Gjaldþrotakröfu NRA hafnað: Tilgangurinn sagður að komast undan málaferlum Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2021 10:12 Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri NRA, hefur verið sakaður um að fara frjálslega með peninga samtakanna. Getty/Joe Raedle Beiðni samtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Association, um gjaldþrot var hafnað af alríkisdómara í gær. Sá sagði beiðnina ekki hafa verið lagða fram í góðri trú, heldur væri markmiðið að komast undan lögsókn ríkissaksóknara New York. Saksóknarinnar Letitia James hefur sakað stjórnendur NRA um umfangsmikið fjármálamisferli. Um að hafa dregið að sér fúlgur fjár til að halda upp lúxuslífsstíl þeirra. James fór fram á að samtökin yrðu leyst upp. Í samtali við blaðamenn í gær sagði hún úrskurðinn jákvæðan og til marks um það að forsvarsmenn NRA fengju ekki að ráða sjálfir hvenær þeir yrðu dregnir til ábyrgðar. Enginn væri yfir lögin hafin, ekki einu sinni stærstu hagsmunasamtök Bandaríkjanna. Forsvarsmenn NRA höfðu reynt að komast undan málaferlunum með því að flytja frá New York til Texas og fara fram á gjaldþrot. Með tilrauninni virðist LaPierre jafnvel hafa skotið sig í fótinn, ef svo má að orði komast. Dómarinn skrifaði til að mynda í úrskurð sinn að það að Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri NRA, hefði farið fram á gjaldþrot, án þess að segja stjórn NRA, fjármálastjóra og öðrum stjórnendum frá því væri hneykslanlegt, samkvæmt frétt New York Times. Þá þurfti LaPierre að viðurkenna fyrir dómi að hann hefði ekki farið fram á gjaldþrot af því að samtökin væru í fjárhagsvandræðum heldur vegna málaferlanna í New York. Samtökin settu til að mynda fimm milljónir dala til hliðar, sem nota átti til gjaldþrotaferlisins. LaPierre sagðist einnig ekki vita af hverju fyrrverandi fjármálastjóri NRA hefði fengið 360 þúsund dala greiðslu fyrir ráðgjafastörf, eftir að hann hætti hjá samtökunum. Einnig kom fram að hann vissi ekki að sá sem útvegaði honum flugmiða lagði tíu prósenta álag á öll kaup og gat verið með allt að 26 þúsund dala laun á mánuði. LaPierre er þekktur fyrir að ferðast um heiminn. Sjá einnig: Framkvæmdastjóri NRA harðlega gagnrýndur fyrir misheppnaða tilraun til að drepa fíl Þá kom í ljós í málaferlunum að Millie Hallow, aðstoðarkona LaPeirre, var áfram á launaskrá NRA, þrátt fyrir að hún hafi verið gómuð við að draga að sér fjörutíu þúsund dali og nota þá í persónulegan kostnað og brúðkaup sonar síns. Dómarinn sagði einnig í úrskurði sínum að þó forsvarsmenn NRA héldu því fram að ákveðið innra ferli hefði verið sett í gang til að bæta fjármál samtakanna, væri enn útlit fyrir að sú hegðun sem hefði vakið upprunalegu áhyggjurnar varðandi samtökin væri enn við lýði. Meðal annars hefðu forsvarsmenn NRA brotið eigin reglur varðandi veitingu stórra samninga og mikill skortur væri á gagnsæi varðandi fjármuni samtakanna. LaPierre birti yfirlýsingu á Twittersíðu samtakanna í gær þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með úrskurðinn. Hann sagði þó að samtökin myndu berjast áfram gegn andstæðingum sínum. "The NRA will keep fighting, as we ve done for 150 years." @NRA CEO & EVP Wayne LaPierre pic.twitter.com/eTgZqZn5Jx— NRA (@NRA) May 11, 2021 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Saksóknarinnar Letitia James hefur sakað stjórnendur NRA um umfangsmikið fjármálamisferli. Um að hafa dregið að sér fúlgur fjár til að halda upp lúxuslífsstíl þeirra. James fór fram á að samtökin yrðu leyst upp. Í samtali við blaðamenn í gær sagði hún úrskurðinn jákvæðan og til marks um það að forsvarsmenn NRA fengju ekki að ráða sjálfir hvenær þeir yrðu dregnir til ábyrgðar. Enginn væri yfir lögin hafin, ekki einu sinni stærstu hagsmunasamtök Bandaríkjanna. Forsvarsmenn NRA höfðu reynt að komast undan málaferlunum með því að flytja frá New York til Texas og fara fram á gjaldþrot. Með tilrauninni virðist LaPierre jafnvel hafa skotið sig í fótinn, ef svo má að orði komast. Dómarinn skrifaði til að mynda í úrskurð sinn að það að Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri NRA, hefði farið fram á gjaldþrot, án þess að segja stjórn NRA, fjármálastjóra og öðrum stjórnendum frá því væri hneykslanlegt, samkvæmt frétt New York Times. Þá þurfti LaPierre að viðurkenna fyrir dómi að hann hefði ekki farið fram á gjaldþrot af því að samtökin væru í fjárhagsvandræðum heldur vegna málaferlanna í New York. Samtökin settu til að mynda fimm milljónir dala til hliðar, sem nota átti til gjaldþrotaferlisins. LaPierre sagðist einnig ekki vita af hverju fyrrverandi fjármálastjóri NRA hefði fengið 360 þúsund dala greiðslu fyrir ráðgjafastörf, eftir að hann hætti hjá samtökunum. Einnig kom fram að hann vissi ekki að sá sem útvegaði honum flugmiða lagði tíu prósenta álag á öll kaup og gat verið með allt að 26 þúsund dala laun á mánuði. LaPierre er þekktur fyrir að ferðast um heiminn. Sjá einnig: Framkvæmdastjóri NRA harðlega gagnrýndur fyrir misheppnaða tilraun til að drepa fíl Þá kom í ljós í málaferlunum að Millie Hallow, aðstoðarkona LaPeirre, var áfram á launaskrá NRA, þrátt fyrir að hún hafi verið gómuð við að draga að sér fjörutíu þúsund dali og nota þá í persónulegan kostnað og brúðkaup sonar síns. Dómarinn sagði einnig í úrskurði sínum að þó forsvarsmenn NRA héldu því fram að ákveðið innra ferli hefði verið sett í gang til að bæta fjármál samtakanna, væri enn útlit fyrir að sú hegðun sem hefði vakið upprunalegu áhyggjurnar varðandi samtökin væri enn við lýði. Meðal annars hefðu forsvarsmenn NRA brotið eigin reglur varðandi veitingu stórra samninga og mikill skortur væri á gagnsæi varðandi fjármuni samtakanna. LaPierre birti yfirlýsingu á Twittersíðu samtakanna í gær þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með úrskurðinn. Hann sagði þó að samtökin myndu berjast áfram gegn andstæðingum sínum. "The NRA will keep fighting, as we ve done for 150 years." @NRA CEO & EVP Wayne LaPierre pic.twitter.com/eTgZqZn5Jx— NRA (@NRA) May 11, 2021
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira