Góðir leghálsar Herdis Anna Þorvaldsdóttir skrifar 21. maí 2021 10:31 Að leita langt yfir skammt Um daginn gekk ég til góðs. Við fórum saman 126 konur upp á hæsta tind Íslands til að styðja við Lífskraft og safna fyrir bættum aðbúnaði fyrir krabbameinsgreinda. Á leiðinni voru mér ofarlega í huga þau ljúfu ljós í mínu lífi sem hafa slokknað of snemma í kjölfar baráttu þeirra við krabbamein. Þeirra á meðal var ein mín nánasta vinkona sem lést úr leghálskrabbameini 35 ára gömul frá tveimur dætrum. Þessi geislandi unga kona greindist með frumubreytingar fyrst 28 ára gömul við skimun á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og var þá bókuð í aðra skimun eftir sex mánuði. Í skimuninni sex mánuðum síðar kom í ljós að myndast hafði stórt æxli í leghálsi sem reyndist illkynja og hófst þá barátta hennar fyrir lífinu sem stóð með hléum í sjö ár. Ég rifja sögu hennar upp til að undirstrika það hvað tíminn er mikilvægur þáttur þegar kemur að greiningum og meðferð krabbameina. Í dag bíða hér á landi þúsundir kvenna niðurstöðu úr skimun leghálssýna og hafa beðið lengi. Ég er ein þessara kvenna og hef nú einmitt beðið í sex mánuði eftir niðurstöðu. Og þó svo að ég sé sjálf hreystin uppmáluð og engin einkenni sem ættu að valda mér áhyggjum, þá er mér ekki rótt. Ég sem einstaklingur sem þigg þjónustu hins opinbera heilbrigðiskerfis og hef engan annan valkost verð að geta treyst því að ákvarðanir séu teknar á réttum forsendum og hlustað sé á ráð sérfræðinga. Sérstaklega þegar um er að ræða sjúkdóm þar sem töf getur kostað einstaklinga lífið eða valdið fósturláti vegna óþarflega mikils inngrips. Gæðum rannsóknar Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins var sannarlega orðið ábótavant eins fram kom í umræðunni síðasta haust og sorglegt hversu lengi það fór framhjá mönnum að ekki var allt með felldu. Þeim ágöllum var þó mögulegt að bregðast við með lagfæringum þannig að rannsóknin stæðist gæðakröfur og fyrirbyggja frekari mistök. Hins vegar ef Krabbameinsfélagið þótti ekki réttur vettvangur er samt óskiljanlegt hvers vegna sú leið var valin að senda sýnin úr landi gegn ráðleggingum fagaðila þegar aðrar og hentugri leiðir voru mögulegar. Á Landspítalanum er nú til staðar afkastamikið tæki sem getur skimað eftir HPV veirunni á mjög stuttum tíma og ef þörf var á frumgreiningu með smásjá var til staðar sérhæft starfsfólk sem hægt var að semja við. Við það að senda sýnin til Danmerkur tapast bæði ómetanlegur tími sem og aðgengi að sýnunum sem oft er nauðsynlegt við ákvörðun um meðferð. Samfélagslegt tap er líka umtalsvert þar sem færnin og kunnáttan við að greina sýnin hérlendis tapast niður og sýnin sjálf geyma upplýsingar sem gæti reynst mikilvægt að hafa aðgang að í framtíðinni. Samkvæmt 3. grein laga um sjúklinga á sjúklingur rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á á hverjum tíma. Þó ég sé ekki fagaðili á heilbrigðissviði þá leyfi ég mér að fullyrða það kinnroðalaust að sú þjónusta sem boðið er upp á við skimun á leghálskrabbameini hérlendis getur seint talist sú fullkomnasta sem möguleiki væri á. Þá finnst mér umhugsunarvert hvers vegna svo mikil áhersla er lögð á að stýra konum á heilsugæslu í sýnatöku þegar þær hafa, margar, hingað til sótt þessa þjónustu til síns kvensjúkdómalæknis sem þær treysta og heldur utanum öll þeirra mál. Í mínu tilfelli fékk ég “hnipp” frá Ísland.is í lok febrúar um að ég ætti að leita til heilsugæslunnar og fara strax aftur í skimun þar sem sýnið frá því nóvember hefði verið athugavert en of skemmt vegna tafa til að hægt hefði verið að rannsaka það nægilega. Læknirinn sem ég hef nú sótt þessa þjónustu til siðastliðin 30 ár og tók umrætt sýni, fær hins vegar þær upplýsingar að ég eigi að fara í næstu skimun eftir þrjú ár. Mér er ekki ljóst hvernig hann á að fylgja eftir mínum málum þegar hann fær ekki þær upplýsingar sem eru honum nauðsynlegar til að gera það og ef ekki hann, hver þá? Ég get ekki séð hvernig hagræðið af þessum breytingum er reiknað út ef það kemur niður á þjónustunni sjálfri og þar af leiðandi heilsu fólks. Þá er hætta á að við gætum verið að fórna meiru fyrir minna. Á Alþingi hefur verið kallað eftir svörum frá heilbrigðisyfirvöldum um forsendur breytinganna og hvaða áhrif þær muni hafa á heilsu kvenna. Birtingu óháðrar skýrslu sem á að svara þessum spurningum hefur nú verið frestað fram í júní. Til að viðhalda gæðum í heilbrigðisþjónustu og byggja upp traust gagnvart þeim sem hennar njóta þarf að vera gagnsæi í ákvarðanatöku, hlustað á álit sérfræðinga og samtal milli aðila með virðingu að leiðarljósi. Þá er einnig mikilvægt að neytendur hafi val hvar sem því er viðkomið og frelsi til að fylgja því vali. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Að leita langt yfir skammt Um daginn gekk ég til góðs. Við fórum saman 126 konur upp á hæsta tind Íslands til að styðja við Lífskraft og safna fyrir bættum aðbúnaði fyrir krabbameinsgreinda. Á leiðinni voru mér ofarlega í huga þau ljúfu ljós í mínu lífi sem hafa slokknað of snemma í kjölfar baráttu þeirra við krabbamein. Þeirra á meðal var ein mín nánasta vinkona sem lést úr leghálskrabbameini 35 ára gömul frá tveimur dætrum. Þessi geislandi unga kona greindist með frumubreytingar fyrst 28 ára gömul við skimun á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og var þá bókuð í aðra skimun eftir sex mánuði. Í skimuninni sex mánuðum síðar kom í ljós að myndast hafði stórt æxli í leghálsi sem reyndist illkynja og hófst þá barátta hennar fyrir lífinu sem stóð með hléum í sjö ár. Ég rifja sögu hennar upp til að undirstrika það hvað tíminn er mikilvægur þáttur þegar kemur að greiningum og meðferð krabbameina. Í dag bíða hér á landi þúsundir kvenna niðurstöðu úr skimun leghálssýna og hafa beðið lengi. Ég er ein þessara kvenna og hef nú einmitt beðið í sex mánuði eftir niðurstöðu. Og þó svo að ég sé sjálf hreystin uppmáluð og engin einkenni sem ættu að valda mér áhyggjum, þá er mér ekki rótt. Ég sem einstaklingur sem þigg þjónustu hins opinbera heilbrigðiskerfis og hef engan annan valkost verð að geta treyst því að ákvarðanir séu teknar á réttum forsendum og hlustað sé á ráð sérfræðinga. Sérstaklega þegar um er að ræða sjúkdóm þar sem töf getur kostað einstaklinga lífið eða valdið fósturláti vegna óþarflega mikils inngrips. Gæðum rannsóknar Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins var sannarlega orðið ábótavant eins fram kom í umræðunni síðasta haust og sorglegt hversu lengi það fór framhjá mönnum að ekki var allt með felldu. Þeim ágöllum var þó mögulegt að bregðast við með lagfæringum þannig að rannsóknin stæðist gæðakröfur og fyrirbyggja frekari mistök. Hins vegar ef Krabbameinsfélagið þótti ekki réttur vettvangur er samt óskiljanlegt hvers vegna sú leið var valin að senda sýnin úr landi gegn ráðleggingum fagaðila þegar aðrar og hentugri leiðir voru mögulegar. Á Landspítalanum er nú til staðar afkastamikið tæki sem getur skimað eftir HPV veirunni á mjög stuttum tíma og ef þörf var á frumgreiningu með smásjá var til staðar sérhæft starfsfólk sem hægt var að semja við. Við það að senda sýnin til Danmerkur tapast bæði ómetanlegur tími sem og aðgengi að sýnunum sem oft er nauðsynlegt við ákvörðun um meðferð. Samfélagslegt tap er líka umtalsvert þar sem færnin og kunnáttan við að greina sýnin hérlendis tapast niður og sýnin sjálf geyma upplýsingar sem gæti reynst mikilvægt að hafa aðgang að í framtíðinni. Samkvæmt 3. grein laga um sjúklinga á sjúklingur rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á á hverjum tíma. Þó ég sé ekki fagaðili á heilbrigðissviði þá leyfi ég mér að fullyrða það kinnroðalaust að sú þjónusta sem boðið er upp á við skimun á leghálskrabbameini hérlendis getur seint talist sú fullkomnasta sem möguleiki væri á. Þá finnst mér umhugsunarvert hvers vegna svo mikil áhersla er lögð á að stýra konum á heilsugæslu í sýnatöku þegar þær hafa, margar, hingað til sótt þessa þjónustu til síns kvensjúkdómalæknis sem þær treysta og heldur utanum öll þeirra mál. Í mínu tilfelli fékk ég “hnipp” frá Ísland.is í lok febrúar um að ég ætti að leita til heilsugæslunnar og fara strax aftur í skimun þar sem sýnið frá því nóvember hefði verið athugavert en of skemmt vegna tafa til að hægt hefði verið að rannsaka það nægilega. Læknirinn sem ég hef nú sótt þessa þjónustu til siðastliðin 30 ár og tók umrætt sýni, fær hins vegar þær upplýsingar að ég eigi að fara í næstu skimun eftir þrjú ár. Mér er ekki ljóst hvernig hann á að fylgja eftir mínum málum þegar hann fær ekki þær upplýsingar sem eru honum nauðsynlegar til að gera það og ef ekki hann, hver þá? Ég get ekki séð hvernig hagræðið af þessum breytingum er reiknað út ef það kemur niður á þjónustunni sjálfri og þar af leiðandi heilsu fólks. Þá er hætta á að við gætum verið að fórna meiru fyrir minna. Á Alþingi hefur verið kallað eftir svörum frá heilbrigðisyfirvöldum um forsendur breytinganna og hvaða áhrif þær muni hafa á heilsu kvenna. Birtingu óháðrar skýrslu sem á að svara þessum spurningum hefur nú verið frestað fram í júní. Til að viðhalda gæðum í heilbrigðisþjónustu og byggja upp traust gagnvart þeim sem hennar njóta þarf að vera gagnsæi í ákvarðanatöku, hlustað á álit sérfræðinga og samtal milli aðila með virðingu að leiðarljósi. Þá er einnig mikilvægt að neytendur hafi val hvar sem því er viðkomið og frelsi til að fylgja því vali. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar