Týndur svifvængjaflugmaður sló kannski Íslandsmet Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. maí 2021 19:29 Svifvængjaflugmaðurinn lenti við Seljalandsfoss eftir langt flug. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var fengin til að svipast um eftir svifvængjaflugmanni í nágrenni við Hrafnabjörg, ofan við Þingvelli, í dag þar sem ekki hafði náðst í hann lengi. Maðurinn lét síðan vita af sér skömmu síðar þar sem hann var staddur við Seljalandsfoss og hafði hann þá að sögn lögreglunnar verið á flugi í nokkra klukkutíma og flogið vegalengd sem er nálægt Íslandsmeti í greininni og kannski lengri. Lögreglan, segir við Vísi, að félagi mannsins hafi hringt inn með áhyggjur af vini sínum. Þeir höfðu verið saman að stunda íþróttina og hóf annar þeirra flug við Lágafell á Uxahryggjaleið rétt eftir hádegi Ákveðið verklag er viðhaft þegar menn stunda svifvængjaflug og láta flugmenn vita af sér með reglulegu millibili. Ekkert heyrðist hins vegar frá manninum í dágóðan tíma og fór vinur hans þá að reyna að ná sambandi við hann en án árangurs. Lögreglan segir að maðurinn hafi flogið svo hátt að þar hafi verið of kalt fyrir samskiptatækið, sem fór að slökkva á sér. Þeir vinir voru svo báðir í skýjunum eftir lendinguna við Seljalandsfoss. Þeir létu lögregluna vita að maðurinn væri fundinn og tilkynntu í leiðinni að vegalengdin sem hann hefði flogið væri mögulega nýtt Íslandsmeti í svifvængjaflugi. Fréttin hefur verið uppfærð. Upprunalega stóð að mennirnir hefðu verið á svifdreka en það er annað apparat en svifvængir, þó þau séu vissulega svipuð og bæði notuð í starfsemi Fisfélags Reykjavíkur. Svifvængir eru nýrra fyrirbæri á Íslandi en þeir kallast „paragliders“ á ensku. Lögreglan Bláskógabyggð Rangárþing eystra Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Maðurinn lét síðan vita af sér skömmu síðar þar sem hann var staddur við Seljalandsfoss og hafði hann þá að sögn lögreglunnar verið á flugi í nokkra klukkutíma og flogið vegalengd sem er nálægt Íslandsmeti í greininni og kannski lengri. Lögreglan, segir við Vísi, að félagi mannsins hafi hringt inn með áhyggjur af vini sínum. Þeir höfðu verið saman að stunda íþróttina og hóf annar þeirra flug við Lágafell á Uxahryggjaleið rétt eftir hádegi Ákveðið verklag er viðhaft þegar menn stunda svifvængjaflug og láta flugmenn vita af sér með reglulegu millibili. Ekkert heyrðist hins vegar frá manninum í dágóðan tíma og fór vinur hans þá að reyna að ná sambandi við hann en án árangurs. Lögreglan segir að maðurinn hafi flogið svo hátt að þar hafi verið of kalt fyrir samskiptatækið, sem fór að slökkva á sér. Þeir vinir voru svo báðir í skýjunum eftir lendinguna við Seljalandsfoss. Þeir létu lögregluna vita að maðurinn væri fundinn og tilkynntu í leiðinni að vegalengdin sem hann hefði flogið væri mögulega nýtt Íslandsmeti í svifvængjaflugi. Fréttin hefur verið uppfærð. Upprunalega stóð að mennirnir hefðu verið á svifdreka en það er annað apparat en svifvængir, þó þau séu vissulega svipuð og bæði notuð í starfsemi Fisfélags Reykjavíkur. Svifvængir eru nýrra fyrirbæri á Íslandi en þeir kallast „paragliders“ á ensku.
Lögreglan Bláskógabyggð Rangárþing eystra Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira