Furðar sig á forgangi Eurovision-hópsins Sylvía Hall skrifar 17. maí 2021 19:58 Gunnar Bragi segist hugsi yfir því hvernig slíkar ákvarðanatökur fara fram. Það hafi þó komið fram góð rök fyrir því að hleypa hópnum fram fyrir röð. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann furðaði sig á því að Eurovision-hópur Íslands hefði fengið bólusetningu fyrir brottför til Hollands þar sem keppnin fer fram. Hópurinn var bólusettur að beiðni Ríkisútvarpsins en smit hefur nú komið upp í hópnum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að fallist hafi verið á beiðnina í ljósi þess að hópurinn væri að fara út á vegum ríkisins og veiran væri í mikilli útbreiðslu í Hollandi. „Við höfum verið frekar treg á svona beiðnir en við gerðum það í þetta skipti. Auk þess höfum við verið að bólusetja fólk með afgangsbóluefni í lok dags og þannig höfum við verið að bólusetja allskonar hópa.“ Gunnari Braga þykir þetta furðulegt. Fólk sem sé með undirliggjandi sjúkdóma bíði enn eftir bólusetningu en „þetta júróvísjón“ sé sett í forgang, líkt og hann kemst að orði í færslunni. Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag sagðist Gunnar Bragi einungis vera að velta fyrir sér forgangsröðuninni. Hann taki þó undir það að góð rök séu fyrir því að hleypa hópnum fram fyrir röð en hann spyrji hvers vegna ákvarðanatakan sé svo ógagnsæ. „Hvers vegna fær þessi hópur undanþágu en ekki einhver annar? Snýst þetta um það að þetta er ríkið að óska eftir því við ríkið að fá undanþágu?“ Hvað næst? Hann segist þó skilja mikilvægi þess að hópurinn geti tekið þátt í keppninni, enda fari þjóðin í mikinn gír þegar keppnin fer af stað. Flestir séu ánægðir með að geta fylgst með keppninni en það sé sjálfsagt að vekja athygli á málinu. „Þetta er vinsælt sjónvarpsefni og það eru margir sem fylgjast með þessu. Okkar menningarviðburðir og ég tala nú ekki um söngvara og tónlistarmenn, það styttir okkur stundir í þessu Covid-rugli öllu saman. Við að sjálfsögðu eigum að þakka fyrir það en það breytir því ekki að það fýkur svolítið í mann þegar maður veit að það er fólk sem bíður eftir og hefur kannski ekki fengið skýringar á því hvers vegna það fær ekki bólusetningu.“ Að mati Gunnars Braga er þó margt óljóst varðandi bólusetningar. „Hvað næst? Sinfónían þarf kannski að fara út og spila fyrir okkur einhvers staðar, á hún þá að fá forgang? Hvað með Þjóðleikhúsið? Er þetta bara ríkisstofnanir? Hvað með einkaaðila sem er boðið út að skemmta? Þetta er einhvern veginn hipsumhaps í kringum þessar bólusetningar, svo ég segi það nú bara.“ Reykjavík síðdegis Eurovision Bólusetningar Tengdar fréttir Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. 17. maí 2021 10:13 Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. 16. maí 2021 18:18 Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að fallist hafi verið á beiðnina í ljósi þess að hópurinn væri að fara út á vegum ríkisins og veiran væri í mikilli útbreiðslu í Hollandi. „Við höfum verið frekar treg á svona beiðnir en við gerðum það í þetta skipti. Auk þess höfum við verið að bólusetja fólk með afgangsbóluefni í lok dags og þannig höfum við verið að bólusetja allskonar hópa.“ Gunnari Braga þykir þetta furðulegt. Fólk sem sé með undirliggjandi sjúkdóma bíði enn eftir bólusetningu en „þetta júróvísjón“ sé sett í forgang, líkt og hann kemst að orði í færslunni. Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag sagðist Gunnar Bragi einungis vera að velta fyrir sér forgangsröðuninni. Hann taki þó undir það að góð rök séu fyrir því að hleypa hópnum fram fyrir röð en hann spyrji hvers vegna ákvarðanatakan sé svo ógagnsæ. „Hvers vegna fær þessi hópur undanþágu en ekki einhver annar? Snýst þetta um það að þetta er ríkið að óska eftir því við ríkið að fá undanþágu?“ Hvað næst? Hann segist þó skilja mikilvægi þess að hópurinn geti tekið þátt í keppninni, enda fari þjóðin í mikinn gír þegar keppnin fer af stað. Flestir séu ánægðir með að geta fylgst með keppninni en það sé sjálfsagt að vekja athygli á málinu. „Þetta er vinsælt sjónvarpsefni og það eru margir sem fylgjast með þessu. Okkar menningarviðburðir og ég tala nú ekki um söngvara og tónlistarmenn, það styttir okkur stundir í þessu Covid-rugli öllu saman. Við að sjálfsögðu eigum að þakka fyrir það en það breytir því ekki að það fýkur svolítið í mann þegar maður veit að það er fólk sem bíður eftir og hefur kannski ekki fengið skýringar á því hvers vegna það fær ekki bólusetningu.“ Að mati Gunnars Braga er þó margt óljóst varðandi bólusetningar. „Hvað næst? Sinfónían þarf kannski að fara út og spila fyrir okkur einhvers staðar, á hún þá að fá forgang? Hvað með Þjóðleikhúsið? Er þetta bara ríkisstofnanir? Hvað með einkaaðila sem er boðið út að skemmta? Þetta er einhvern veginn hipsumhaps í kringum þessar bólusetningar, svo ég segi það nú bara.“
Reykjavík síðdegis Eurovision Bólusetningar Tengdar fréttir Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. 17. maí 2021 10:13 Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. 16. maí 2021 18:18 Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. 17. maí 2021 10:13
Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. 16. maí 2021 18:18
Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26