„Sölvi Snær er einn af efnilegustu leikmönnum á Íslandi“ Andri Gíslason skrifar 13. maí 2021 23:30 Óskar Hrafn var sáttur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika var nokkuð sáttur með frammistöðu síns liðs á Kópavogsvellinum í kvöld er liðið lagði Keflavík 4-0 í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. „Það er alltaf gott að vinna. Ég er bara mjög sáttur.“ Blikar fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn en gjörsamlega rúlluðu yfir Keflvíkinga í þeim seinni. „Ég hamraði á því sem við töluðum um fyrir leikinn. Keflvíkingar eru góðir og skipulagðir en þeir gefa færi á sér í ákveðnum svæðum og það var talað um að halda áfram að fara í þau. Svo snerist þetta svolítið um gæði og ákvarðanatöku þegar við vorum komnir inn í þau svæði og það fór saman í seinni hálfleik.“ „Góð ákvörðunartaka og gæði í framkvæmd sem skilaði sér í þremur mörkum. Engin töfraformúla en við vildum bara halda áfram því sem við vorum að gera og gera það betur.“ Blikar voru oft á tíðum að reyna að finna svæðið fyrir framan vörn Keflavíkur og var Kristinn Steindórsson duglegur að koma í þau svæði. „Það hjálpar til þegar Kristinn Steindórsson er í þessu formi og það auðveldar margt enda frábær í fótbolta og nýttist okkur virkilega vel í þessum leik. Hann var duglegur að finna þau svæði sem við ætluðum að finna. Keflvíkingar eru með gott lið og mættu með sjálfstraust eftir sigur á Stjörnunni þannig við getum verið glaðir með þetta.“ Sölvi Snær Guðbjargarson kom til Blikana í gær og telur Óskar að hann eigi eftir að hjálpa liðinu töluvert. „Hann kemur með gæði fram á við, ákveðið hungur. Hann er ungur og efnilegur leikmaður sem stefnir lengra og er auðvitað einn af efnilegustu leikmönnum á Íslandi. Að fá svona ungan og efnilegan leikmenn sem stefnir á að taka næsta skref er mjög dýrmætt að fá það inn í hópinn. Við vorum fyrst og síðast að sækja hann því hann er framúrskarandi leikmaður sem ég hef mikla trú á að geti orðið ennþá betri hjá okkur.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira
„Það er alltaf gott að vinna. Ég er bara mjög sáttur.“ Blikar fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn en gjörsamlega rúlluðu yfir Keflvíkinga í þeim seinni. „Ég hamraði á því sem við töluðum um fyrir leikinn. Keflvíkingar eru góðir og skipulagðir en þeir gefa færi á sér í ákveðnum svæðum og það var talað um að halda áfram að fara í þau. Svo snerist þetta svolítið um gæði og ákvarðanatöku þegar við vorum komnir inn í þau svæði og það fór saman í seinni hálfleik.“ „Góð ákvörðunartaka og gæði í framkvæmd sem skilaði sér í þremur mörkum. Engin töfraformúla en við vildum bara halda áfram því sem við vorum að gera og gera það betur.“ Blikar voru oft á tíðum að reyna að finna svæðið fyrir framan vörn Keflavíkur og var Kristinn Steindórsson duglegur að koma í þau svæði. „Það hjálpar til þegar Kristinn Steindórsson er í þessu formi og það auðveldar margt enda frábær í fótbolta og nýttist okkur virkilega vel í þessum leik. Hann var duglegur að finna þau svæði sem við ætluðum að finna. Keflvíkingar eru með gott lið og mættu með sjálfstraust eftir sigur á Stjörnunni þannig við getum verið glaðir með þetta.“ Sölvi Snær Guðbjargarson kom til Blikana í gær og telur Óskar að hann eigi eftir að hjálpa liðinu töluvert. „Hann kemur með gæði fram á við, ákveðið hungur. Hann er ungur og efnilegur leikmaður sem stefnir lengra og er auðvitað einn af efnilegustu leikmönnum á Íslandi. Að fá svona ungan og efnilegan leikmenn sem stefnir á að taka næsta skref er mjög dýrmætt að fá það inn í hópinn. Við vorum fyrst og síðast að sækja hann því hann er framúrskarandi leikmaður sem ég hef mikla trú á að geti orðið ennþá betri hjá okkur.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira