Afléttingar víða í Evrópu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. maí 2021 15:45 Þessir Tékkar fóru í verslunarmiðstöð í fyrsta sinn í marga mánuði í dag. AP/Petr David Josek Slakað var á kórónuveirutakmörkunum víðs vegar um Evrópu bæði í dag og um helgina. Smitum hefur fækkað mikið í fjölda ríkja og sífellt fleiri eru bólusett. Ástandið í Tékklandi nú er það besta frá því í ágúst. Því var fjölda fyrirtækja leyft að opna á nýjan leik í dag. Bílasölur, sólbaðsstofur, skósmiðir og hlúðflúrarar eru á meðal þeirra sem geta nú tekið aftur við viðskiptavinum. Sjá mátti biðraðir fyrir utan fjölda verslana og fyrirtækja í höfuðborginni Prag í dag. „Þetta er auðvitað mikill léttir. Ég þarf að versla alveg heilan helling,“ hafði AP-fréttaveitan eftir Dan Cooper, sem var á leið inn í verslunarmiðstöð að kaupa belti og ýmislegt fleira. Aftur í bjór Bjórþyrstir Bæjarar gátu svo sótt hina ýmsu bjórgarða á nýjan leik eftir að yfirvöld í sambandslandinu slökuðu á takmörkunum og leyfðu veitingastöðum að bjóða upp á mat og drykk utandyra. Til þess að slaka á takmörkunum í Þýskalandi er miðað við að nýgengi smita sé undir hundrað á hver hundrað þúsund í hverri borg og sýslu fyrir sig. Leikur að læra Grísk börn sneru aftur í skólann í dag, að því gefnu að þau hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun, í fyrsta skipti í marga mánuði. Létt hefur verið á takmörkunum í skrefum á Grikklandi í von um að geta tekið á móti ferðamönnum í sumar. Veitingastöðum, kaffihúsum og krám var leyft að opna í síðustu viku í fyrsta sinn frá því í byrjun nóvembermánaðar. Börn mæta aftur í skólann í Aþenu, höfuðborg Grikklands.AP/Michael Varaklas Ekki lengur neyðarástand Neyðarástandsyfirlýsing féll úr gildi á Spáni á sunnudag og var því slakað á takmörkunum í Barcelona. Veitingahús og barir í borginni mega nú opna á ný, í fyrsta sinn í sex mánuði. Heimilt verður að taka á móti gestum til klukkan ellefu að kvöldi en ekki mega fleiri en fjögur sitja við sama borð. Einungis má fylla þrjátíu prósent sæta innandyra. Beint á barinn Fjöldi flykktist á krár í Brussel, höfuðborg Belgíu, um helgina eftir að barir voru opnaðir á ný í fyrsta sinn frá því í október og útgöngubann fellt úr gildi. Veitingamenn og eigendur skemmtistaða hafa mótmælt af krafti síðustu vikur og fengu loksins að opna um helgina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Þýskaland Grikkland Spánn Belgía Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Ástandið í Tékklandi nú er það besta frá því í ágúst. Því var fjölda fyrirtækja leyft að opna á nýjan leik í dag. Bílasölur, sólbaðsstofur, skósmiðir og hlúðflúrarar eru á meðal þeirra sem geta nú tekið aftur við viðskiptavinum. Sjá mátti biðraðir fyrir utan fjölda verslana og fyrirtækja í höfuðborginni Prag í dag. „Þetta er auðvitað mikill léttir. Ég þarf að versla alveg heilan helling,“ hafði AP-fréttaveitan eftir Dan Cooper, sem var á leið inn í verslunarmiðstöð að kaupa belti og ýmislegt fleira. Aftur í bjór Bjórþyrstir Bæjarar gátu svo sótt hina ýmsu bjórgarða á nýjan leik eftir að yfirvöld í sambandslandinu slökuðu á takmörkunum og leyfðu veitingastöðum að bjóða upp á mat og drykk utandyra. Til þess að slaka á takmörkunum í Þýskalandi er miðað við að nýgengi smita sé undir hundrað á hver hundrað þúsund í hverri borg og sýslu fyrir sig. Leikur að læra Grísk börn sneru aftur í skólann í dag, að því gefnu að þau hafi fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun, í fyrsta skipti í marga mánuði. Létt hefur verið á takmörkunum í skrefum á Grikklandi í von um að geta tekið á móti ferðamönnum í sumar. Veitingastöðum, kaffihúsum og krám var leyft að opna í síðustu viku í fyrsta sinn frá því í byrjun nóvembermánaðar. Börn mæta aftur í skólann í Aþenu, höfuðborg Grikklands.AP/Michael Varaklas Ekki lengur neyðarástand Neyðarástandsyfirlýsing féll úr gildi á Spáni á sunnudag og var því slakað á takmörkunum í Barcelona. Veitingahús og barir í borginni mega nú opna á ný, í fyrsta sinn í sex mánuði. Heimilt verður að taka á móti gestum til klukkan ellefu að kvöldi en ekki mega fleiri en fjögur sitja við sama borð. Einungis má fylla þrjátíu prósent sæta innandyra. Beint á barinn Fjöldi flykktist á krár í Brussel, höfuðborg Belgíu, um helgina eftir að barir voru opnaðir á ný í fyrsta sinn frá því í október og útgöngubann fellt úr gildi. Veitingamenn og eigendur skemmtistaða hafa mótmælt af krafti síðustu vikur og fengu loksins að opna um helgina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Þýskaland Grikkland Spánn Belgía Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira