu er brandari – við erum ekki að tala um umferðalagabrot hérna,“ sagði Sasse í yfirlýsingu í gær. „Leiðtogi alþjóðlegs barnamansalshrings komst undan réttlætinu, samverkamenn hans sluppu fyrir horn því leyndarmál hans fylgdu honum í gröfina, og þessir fangaverðir munu gjalda með því að týna upp rusl í vegkanti.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Maxwell neitað um lausn gegn tryggingu enn eina ferðina Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Ghislaine Maxwell, sem ákærð er fyrir mansal og hlutdeild í kynferðisglæpum barnaníðingsins Jeffrey Epstein, um að geta losnað úr varðhaldi gegn tryggingu. 27. apríl 2021 23:48 Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. 29. mars 2021 21:58 Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Fangaverðirnir tveir Tova Noel og Michael Thomas, eru sakaðir um að hafa lagt sig og hangið á netinu í stað þess að fylgjast með Epstein nóttina sem hann fyrirfór sér í ágúst 2019. Þeir hafa verið ákærðir fyrir að hafa logið til um staðreyndir málsins í fangelsisgögnum. Það hafi þeir gert í von um að svo myndi virðast að þeir hafi reglulega hugað að Epstein áður en hann fannst látinn í klefa sínum. Réttarmeinafræðingur í New York mat það svo að Epstein hafi tekið eigið líf. Í samkomulagi við saksóknara, sem tilkynnt var um í gær, segir að mennirnir muni ekki afplána fangelsisvist. Þeir muni hins vegar vera skilorðsbundnir og haft verður eftirlit með þeim en þeir þurfa að klára minnst 100 klukkustundir í samfélagsþjónustu. Þá þurfa mennirnir að vera samvinnuþýðir við rannsakendur hjá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn þeirra á málinu. Dómari á enn eftir að samþykkja samkomulagið og gæti það gerst í næstu viku. Samkomulagið hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af öldungadeildarþingmanninum Ben Sasse, sem er nefndarmaður í dómsmálanefnd þingsins. Hann hefur verið mjög gagnrýninn á rannsókn dómsmálaráðuneytisins á dauða Epstei. „Hundrað klukkustundir í samfélagsþjónustu er brandari – við erum ekki að tala um umferðalagabrot hérna,“ sagði Sasse í yfirlýsingu í gær. „Leiðtogi alþjóðlegs barnamansalshrings komst undan réttlætinu, samverkamenn hans sluppu fyrir horn því leyndarmál hans fylgdu honum í gröfina, og þessir fangaverðir munu gjalda með því að týna upp rusl í vegkanti.“ Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Maxwell neitað um lausn gegn tryggingu enn eina ferðina Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Ghislaine Maxwell, sem ákærð er fyrir mansal og hlutdeild í kynferðisglæpum barnaníðingsins Jeffrey Epstein, um að geta losnað úr varðhaldi gegn tryggingu. 27. apríl 2021 23:48 Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. 29. mars 2021 21:58 Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Maxwell neitað um lausn gegn tryggingu enn eina ferðina Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Ghislaine Maxwell, sem ákærð er fyrir mansal og hlutdeild í kynferðisglæpum barnaníðingsins Jeffrey Epstein, um að geta losnað úr varðhaldi gegn tryggingu. 27. apríl 2021 23:48
Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. 29. mars 2021 21:58
Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44