Við verðum að endurheimta traust Halla Þorvaldsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir skrifa 20. maí 2021 09:00 Snemma á árinu 2019 kynnti heilbrigðisráðherra ákvörðun sína um að færa krabbameinsskimanir sem frá upphafi höfðu verið á höndum Krabbameinsfélags Íslands, til opinberra stofnana. Krabbameinsskimun er forvörn, rannsókn á einkennalausum einstaklingum auk eftirlits með fólki í ákveðnum áhættuhópum. Alþjóðastofnanir mæla með skimun fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Skimun er ein lykilforsenda þess mikla árangurs sem hefur orðið varðandi legháls- og brjóstakrabbamein hér á landi. Árangur af skimunum fyrir krabbameinum felst fyrst og fremst í lækkun dánartíðni af völdum sjúkdómanna hjá þjóðinni. Til að sá árangur náist þarf reglubundin þátttaka þeirra sem boðið er í skimun að vera sem mest og gæði þjónustunnar sem best. Mikil, reglubundin þátttaka í skimunum fæst helst þegar þjóðin er upplýst um gagnsemi skimunarinnar, þegar þjónustan er aðgengileg öllum, gjaldfrjáls, skilvirk og fólk ber traust til hennar. Ef árangur á að nást þarf allt ofangreint að vera uppfyllt og samráð við notendur skiptir máli. Ráðherra skrifaði um breytingarnar í blaðagrein í mars 2019, þar sem m.a. kom fram að markmiðið með breytingunum væri að ná betri árangri í baráttunni gegn krabbameini. Um þetta markmið þarf enginn að efast. Ákvörðun ráðherra var ekki skyndiákvörðun heldur átti sér aðdraganda. Landlæknir skipaði skimunarráð í apríl 2018 og skipaði einnig fagráð um skimanir fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Með framlengingu þjónustusamnings Sjúkratrygginga og Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins í júní 2019 var skimun fyrir krabbameinum tryggð til loka árs 2020. Verkefnisstjórn sem var ætlað að útfæra nokkra þætti í breytingunum, m.a. hvar frumurannsóknir á leghálssýnum yrðu gerðar, skilaði skýrslu í febrúar 2020. Áhersla var lögð á að ekki yrði rof á þjónustu. Krabbameinsfélagið lagði ítrekað á það áherslu í aðdraganda breytinganna að nauðsynlegt væri að gefa nægjanlegan tíma til undirbúnings og vanda til hans á allan hátt. Undir það tóku skimunarráð og landlæknir sem hvöttu til að verkefnið yrði skipulagt til langs tíma og unnið í þrepum í góðu samráði þeirra aðila sem að máli koma. Engum dylst, að nú þegar meira en þriðjungur ársins er liðinn hefur innleiðing breytinga, sérstaklega varðandi skimun fyrir forstigum leghálskrabbameins, ekki tekist með fullnægjandi hætti og aukinn árangur í baráttunni gegn krabbameinum með skimunum er ekki í sjónmáli. Augljóst er að undirbúningur breytinganna var fjarri því að vera fullnægjandi. Svo virðist sem lykilákvarðanir hafi ekki verið teknar tímanlega, fræðsla og upplýsingar til kvenna voru langt frá því nægjanlegar, upplýsingakerfi voru ekki tilbúin og svo má lengi telja. Niðurstaðan er sú að fjöldi fólks vantreystir kerfi sem þarf að vera áreiðanlegt, skilvirkt og gegnsætt. Sú staða er óásættanleg. Fyrsta flokks skimun fyrir krabbameinum hefur hingað til leitt til mikils árangurs í baráttunni gegn krabbameinum hér á landi. Á því má ekki gefa afslátt og að því er virðist ófullburða tilraunir með fyrirkomulag þeirra eiga ekki að vera í boði. Hjá Krabbameinsfélaginu voru bundnar miklar vonir við að í kjölfar breytinganna yrði hafin skipulögð skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Alþjóðastofnanir mæla með skimuninni sem bjargar mannslífum. Fréttir af undirbúningi hafa ekki borist en ráðherra hefur nefnt að fjármagni sé ætlað til verkefnisins á þessu ári. Stöðugt berast hins vegar fréttir af áhyggjum kvenna, vandræðum og vantrausti, sérstaklega vegna leghálsskimana. Á sama tíma greina fjölmiðlar frá nánast hnökralausu skipulagi bólusetninga, traustri upplýsingagjöf og fumlausum aðgerðum gegn Covid-19, sem sýna og sanna að stór verkefni í heilbrigðisþjónustu geta gengið vel. Markmið Krabbameinsfélagsins eru meðal annars að koma í veg fyrir krabbamein og draga úr dánartíðni af þeirra völdum. Vönduð, árangursrík skimun fyrir krabbameinum er eitt af lykilatriðunum hvað það varðar. Krabbameinsfélagið fer fram á að heilbrigðisyfirvöld upplýsi almenning í landinu um það, þegar í stað, hvenær og með hvaða hætti fyrirkomulagi krabbameinsskimana verði komið í það horf sem líklegt er til að endurvekja traust, auka þátttöku og árangur af skimunum. Höfundar eru Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, og Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Halla Þorvaldsdóttir Kvenheilsa Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Snemma á árinu 2019 kynnti heilbrigðisráðherra ákvörðun sína um að færa krabbameinsskimanir sem frá upphafi höfðu verið á höndum Krabbameinsfélags Íslands, til opinberra stofnana. Krabbameinsskimun er forvörn, rannsókn á einkennalausum einstaklingum auk eftirlits með fólki í ákveðnum áhættuhópum. Alþjóðastofnanir mæla með skimun fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Skimun er ein lykilforsenda þess mikla árangurs sem hefur orðið varðandi legháls- og brjóstakrabbamein hér á landi. Árangur af skimunum fyrir krabbameinum felst fyrst og fremst í lækkun dánartíðni af völdum sjúkdómanna hjá þjóðinni. Til að sá árangur náist þarf reglubundin þátttaka þeirra sem boðið er í skimun að vera sem mest og gæði þjónustunnar sem best. Mikil, reglubundin þátttaka í skimunum fæst helst þegar þjóðin er upplýst um gagnsemi skimunarinnar, þegar þjónustan er aðgengileg öllum, gjaldfrjáls, skilvirk og fólk ber traust til hennar. Ef árangur á að nást þarf allt ofangreint að vera uppfyllt og samráð við notendur skiptir máli. Ráðherra skrifaði um breytingarnar í blaðagrein í mars 2019, þar sem m.a. kom fram að markmiðið með breytingunum væri að ná betri árangri í baráttunni gegn krabbameini. Um þetta markmið þarf enginn að efast. Ákvörðun ráðherra var ekki skyndiákvörðun heldur átti sér aðdraganda. Landlæknir skipaði skimunarráð í apríl 2018 og skipaði einnig fagráð um skimanir fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Með framlengingu þjónustusamnings Sjúkratrygginga og Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins í júní 2019 var skimun fyrir krabbameinum tryggð til loka árs 2020. Verkefnisstjórn sem var ætlað að útfæra nokkra þætti í breytingunum, m.a. hvar frumurannsóknir á leghálssýnum yrðu gerðar, skilaði skýrslu í febrúar 2020. Áhersla var lögð á að ekki yrði rof á þjónustu. Krabbameinsfélagið lagði ítrekað á það áherslu í aðdraganda breytinganna að nauðsynlegt væri að gefa nægjanlegan tíma til undirbúnings og vanda til hans á allan hátt. Undir það tóku skimunarráð og landlæknir sem hvöttu til að verkefnið yrði skipulagt til langs tíma og unnið í þrepum í góðu samráði þeirra aðila sem að máli koma. Engum dylst, að nú þegar meira en þriðjungur ársins er liðinn hefur innleiðing breytinga, sérstaklega varðandi skimun fyrir forstigum leghálskrabbameins, ekki tekist með fullnægjandi hætti og aukinn árangur í baráttunni gegn krabbameinum með skimunum er ekki í sjónmáli. Augljóst er að undirbúningur breytinganna var fjarri því að vera fullnægjandi. Svo virðist sem lykilákvarðanir hafi ekki verið teknar tímanlega, fræðsla og upplýsingar til kvenna voru langt frá því nægjanlegar, upplýsingakerfi voru ekki tilbúin og svo má lengi telja. Niðurstaðan er sú að fjöldi fólks vantreystir kerfi sem þarf að vera áreiðanlegt, skilvirkt og gegnsætt. Sú staða er óásættanleg. Fyrsta flokks skimun fyrir krabbameinum hefur hingað til leitt til mikils árangurs í baráttunni gegn krabbameinum hér á landi. Á því má ekki gefa afslátt og að því er virðist ófullburða tilraunir með fyrirkomulag þeirra eiga ekki að vera í boði. Hjá Krabbameinsfélaginu voru bundnar miklar vonir við að í kjölfar breytinganna yrði hafin skipulögð skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Alþjóðastofnanir mæla með skimuninni sem bjargar mannslífum. Fréttir af undirbúningi hafa ekki borist en ráðherra hefur nefnt að fjármagni sé ætlað til verkefnisins á þessu ári. Stöðugt berast hins vegar fréttir af áhyggjum kvenna, vandræðum og vantrausti, sérstaklega vegna leghálsskimana. Á sama tíma greina fjölmiðlar frá nánast hnökralausu skipulagi bólusetninga, traustri upplýsingagjöf og fumlausum aðgerðum gegn Covid-19, sem sýna og sanna að stór verkefni í heilbrigðisþjónustu geta gengið vel. Markmið Krabbameinsfélagsins eru meðal annars að koma í veg fyrir krabbamein og draga úr dánartíðni af þeirra völdum. Vönduð, árangursrík skimun fyrir krabbameinum er eitt af lykilatriðunum hvað það varðar. Krabbameinsfélagið fer fram á að heilbrigðisyfirvöld upplýsi almenning í landinu um það, þegar í stað, hvenær og með hvaða hætti fyrirkomulagi krabbameinsskimana verði komið í það horf sem líklegt er til að endurvekja traust, auka þátttöku og árangur af skimunum. Höfundar eru Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, og Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélagsins.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun