Nauðgarinn skildi Lady Gaga eftir ólétta á götuhorni Stefán Árni Pálsson skrifar 21. maí 2021 13:30 Lady Gaga opnar sig í viðtali við Oprah Winfrey. Tónlistarkonan Lady Gaga opnar sig um nauðgun sem hún varð fyrir nítján ára gömul í viðtali við Oprah Winfrey. Um er að ræða nýja viðtalsþætti Oprah sem kallast The Me You Can´t See og eru þeir á Apple TV+. Harry Bretaprins framleiðir þættina í samstarfi við Winfrey og Apple og fjalla þættirnir um andlega heilsu. Í viðtalinu kemur fram að Stefani Germanotta, sem allir þekkja sem Lady Gaga, hafi orðið fyrir nauðgun og í kjölfarið orðið ólétt. Gaga segist hafa fengið mjög alvarlegt taugaáfall í framhaldinu en maðurinn sem nauðgaði henni er tónlistarframleiðandi sem hótaði að grafa alla hennar tónlist ofan í jörðina ef hún færi ekki úr fötunum. Hún segir að maðurinn hafi skilið sig eftir á ólétta á götuhorni þar sem hún var að upplifa mikla ógleði og kastaði ítrekað upp. „Ég var nítján ára og var að reyna vinna mig upp í þessum bransa. Maðurinn sagði við mig, farðu úr fötunum og ég svaraði honum neitandi og fór. Þá var mér hótað að það myndi aldrei neinn heyra tónlistina mína,“ segir Gaga sem hefur áður tjáð sig um nauðgunina sem hún varð fyrir en aldrei opnað sig um það að hún hafi orðið ólétt. „Hann hætti aldrei að pressa á mig og ég bara fraus, ég man ekki einu sinni eftir þessu,“ segir Gaga og bætir við að hún muni aldrei nafngreina þennan mann. „Ég átta mig á því að það er #MeToo bylting í gangi og sumir vilja stíga það skref að kæra en mér líður ekki vel með það. Ég get ekki hugsað mér að mæta þessum manni aftur og vil aldrei aftur sjá andlit hans.“ Lady Gaga segist hafa fengið mjög alvarlegt taugaáfall mörgum árum eftir nauðgunina og var hún lögð inn á spítala. „Ég fann ekki fyrir eigin líkama. Fyrst fann ég gríðarlega sársauka en síðan varð ég alveg dofin og var síðan mjög veik í margar vikur. Nauðgarinn minn skyldi mig eftir á götuhorni, ólétt, fyrir utan hús foreldra minna. Ég varð aldrei aftur sama konan. Ég hef farið í ótal rannsóknir og það finnst ekkert að mér, en líkaminn gleymir aldrei svona áfalli,“ segir Laga sem bætir við að hún hafi verið í tvö og hálft ár að jafna sig eftir nauðgunina. Gaga fór í þungunarrof eftir nauðgunina. Kynferðisofbeldi Hollywood Bandaríkin Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Sjá meira
Um er að ræða nýja viðtalsþætti Oprah sem kallast The Me You Can´t See og eru þeir á Apple TV+. Harry Bretaprins framleiðir þættina í samstarfi við Winfrey og Apple og fjalla þættirnir um andlega heilsu. Í viðtalinu kemur fram að Stefani Germanotta, sem allir þekkja sem Lady Gaga, hafi orðið fyrir nauðgun og í kjölfarið orðið ólétt. Gaga segist hafa fengið mjög alvarlegt taugaáfall í framhaldinu en maðurinn sem nauðgaði henni er tónlistarframleiðandi sem hótaði að grafa alla hennar tónlist ofan í jörðina ef hún færi ekki úr fötunum. Hún segir að maðurinn hafi skilið sig eftir á ólétta á götuhorni þar sem hún var að upplifa mikla ógleði og kastaði ítrekað upp. „Ég var nítján ára og var að reyna vinna mig upp í þessum bransa. Maðurinn sagði við mig, farðu úr fötunum og ég svaraði honum neitandi og fór. Þá var mér hótað að það myndi aldrei neinn heyra tónlistina mína,“ segir Gaga sem hefur áður tjáð sig um nauðgunina sem hún varð fyrir en aldrei opnað sig um það að hún hafi orðið ólétt. „Hann hætti aldrei að pressa á mig og ég bara fraus, ég man ekki einu sinni eftir þessu,“ segir Gaga og bætir við að hún muni aldrei nafngreina þennan mann. „Ég átta mig á því að það er #MeToo bylting í gangi og sumir vilja stíga það skref að kæra en mér líður ekki vel með það. Ég get ekki hugsað mér að mæta þessum manni aftur og vil aldrei aftur sjá andlit hans.“ Lady Gaga segist hafa fengið mjög alvarlegt taugaáfall mörgum árum eftir nauðgunina og var hún lögð inn á spítala. „Ég fann ekki fyrir eigin líkama. Fyrst fann ég gríðarlega sársauka en síðan varð ég alveg dofin og var síðan mjög veik í margar vikur. Nauðgarinn minn skyldi mig eftir á götuhorni, ólétt, fyrir utan hús foreldra minna. Ég varð aldrei aftur sama konan. Ég hef farið í ótal rannsóknir og það finnst ekkert að mér, en líkaminn gleymir aldrei svona áfalli,“ segir Laga sem bætir við að hún hafi verið í tvö og hálft ár að jafna sig eftir nauðgunina. Gaga fór í þungunarrof eftir nauðgunina.
Kynferðisofbeldi Hollywood Bandaríkin Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Sjá meira