Vonir standa til þess að breytingin muni auðvelda bólusetningar en flutningur og geymsla bóluefnisins við afar lágt hitastig hefur valdið erfiðleikum á ákveðnum svæðum.
Í febrúar síðastliðnum samþykktu eftirlitsaðilar að heimila flutning og geymslu bóluefnisins við -15 til -25 gráður á Celsíus í allt að tvær vikur, í stað þeirra -80 til -60 gráða sem áður var kveðið á um.
Fyrr í þessum mánuði ákváðu yfirvöld í Kanada að heimila notkun bóluefnis Pfizer fyrir aldurshópinn 12 til 15 ára.