Hannes Þór segist ekki svekktur yfir landsliðsvalinu Atli Arason skrifar 21. maí 2021 23:10 Hannes Þór hélt hreinu í kvöld. Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson var létt í viðtali eftir nauman 1-0 sigur Vals á Leikni í Pepsi Max deildinni í kvöld. Valur skoraði sigurmarkið á síðustu andartökum leiksins. „Við erum léttir að hafa klárað þetta. Þetta leit ekkert sérstaklega vel út. Leiknismenn lögðu þennan leik vel upp og gerðu okkur erfitt fyrir. Þeir voru baráttuglaðir og virkilega þéttir fyrir. Hlutirnir voru ekki að falla með okkur. Guy var að verja vel í markinu í fyrri hálfleik. Þetta var bara erfitt og það er léttir að ná að klára þetta.“ „Við höfum svolítið þurft að hafa fyrir hlutunum á þessu tímabili. Sem gefur okkur samt von um að við eigum helling inni. Allur hópurinn telur að við eigum helling inni en við erum samt búnir að ná í 13 stig af 15 mögulegum. Við erum mjög bjartsýnir á framhaldið.“ Landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar var tilkynntur í dag og í fyrsta skipti í langan tíma er nafn Hannesar ekki að finna í hópnum. Leitast var á eftir viðbrögðum Hannesar við því. „Það er bara svoleiðis. Það er ekki mitt að svara fyrir það. Það þarf bara að spyrja þjálfarana út í það.“ „Þetta var svolítið fram og til baka varðandi þessa leiki þar sem þetta er utan landsleikjaglugga, sem sagt með Mexíkó leikinn. Þetta verður svolítið skrautleg ferð því það taka ekki allir þátt í öllum leikjum. Þannig þetta var svolítið fram og til baka. Ég hef engar skýringar á þeim ákvörðunum sem voru teknar, það verður að ræða það við þjálfarana.“ Hannes var því spurður hvort að þjálfarnir hefðu rætt við hann áður en hópurinn var tilkynntur og hvaða útskýringar Hannes hefði fengið. „Jújú það var rætt við mig og farið yfir þetta, þannig þetta er allt í góðu.“ „Þessi ferð þróaðist svolítið öðruvísi en upphaflega var planað. Það var einhver mannekla með þennan hóp. Ég vil ekki vera að fara út í nein smáatriði, það er ekki mitt að svara fyrir það. Það er allavegana allt í góðu. Vonandi gengur bara vel í þessum sumarglugga.“ Því næst neitaði Hannes því að vera svekktur yfir því að vera ekki í hópnum að þessu sinni. Næsta verkefni Hannesar og Vals er leikur við Keflavík sem hefur verið að leka inn mörkum að undanförnu og fyrir leik ætti Valur að vera sigurstranglegra liðið. Hannes minnir þó á að allt geti gerst í fótbolta. „Þetta verður öðruvísi leikur að mörgu leyti. Þessi leikur í kvöld sýndi það, og við vissum það fyrir fram, að fótbolti er bara þannig að þau lið sem þykja minna sigurstranglegri þau geta alltaf hitt á daginn sinn og náð í úrslit á móti þeim sem þykir sigurstranlegri. Það getur allt gerst á mánudaginn þannig við verðum að mæta klárir,“ sagði Hannes Þór Halldórsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
„Við erum léttir að hafa klárað þetta. Þetta leit ekkert sérstaklega vel út. Leiknismenn lögðu þennan leik vel upp og gerðu okkur erfitt fyrir. Þeir voru baráttuglaðir og virkilega þéttir fyrir. Hlutirnir voru ekki að falla með okkur. Guy var að verja vel í markinu í fyrri hálfleik. Þetta var bara erfitt og það er léttir að ná að klára þetta.“ „Við höfum svolítið þurft að hafa fyrir hlutunum á þessu tímabili. Sem gefur okkur samt von um að við eigum helling inni. Allur hópurinn telur að við eigum helling inni en við erum samt búnir að ná í 13 stig af 15 mögulegum. Við erum mjög bjartsýnir á framhaldið.“ Landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar var tilkynntur í dag og í fyrsta skipti í langan tíma er nafn Hannesar ekki að finna í hópnum. Leitast var á eftir viðbrögðum Hannesar við því. „Það er bara svoleiðis. Það er ekki mitt að svara fyrir það. Það þarf bara að spyrja þjálfarana út í það.“ „Þetta var svolítið fram og til baka varðandi þessa leiki þar sem þetta er utan landsleikjaglugga, sem sagt með Mexíkó leikinn. Þetta verður svolítið skrautleg ferð því það taka ekki allir þátt í öllum leikjum. Þannig þetta var svolítið fram og til baka. Ég hef engar skýringar á þeim ákvörðunum sem voru teknar, það verður að ræða það við þjálfarana.“ Hannes var því spurður hvort að þjálfarnir hefðu rætt við hann áður en hópurinn var tilkynntur og hvaða útskýringar Hannes hefði fengið. „Jújú það var rætt við mig og farið yfir þetta, þannig þetta er allt í góðu.“ „Þessi ferð þróaðist svolítið öðruvísi en upphaflega var planað. Það var einhver mannekla með þennan hóp. Ég vil ekki vera að fara út í nein smáatriði, það er ekki mitt að svara fyrir það. Það er allavegana allt í góðu. Vonandi gengur bara vel í þessum sumarglugga.“ Því næst neitaði Hannes því að vera svekktur yfir því að vera ekki í hópnum að þessu sinni. Næsta verkefni Hannesar og Vals er leikur við Keflavík sem hefur verið að leka inn mörkum að undanförnu og fyrir leik ætti Valur að vera sigurstranglegra liðið. Hannes minnir þó á að allt geti gerst í fótbolta. „Þetta verður öðruvísi leikur að mörgu leyti. Þessi leikur í kvöld sýndi það, og við vissum það fyrir fram, að fótbolti er bara þannig að þau lið sem þykja minna sigurstranglegri þau geta alltaf hitt á daginn sinn og náð í úrslit á móti þeim sem þykir sigurstranlegri. Það getur allt gerst á mánudaginn þannig við verðum að mæta klárir,“ sagði Hannes Þór Halldórsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira